Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 32
222 strjúka, heldr en vera kyrr og leiða meiri smárr yfír heimiliS. Um kvöldiS skreiö Ghulam út-um gluggann og fór burtu úr þorp- inu; en hœgt varS hann aS fara, þv't hann var mjög máttfarinn og allr líkaminn marinn. Daginn eftir komst hann til kristniboöans og sagöi honum, hvaö gjörzt haföi; en kristniboSinn batt um sár hans og hjúkraði honum sem bezt hann mátti. Þegar hann hafði náS sér aftr, var hann látinn í skóla. Og nokkrum mánuSum síöar var hann skírör, og tók sér þá nafniö Ghulam Masih, — en merking þess er: þjónn Krists. IV. Tveim árum síöar kom Ghularn Masih til kristniboöans og bað hann um aö láta sig hafa dálítinn forða af myndaspjöldunum, er notuö voru í sunnudagsskólanum, og kristilegum smáritum. Kristniboöinn tók því vel og spurði hann, hvað hann ætlaði sér aö gjöra viö þaö. „Eg ætla að fara heim“—svaraði hann. „Mig langar til að sjá hana móður mína aftr.“ „Þú ættir að fara gætilega í það“—mæltí kristniboðinn. „Þú manst, hvernig var farið með þig seinast. Og þegar fólkið fær nú aö vita, að þú ert orðinn kristinn maðr og skírðr, er eg hræddr ua, aö þú verðir drepinn.“ En Ghulam Masih var fastr á því að fara heim. Hann fékk myndaspjöldin og smáritin; lagði svo á stað og lofaði að koma aftr á tilteknum degi. Kristniboöinn var mjög áhyggjufullr útaf hinum unga lærisveini sínum, þvi hann þekkti vel skaplyndi fólksins. Ef hann heföi ekki óttazt, að það gæti spillt fyrir Ghulam, þá heföi hann hætt á það að fara með honum. En er liðnir voru nokkrir dagar fram-yfir tiltekinn tíma, kom Ghulam aftr, heill á húfi og hinn kátati. Kristniboðinn varð komu hans fegnari en orð fá lýst, og fór að spyrja hann, hvernig honum hefði verið tekið og hvernig ferðin hefði gengið. „Það var fariö ágætlega meö mig“—svaraöi hann; — „og það get eg sagt þér í tilbót, að eg prédikaði í Fathepnr." „Segir þú, að þú hafir prédikað í Fathepur? Mundu eftir því, að þú mátt ekki segja ósatt. Þú hefir ekki getað prédikaö þar. Mig ráku þeir burtu með grjótkasti; og eg er sannfœrðr um, að ef þú hefðir farið að prédika þar, þá hefði þeir hálf-drepið þig.“ „En eg er ekki að segja ósatt. Eg prédíkaði þar alveg víst.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.