Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 29
219
En Ghulam gleymdi aldrei hinum góSlega svip hermannsins og hinum
vinsamlegu orðum lmns.
II.
Nokkur ár liðu, og Ghulam var nú or'Sinn fjórtán ára. Enginn
fivítr maSr hafði nókkurn tíma sézt í þorpinu um hans daga, og hann
vissi nálega ekkert um heiminn fyrir utan, því hann kunni ekki að
lesa. Hann vann með föður sínum og var að læra iðn hans.
Einn dag, er þeir sátu við vinnu sína, heyrðu þeir börnin hrópa:
„Það kemr vagn'! Hvítr maðr! Hvítr maðr!“ Ghulam Rusul og
faðir hans og allir mennirnir á sölutorginu flýttu sér þangað sem
brautin lá inn-í þorpið, og sáu hvítan mann, sem kom akandi í tví-
hjólaðri kerru. Hann fór niðr-úr kerrunni, gekk til þeirra og heils-
aði þeim kurteislega. í>eir tólcu kveðju hans fremr þurrlega. En
hann virtist ekki vei'ta því neina eftirtekt, heldr gekk rakleiðis að
sölutorginu, og hinir á eftir honum. Einn maðr hljóp á undan; og er
livíti maðrinn kom á torgið, hafði þangað verið flutt rúmstœði, sem
ábreiöa var breidd yfir, og var honum boðið að setjast á það undir
stóra trénu.
Komumaör settist niðr og fór að skrafa við þorpsbúa um málefni
þeirra, þartil féimmn fór af þeim og þeir tóku að leggja fyrir hann
spurningar, t. d. um fötin hans, til hvers hattrinn væri, sem hann
hafði á höfSi, hvernig á því stœöi, að hann væri í buxum, o. s. frv.
Fregnin um þennan nýstárlega gest var ekki lengi að berast, og að
vörmu spori var állt fólkið komiS þangað til þess að sjá og heyra.
Brátt för þeim að þykja vænt um hvíta manninn fyrir einlægni
hans og prúðmannlega framkomu, og talið snerist þá að því efni, sem
Austrlandabúum er svo tamt að rœða um,—trúmálum. Gestrinn sagði
þeim, að hann væri Tcristinn maðr, og fór aS tala við þá um frelsar-
ann. Sumir áköfustu trúmennirnir hræktu í hvert sinn, sem nafn
Krists var nefnt, í fyrirlitningar skyni. Gestrinn tók eftir því, og
spurðj þá, hvort þeim fyndist rétt að gjöra það, þarsem þaS væri þó
TÍtaS í kóraninum þeirra, að Kristr væri ekki aðeins spámaðr. heldr
fíka eini syndlausi spámaðrinn. Því gátu þeir ekki svarað, og tóku
þá það ráS, að senda eftir presti.
Þegar hann frétti, að kristinn maðr væri kominn einsog vargr
ínn-í hjörðna, flýtti hann sér þangað sem mest hann mátti, afar reiðr.
Hann hafði hin verstu orð um þessa nýju trú, og skipaði öllum að
fara burtu frá gestinum og hótaði þeim öllu illu, ef þeir hlustuðu
lengr á hann. En honum sagði hann að hafa sig á burtu og sagði, að
það skyldi verða hans bani, ef hann dirfðist nokkurn tíma aS koma í
þorpið aftr. KristniboSinn reyndi árangrslaust að sefa reiði gamla
mannsins, og hélt svo á stað þangað, sem hann hafði skiliö eftir kerru
sína. Prestr elti hann út-úr þorpinu, utan-við sig af reiði, og fólkiö
Tíom á eftir. Þegar trúboöinn var kominn upp-í kerru sína, sneri
bann sér við til þess aS kveðja prestinn, en hann tók upp stein og
fleygði í hann. FóIkiS var nú líka orSiS œst; það fór aS henda grjóti