Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1915, Page 20

Sameiningin - 01.06.1915, Page 20
116 geti ekki átt nema dálítið brot af kenslustundum vorum, getum vér engu síður í öllu skólastarfinu liaft þetta tvent fyrir augum. Ungu vinir, námsfólk við Jóns Bjarnasonar skóla, sumir yðar verða líklegast ekki með oss framvegis, vegna þess vér búumst við að þér standist það próf, sem flytur yður á hærra námsstig; við yður vil eg segja það, sem eg vil segja við allan skólann: ef þér eigið að verða það, sem þér getið orði, lítið þá á liellubjargið, sem þér eruð af höggnir. Lítið á það, til þess að skilja og meta yðar guðlega og þjóðernislega uppruna, svo þér getið ætíð verið sönn Guðs börn og börn þjóðar yðar, sem henni verða ávalt til sóma. A þessarri leið finnið þér erfiðleika, en eg vildi ekki biðja yður að vera þau ómenni, að láta stöðugt berast með straumnum, heldur hvet eg yTður til að vera eins og laxinn, sem “leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa.” Kristindómurinn er eins og klettur, sem sýnist erf- iður upp að sækja fvrir þá, sem fvrir neðan eru. en ó- brigðult vígn þeim, sem uppi á honum standa. Og þó yður, vinir, finnist þetta hlutverk eins erfitt og Wolfe forðum, er hann leit upp klettinn lijá St. Law- rence, þá samt, í Drottins nafni, látið ekki hendur yðar falla! Áfram, vinir, með dáð og hugrekki, til að sigra fyrir sannleikann, með Jesúm Krist í hug og lijarta, með Jesúm Krist fyrir heilaga fyrirmynd! Áfram, upp klettinn, til hins eilífa sigurs! Raddir frá almenningi. Tveir bréfkaflar skulu birtir í þetta skifti, sinn úr hvorri áttinni. Annar þeirra er frá manni, sem sendi mér línu í síöasta bla5. Tæki- færiS stendur enn öllum kristnum Vestur-íslendingum opið, að leggja orð í belg. Gott væri að heyra frá mönnum um áhrif þau, sem mestan þátt hafa átt í því, að beina þeim inn á kristnar brautir. Dálitlar umræður um það efni gæti sjálfsagt orðið uppbyggilegar. Auðvitað þurfa bréfritararnir ekki að rígbinda sig við neitt vist efni fremur en áður.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.