Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 24
214 sumar á íslandsferð sinni frá bandalagsþingi því, er hér var haldiö' síöastl. vetr í Winnipeg. Búizt viö, aö séra Friðrik hverfi ekki aftr til íslands fyrr en eftir sex mánuöi. Almennt mun í hópi vorum mjög: vel vera hugsaö til komu hans hingað. 1 staö Friðjóns heitins Friörikssonar hefir forseti kirkjufélags- «is, séra Björn B. Jónsson, kvatt dr. B. J. Brandson í gamalmenna- hælis-nefndina, og hr. Jón A. Blöndal í heiðingjatrúboðs-nefndina. Inn-Í fyrirlestr séra FriSriks Hallgrimssonar I si'Sasta blaSi hafa því miðr slœtSzt þessar prentvillur: Á bls. 185., 9. línu aiS ofan, hefir á eftir ldrkjubekkirnir falliö úr oröiö „tómir“; — á bls. 186., 2. linu aö ofan, fallið úr á eftir kirkjufélagi sínu: ,,eru þessir litlu skólar að berj- ast fyrir tilveru sinni“—; og á bls. 187., 26. línu aö ofan, stendr „að" þar sem á að vera „er“: („fað sé heilög skylda yðar sem manna, er bera —---------ábyrgð á“—-o.s.frv.). — Á þessum prentvillum biðjum vér lesendr fyrirgefningar, en einkum höfund fyrirlestrsins. HVERT GET EG FTÚIÐ? Eftir Mrs. Maríu G. Árnason. 1. Hvert get eg flúið, hryggð er hugann mœðir? Mun huggun nokkur veita raunum i? Nú særðu hjarta opin und mér bloeðir og æfisólu döpr hylja ský. 2. ó, einn er til, sem ætið huggun veitir, hann aldrei bregzt, þótt hverfi vinir mér; þá sálu mina eymd og angr þreytir, mitt athvarf, drottinn guð! er bezt hjá þér.. 3. Sem barnið ungt sinn biðr föður kæra svo blítt og auðmjúkt líkn að veita sér, svo bið eg þig mér hjálp og huggun fœra og harmaþunga létta’ af brjósti mér. 4. Mitt hjarta’ er þreytt af sorg og sárum kviða, mér sýnist einatt fokið öll í skjðl; en ef þú vilt, eg þögul þó skal biða, mig þin æ vermir blessuð kærieikssór. 5. Er rísa bylgjur lifs, og bráðan voða mér búa’ á lifsins ólgufullum sjð, þá rétt mér hönd, og gegnum brim og boðai mig ber i faðmi, veit mér frið og ró. 6. Og þð að veröld við mér baki snúi, þú, vinr bezti! aldrei gleymir mér; þótt allskyns eg við erviðleika búi, mig aldrei, Jesús! lát þú gleyma þér. 7. Ei æðrast skal, þótt sé eg sjúkleik bundin- og sorg og mœða andans lami þrótt, því við mér brosir blessuð morgunstundim svo björt og fögr eftir dimma nðtt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.