Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1915, Side 6

Sameiningin - 01.06.1915, Side 6
102 hefir lionum verið það fyrirgefið vegna trúarljóðanna hans. Allir hafa vitað, að í ljóðunum talaði hjartað—og hjartað, það var gott. Þar var hann með sjálfum sér, þar var hann sjálfur. Um liann hefir gamall skólabróð- ir hans og vinur sagt: “Hann er aldrei í sínu elementi, nema ]>egar hann yrkir. ” Og nú kemur frá honum, og það í óbundnu máli, staðfesting á því, sem um hann hefir svo oft verið sagt, að barnatrúna geymi hann í hjarta, þótt oft hafi hún ruglast í höfði hans. Hann kannast hér við það, að alt hafi verið á ringl reit lijá sér, hann hafi verið kaþólsk- ur og lúterskur, únítar og nýguðfræÖingur, og orðið alls- konar isnvam að bráð. En í hjartanu segist liann ávalt hafa geymt trúna gömlu, fórnartrúna, enda muni mann- kynið seint frá henni eldast. Passíusálma-trúin hefir honum reynst bezta vopnið í stríðinu við sorg og dauða, frá því hann fyrsta sinni þjónustaði deyjandi mann og huggaði hina óróu sál með Passíusálma-söng. — “Án æðri hjálpar og friðþcegingar verður lífsgátan ekki levst eða ráðin.” — Það er lykillinn að hinum himneska söng, sem aldrei má fyrnast. Ef til vill hefði hér ekki verið minst á þennan vitn- isburð frá hjarta liins gamla þjóðskálds, ef vér ekki hefðum það fyrir satt, að svipað er ástand fjölda manna með vorri þjóð. Straumarnir (ismarnir) hafa borið höfuð þeirra langt burt frá kristinni trú, en hjartaÖ held- ur sér dauÖalialdi um klett friðþægingarinnar. Og þar sem hjartað er, þar er maður sjálfur. Þetta höfum vér margoft haft fyrir augunum. Þetta höfum vér séð og heyrt, þegar mennirnir liafa komið út í stríðið við sorg og dauða. Þegar sorgin og dauðinn sækja á mann, þá leita menn ósjáifrátt í vígi trúarinnar gömlu á Jesúm Krist og hann krossfestan. Þegar vér, sem segjumst trúa sínu hver, stöndum hver hjá öðrum við líkbörur vina vorra, og alvaran verður svo mikil, að einlægnin fær að ráÖa hjá oss, þá er sáralítill munur á andvörpun- um, sem stíga upp úr djúpi grátandi sálna vorra, og eðlilegt verður þá öllum jafnt að syngja: “Af því að út var leiddur alsærður lausnarinn.” Yér kunnum þá ekkert

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.