Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 19
209 ekki, aS landið sé ekki til. Og þetta eru þó einmitt þau rök, sem svo* mjög er haldið á lofti gegn oss nú á dögum. Mikiö er gumað yfir því, að menn sé hættir að trúa á friðþæging Krists, guðdóm hans, og önnur kjarna-atriði kristindómsins; þessar kenningar sé orðnar mönnum dauðr bókstafr, úrelt hrófatildr, sem engum skýli framar.- Og þetta á að vera sönnun þess, að kenningarnar hafi ekki sannleik að undirstöðu. Auðvitað hættir mörgum við að glœpast á rökfœrslu Jjessarri, allra helzt þeim, sem aldrei hafa eignazt ávexti lifandi trúar' sjálfir, eða með eigin augum séð land fyrirheitisins. En hvaða sönnun er það ? Hermennirnir frakknesku höfðu í fjögur ár hafzt við á norðr-þrepi ítalíu, og horft yfir eitthvert fríðasta land heimsins. Þó höfðu þeir af þeirri fögru sjón aldrei fengið hvöt til að berjast einsog þeir gátu barizt. Var þetta sönnun fyrir því, að engin ítalía væri til? Og ísraelsmenn höfðust við í fjörutíu ár útá eyðimörk ör- skammt frá hinu fyrirheitna landi. Var það sönnun fyrir því, að' ekkert Kanaan væri til? Þannig er vitnisburðr þeirra, sem hafa séð og reynt, fullgild sönnun fyrir trú vorri, en vitnisburðr þeirra, sem ekkert hafa séð né reynt, sannar auðvitað ekki neitt, fremr en vitnis- burðr blinds manns um það, að ekkert ljós sé til. Þessa sjón, sem er sögu ríkari, þurfum vér auðvitað allir að eign- ast, sem ekki viljum missa kristindóminn algjörlega burt úr lífi voru. Vér þurfum að verða ágjarnari menn í andlegum efnum en vér höfunr verið. Vér höfum heyrt ágirndinni hallmælt frá því er vér vorum börn, en í þeim dómi felst ekki nema hálfr sannleikr. Alveg einsog til er ljót og syndsamleg ágirnd, eins er líka til fögr og kristileg ágirnd. Að sjálfsögðu er eg samþykkr orðum postulans: ,.ágirndin er rót alls ills“, en mér finnst, að líka megi segja, og byggja það á kenningum. ritningarinnar, að „ágirndin sé rót alls góðs.“ Auðvitað er það ekki hvorttveggja sama ágirndin. Ágirnd sú, sem er rót alls ills, er ó- stjórnleg löngun eftir auðœfum heimsins og sviknum varningi myrkra- ríkisins; en hin ágirndin er í því fólgin, að „keppa eftir kærleikanum“, „sœkjast eftir hinum andlegu náðargáfum", „hungra og þyrsta eftir' réttlætinu", „safna sér fjársjóðum á himni, þarsem hvorki eyðir mölr né ryð, og þarsem þjófar brjótast ekki inn og stela.“ Aðrar kirkju- deildir eru, að eg ætla, á undan oss lúterskum mönnum í þessu efni. Mér finnst fólkið í „reformeruðu'* kirkjudeildunum miklu ágjarnara í trúarefnum en vér erum. Og hræddr er eg um, að jafnvel meðar lúterskra manna séum vér Islendingar að þessu leyti varla framar en í miðri lest. Fari eg hér rangt með, skal eg taka leiðrétting með þökkum. En það stingr í stúf að lesa sum blöð hinnar lútersku kirkju vorrar, er þau eru borin saman við önnur kristin tímarit hinna kirkjudeildanna. Vér lúterskir menn leggjum mikla áherzlu á rétta og heilbrigða guðfrœði, en vér gleymum því allt of oft, að því er mér virðist, að hárrétt trúarjátning er ekki fremr lifandi trú en hið bezt gjörða líkneski er lifandi maðr. Kenningin er dauð án trúarinnar einsog trúin er dauð án verkanna. — Eg var að tala um tímaritin?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.