Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1915, Page 29

Sameiningin - 01.06.1915, Page 29
125 ei ginnast burt frá sannindum guðlegrar opinberunar, heldur hverfa sífelt til baka aS þeirri uppsprettulind guSlegs sannleika og guð- legrar náSar. Fjöldi leiðandi manna í Presbýtera-kirkjunni hafa i blaðinu tjáS sig þessu samþykka. FYRIR UNGA FÓLKIÐ. I>eild þessa annast séra Priðrik Hallgrímsson. PYLGSNIÐ. Hann rann upp eins og hver annar dagur, þessi dagur, sem Margrét hugsaði altaf síðan til með einlægum þakklætis-tilfinning- um. Sólin skein eins skært og hún var vön að skína á Frakklandi, landinu sólbjarta, og geislarnir glitruðu i straumöldum Signu, sem rann fram hjá heimili Margrétar. 1 garðinum voru blómhnapparnir að opnast og þaS var rétt eins og þeir v'æru aö kinka kolli hver til annars og hvíslast á. Niðri á ánni sungu fuglarnir, og alt virtist vera fult af fögnuði. En snemma þenna fagra morgun barst móður Margrétar sú fregn, að systir hennar væri mjög veik. “Eg verð að fara til henn- ar tafaraust,” sagði Mrs. St. Claire við mann sinn; “getur þú verið tilbúinn eftir hálfa klukkustund?” “Já, það er hægðarleikur,” svaraði hann; “en hvað eigum við að gera af Margréti ? Mislingarnir ganga í Rouen, og það v'æri ekki varlegt að fara með hana þangað ?” “Eg er ekkert hrædd við mislingana,” sagði Margrét, því hana langaði til að fara með foreldrum sínmn til borgarinnar; en þau voru hrædd við veikina, og það varð úr, að hún var látin vera ein eftir heima. “\Tið skulum reyna að koma heim aftur fyrir sólarlag,” sagði móðir hennar, og svo óku þau af stað. Margrét hafði nóg að gera allan fyrri part dagsins við ýms heimilisverk. Urn hádegisbil bar hún á borð handa sér brauð og mjólk. Sv'o sat hún lengi kyr með köttinn sinn malandi í kjöltunni. Um þær mundir áttu margir bágt á Frakklandi, því konungur- inn var að reyna að útrýma mótmælendatrú úr ríki sínu, og allir þeir, sem ekki játuðu kaþólska trú, voru kallaðir trúvillingar, og ef uppvíst varð um þá, voru þeir annað hvort reknir úr landi eöa drepnir. Foreldrar Margrétar voru kaþólsk, svo að þeim var engin hætta búin úr þeirri átt. En þangað á heimilið bárust við og v'ið sögur um þá hryllilegu glæpi, sem drýgðir voru í nafni trúarinnar. Um þetta var Margrét að hugsa, þegar hún heyrði fótatak fyrir utan húsið. Hún flýtti sér út í dyr, og sá þá að ókunnur maður var

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.