Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 4
100 lífið á hjálp. Jafnvel hinar óguðlegu haturshænir eru viðurkenning á því, að Guð sé til og liann einn hafi vald og mátt. Og óbeinlínis er hin ákafa tilbeiðsla játning uin veikleika sjálfs sín og þörf á aðstoð Guðs. Nú vill enginn vera guðlaus. Mennirnir hafa jafnvel í blindni sinni orðið til þess, að lýsa yfir trú, trú sem verður að sönnu einatt óviðráðanleg, en er eigi að síður það aflið, sem menn mest treysta. Jafnvel liinn syndsamlegi á- kafi blóðvarganna, sem hrópa til Guðs í himninum, slær guðsafneitendurna á munninn, enda eru þeir nú stein- þagnaðir. Og afskræmd guðshugmynd vegendanna gerir skömm til guðleysi lyddanna, sem engu áræða að trúa. Þjóðirnar eru tryltar. Og þegar svo er komið, þá vekur það mesta eftirtekt og mestan viðbjóð, þegar æðið grípur það, sem helgast er og lireinast. Það er í sjálfu sér viðurkenning á því, liverja lotningu menn ó- sjálfrátt bera fyrir trúarbrögðunum, þegar það veldur meira hneyksli en alt annað, þá illa er með þau farið. Og fávizka væri það, að fyrirlíta kristindóminn, þótt margir í brjálæði þessu fari illa með hann. Hvernig færi þá og með ættjarðarástina! Er þó enginn hlutur jafnt alment lofaður eins og ættjarðarástin. Og í sjálfri sér er liún einhver allra göfugasta tilfinningin í lijört- um mannanna. En er jafn-illa farið með nokkurn skap- aðan hlut ? Hefir nokkur hlutur verið jafn-afskræmd- ur, eins og ættjarðarástin? Hafa ekki í hennar nafni verið framin hin örgustu níðingsverk? Og hvað er það, sem nú gengur á í heiminum, annað en það, að ættjarð- arástin er orðin brjáluð, óð og vitlaus? Þjóðernis- dramb, þjóða-metnaður, ættjarðar-hroki, það eru öflin, sem valdið hafa þessu djöfulæði. Og þessi djöfulóða ættjarðarást tekur guðshugmyndina höndum og ætlar að neyða almáttugan Guð til að þjóna sér. Það er hún, sem hefir afskræmt guðshugmyndina nær og fjær og gert alföður allra þjóða að þjóðar-guði, það er liún, sem segir Icli und Gott—e g og Guð. Svo illa má rrieð alla hluti fara, jafnvel ættjarðar- ást og- guðstrú manna.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.