Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 8
104 mikið riðinn við páfa-deilu þá, er unr það leyti liafði komið á stað æsingum miklum í kirkjunni. Sérstaklega var það þó liinn há-evangeliski boðskapur, er hann flutti í prédikunum sínum með brennandi áliuga, sem bakaði honum óvild Sigismundar keisara og haturs páfaflokks- ins. Tvívegis var hann bannfærður af páfa og árið 1414 var honum stefnt fvrir kirkjuþingið í Konstanz og þar kærður um villukenningar. Honunr voru gerðir tveir kostir: að afneita kenningu sinni, eða þola líflát. Hann kaus hinn síðara kost. 6. Júlí 1415 var hann leiddur út úr fangaklefa þeinr, er liann liafði verið geymdur í. Dómur var kveðinn upp yfir honum og hann sakaður um að vera sporgöngumaður Wycliffe’s, liins enska sið- bótamanns, og að lrafa útbreitt villutrú í landinu. Þegar er dómurinn lrafði verið birtur, var hann sviftur em- bætti á þann hátt, að hann var færður í prestaskrúða og jafnskjótt afklæddur honum með þeim formála, sem þar til heyrir. Kvöldmáltíðar-kaleikur var honum réttur, en aftur þrifinn úr höndum hans með þessum orðum: “Vér tökum frá þér, fvrirdæmdi Júdas, bykar sáluhjálparinn- ar.” Húfa, máluð djöflamyndum, var sett á höfuð hon- um með þeim ummælum biskups þess, er framkvæmdi athöfnina: “Nú afhendum vér þig djöflinum í kvala- staðnum.” Þar næst var farið með liann til borgaralegra yfir- valda, er staðfestu þegar dóm kirkjuréttarins, og þar næst var hann leiddur á aftökustaðinn. Band var bund- ið um háls lionum og liann tjóðraður við stjaka. Var þá bálköstur hlaðinn utan um hann og kvevkt í. Þegar eld- urinn tók að læsa sig um líkama hans, þá hevrðist það til hans, að liann söng með hárri rödd: “Jesús, sonur lif- anda Guðs, miskunna þú mér!” Þegar liann var að liafa yfir orð þessi í þriðja sinn, blés vindur eldinum í munn hans, svo liann fékk ekki komið upp orði. Samt mátti sjá, að varir hans bærðust og hann hélt bæn sinni áfram. Hann lét ekki bugast og beið dauðans rólegur og lof- aði frelsara sinn að dæmi hinna fyrstu píslarvotta.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.