Sameiningin - 01.06.1915, Síða 14
110
sem maður skoðar. Frelsarinn segir: “skoðið akurs-
ins liljugrös” og “lítið til fuglanna í loftinu.” Undan
athugunarleysi Israelsþjóðar kvartar liöfundur texta
vors sárt, er hann segir: “Uxinn þekkir eiganda sinn,
og asninn jötu húshónda síns, en Israel þekkir ekki,
mitt fólk skilur ekki’ (Es. 1, 3). Og einmitt vegna þess
athugunarelysis leiðir Ouð yfir þá liina hræðilegu, en þó
mjög eðlilegu, hegningu skilningsleysisins, eins og Drott-
inn lætur spámanninn segja: “Far og seg þessu fólki:
Hlýðið grandgæfilega til, þér skuluð þó ekkert skilja;
horfið á, vandlega, þér skuluð þó einskis vísir verða.
Gjör þú hjarta þessa fólks tilfinningarlaust og eyru þess
daufheyrð og afturloka augum þess, svo að þeir sjái
ekki með augum sínum og heyri ekki með eyrum sínum
og skilji ekki með hjarta sínu, að þeir mættu snúa sér og
læknast” (Es. 6, 9. 10). Átakanlega eftirtektarvert er
það, að frelsarinn vitnar í þennan spádóm og segir, að
hann hafi ræzt á Israelsþjóð á hérvistardögum hans.
Og ekki er frítt um, að þessi spádómur rætist á
sumu skólafólki, bæði voru og annara. Nú eru skólar til
þess stofnaðir, ef til vill aðallega, að kenna fólkinu að
hugsa og skilja; en sumir nemendur koma kenurunum
fyrir sjónir eins og þeir, sem með látbragði sínu segja:
“Kendu mér, ef þú getur, eg mana þig.” Afleiðing
þessháttar stefnu hjá námsmanninum verður ætíð sú, að
því meira sem reynt er að troða í liann, því lieimskari
verður hann. Þetta er ekkert annað en náttúrulögmál.
Hver sá einstaklingur, sem ekki vill skilja og leitast við
að skilja ekki, uppsker nákvæmlega það, sem hann sáir:
skilningsleysi. Vér stvrkjumst í því, sem vér æfum, af
alveg eðlilegum og skiljanlegum ástæðum.
Til er einn óvinur, sem skilningsþroskinn á og heit-
ir tryllingur. Verður hans sérstaklega vart í bæjunum.
en er þó alls ekki fjarri félagslífi fólks úti á landsbygð-
inni. Trylling-ur sá, sem eg á við, er þessi hringiða létt-
úðarfullrar skemtanafýsnar, sem deyfir alla tilfinningu
fyrir skyldu, gagntekur fólkið með nokkurskonar ölæði,
svæfir það með einskonar óminnis-hegra, svo það gleym-
ir öllu öðiu en hinni tilgangslausu liringiðu, sem það