Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 14
204 arfleiíð guðs barna; um dýrðina eilífu, sem þeiffl sé fyrírhuguð ? Eg býst við, að fflönnttm þyki óþarfi af mér að fara frekari orðum um þetta; þeir hafi svo oft áðr heyrt talað af prédikunarstólunum um þessi fyrirheit, þessa sælu, þennan frið, þessa dýrð, og viti um þetta allt saman. Það sé því óþarfi fyrir mig, að fara að flytja sérstakan fyrirlestr um þetta efni, sem allt-af klingi í prédikunum hinna andlegu kennimanna vorra. Jæja, brœðr góðir! ef yðr leiðist prédikunar-tónninn í þessum orð- um mínum um boðskap ritningarinnar, og virðist eg vera hér að bera t bakkafullan lœkinn, þá vil eg biðja yðr að líta með mér snöggvast aftr á frakkneska herinn þarna suðr í ítalíu. Höfðu þeir aldrei séð þetta fyrirheitna land sitt fyrr en Napóleon benti þeim á þaö ? Jú, þeir höfðu starað á það í fjögur ár. Og meira að segja: Þeir höfðu séð vítt yfir þaö ofan-úr suðr-hlíðum Alpafjalla, þarsem þeir höfðu aðsetr sitt. Héruð þess blómleg og auðug höfðu blasað við þeim allan þennan tíma. Og þó höfðu þeir aldrei séð landið; þeim hafði auðsjáanlega aldrei dottið í hug að sjá í landi því héruö, sem þeir sjálfir gæti lagt undir sig, eða auðlegð og frægð, sem þeir sjálfir gæti áunnið sér. Þvi var það, að þeir höfðu látiö sér nœgja, að sitja fastir nyrzt norðr í fjöllum, og sjá heiðri sínum borgið og samvizk- una friðaða með því að snúa ekki algjörlega á flótta. Eins fer heilum skara af vorum eigin kirkjulýð. Menn glápa á fyrirheitna landið; það blasir við þeim með allri sinni fegrð og landskostum, og þó sjá menn það ekki. Menn gleyma því algjörlega, að þetta er arfleifðin þeirra, sem þcim sjálfuin er ætlað að vinna undir sig. Menn heyra boðskap- inn, og tileinka sér hanti þó ekki; sjá og kannast við alla þá marg- földu blessun, sem fólgin er í sönnum og lifandi kristindómi, og bera sig þó ekki eftir henni. Menn gjöra sig ánœgða með að láta fyrir- berast útá útjöðrunum, og halda uppi einhverri málamyndar-vörn, rétt til þess að friða samvizkuna, svo ekki verði um þá sagt, að þeir hafi algjörlega brugðizt köllun sinni. Vissulega rættist hann á hermönn- unum suðr á ítalíu, einsog hann rætist á mörgum vor á meðal, spá- dómrinn alkunni: „Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir «kki né skilja.“ Er eg hér að gjöra úlfaida úr mýflugu? Eg held ekki. Eg er rað minnast á aðal-mein vort, mein, sem eg hefi orðið grátlega oft var viið og hryggzt yfir. Skyldur kristindómsins eru mönnum ljósar. ;Menn bera þær einsog byrðar, láta þær vaxa sér í augurn, hugsa sí- fellt um þunga þeirra þartil mönnum viröast þær orðnar að lítt bæri- legu fargi. Én gœðin eru þeim hulin ráðgáta eða dauðr bókstafr. Okið, sem er indælt, og byrðina, sem er létt, þekkja þeir ekki. Þeir koma til kirkju, en bera oft lítið annað út þaðan en dagdóma um rœðu kennimannsins. Þeir gefa til kristindómsþarfa, en njóta ekki gleð- innar af ávöxtum gjafarinnar fyrir sársaukanum af fórnfœrslunni. Þeir eru ef til vill svo samvizkusamir, að þeir temja sér daglegan lestr guðs orða, taka upp þá sérstöku byrði á ákveðnum tíma dags hvers. og kasta henni svo frá sér aftr til næsta dags ■— og fjársjóönum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.