Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1915, Page 1

Sameiningin - 01.06.1915, Page 1
amcinmgin. Mánaðarrit til stwðnings kirkjw og kristindómi faUndinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON. XXX. árg. WINNIPEG, JÚNÍ 1915. Nr. 4. Sameining. Kristnum mönnum er að verða með hverjum degi Ijósara, hvílíkt böl stafi af sundrung þeirri, sem ávalt er í kirkjunni. Þótt það hafi verið búið að vekja eftirtekt áður og tilraunir byrjaðar í þá átt að sameina, þá virð- ist nú að stríðið muni verða til þess, að koma því máli alvarlega á dagskrá. Menn sjá, að það er skömm að því, að vera að bítast og hatast út af fræðakerfum og skóla- speki, nú þegar alt ætlar um koll að keyra og neyðaróp- in heyrast úr öllurn áttum. Á þessum erviðu tímum þarf lieldur ekki meir en meðal búvit til að skilja það, hvílík fásinna það er, að rembast við að halda uppi starfsemi margra smá-safnaða í hverju bæjar-kríli eða bygðar- lagi, eyða stórfé í þann óþarfa, að byggja margar kirkj- ur, ýmist bláar eða gráar, gular eða grænar, eftir því sem fræðakerfi mannanna eru á litinn, í staðinn fyrir ]>að, að búa saman í einu félagi og hafast við í sömu virkjum, sem þá fyrst geta orðið dálítið traust, og haft svo eitthvað afgangs til að miðla þeim, sem ógæfusam- ari eru. Mótlætið er í hendi Uuðs strangur en heilbrigður kennari. Þetta liafa séð þær deildir reformeruðu kirkjunnar hér í landi, sem skvldastar eru, og er nú kappsamlega unnið að því á kirkjuþingum þeirra, að koma því til leið-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.