Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 6
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Þú greiðir mán.gj. og aðr a no tku n a f G SM o g In te rn et i s kv . v er ðs kr á á si m in n. is Ef þú ert með GSM eða Internetið hjá Símanum færðu aðgang að milljónum laga á Tónlist.is fyrir 0 kr. í dag. Engin skuldbinding! Tónlist.is fyrir 0 kr. í dag Tónlist.is Skannaðu hérna til að sækja 3 B arcode Scanner fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt EVRÓPUMÁL Ísland er að stórum hluta orðið aðildarríki Evrópu- sambandsins og tekur í gegnum EES og Schengen-samningana meiri þátt í sumu starfi þess en nokkur formleg aðildarríki gera. Svo segir í nýrri skýrslu um Ísland og EES-samstarfið sem dr. Eiríkur Bergmann Einarsson gerði fyrir norska rannsóknar- nefnd um Evrópumál, sem starf- ar í umboði norska þingsins. Þar má lesa að Íslendingar leggi meiri áherslu á að halda í form- legt fullveldi sitt að lögum held- ur en að geta tekið ákvarðanir um eigin mál í Evr- ópusamstarf- inu. Skýrslan um Ísland og EES er hluti af væntanlegri Evrópuskýrslu nefndarinnar, sem á að vera leiða rljós í ákvarðanatöku norska ríkisins um samskipti Noregs og ESB. Eiríkur rekur þar hvernig þjóðernishyggja og sérstök sögu- skoðun landsmanna hafi gert full- veldisumræðuna og tilfinningar henni tengdar fyrirferðarmiklar á Íslandi. Hann bendir á að síðan 1994 hafi EES-samningurinn nær ekkert verið endurskoðaður. Áhrif Íslands á samstarfið séu sama sem engin núorðið. Meiri- hluti íslenskrar lagasetningar í sumum málaflokkum komi beint frá Brussel. Eiríkur telur EES- samninginn hafa virkað vel og þjónað sínum tilgangi, en hljóti að vera í stöðugri endurskoðun. - kóþ EES hefur virkað vel, segir í nýrri skýrslu um Ísland og EES-samninginn: Ísland er á bólakafi í Evrópusambandinu EIRÍKUR BERG- MANN EINARSSON Ert þú ennþá á negldum dekkjum? Já 37,9% Nei 62,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hafa fréttir af brotum fyrir- tækja á samkeppnislögum áhrif á neytendahegðun þína? Segðu skoðun þína á vísir.is MENNTUN 554 stunda nú doktors- nám við Háskóla Íslands, þar af 307 konur. Aldrei hafa fleiri stundað doktorsnám við skólann. Af þessum hópi eru 123 erlendir doktorsnemar frá 37 þjóðlöndum, en erlendum nemum hefur fjölgað stöðugt síðustu ár. Á síðastliðnu ári brautskráðust 36 doktorar frá Háskóla Íslands, flestir frá raunvísindadeild og læknadeild, en stefnt er að því að brautskráningar á þessu ári verði 65 talsins. - þj Doktorsnemum fjölgar mikið: Metfjöldi við doktorsnám í HÍ KJARAMÁL Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnu- lífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára. Laun starfsmanna félaganna geta samtals hækk- að um tæp 8 prósent á þessu ári, að teknu tilliti til desember- og orlofsuppbóta, og um 14,7 prósent á samningstímanum, ef sami árangur næst í bónus- málum og síðustu ár. Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) lagði til á mánu- dag að gerður yrði kjarasamningur til þriggja ára. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að samn- ingurinn sé afturvirkur og því munu starfsmenn fá greitt frá 1. janúar 2011. Einnig hafi verið ákveð- ið að greiða starfsmönnum ein föst mánaðarlaun aukalega, vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Kjarasamningurinn gildir um störf félagsbund- inna starfsmanna hjá Elkem Ísland ehf. og er svo- nefndur vinnustaðarsamningur milli SA, fyrir hönd fyrirtækisins, og fimm verkalýðsfélaga. Samkvæmt vinnulöggjöfinni ber öllum félagsmönnum að greiða atkvæði um breytingar á kjarasamningnum. Í samningnum, sem gildir til 31. janúar 2014, felast almennar launahækkanir upp á 4 prósent á þessu ári, 3,3 prósent árið 2012 og 3 prósent árið 2013. Auk þess eru gerðar þrjár breytingar á bónuskerf- inu. Bónushámarkið var áður samtals 10 prósent, en samið var um hámark samtals 13,5 prósent. - sv Nýr kjarasamningur SA og verkalýðsfélaganna vegna Elkem undirritaður: Laun hækka um átta prósent SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Samið var um þriggja ára kjara- samning SA og fimm verkalýðsfélaga vegna Elkem í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÓLAMÁL „Ég skil áhyggjur for- eldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leik- skólanna. Við verðum að forgangs- raða í þágu allra nýju leikskóla- plássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verð- ur að fara í nauðsynlegar og skyn- samlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavík- urborgar, í samtali við Fréttablað- ið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskóla- kerfi borgarinnar voru til lokaum- ræðu. Fundi var enn ólokið þegar blað- ið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfs- hópur um samrekstur og samein- ingar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarna- borg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korp- uskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýr- arskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verð- ur Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinað- ir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frí- stundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tóm- stundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hags- munum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynn- ingu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgar- innar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgar- búa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Frétta- blaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeild- ar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is Átök á lokafundinum um skólasameiningar Lokaumræðan um sameiningar í skólakerfi Reykjavíkur teygðist fram á nótt. Oddný Sturludóttir segir umdeildar breytingar oft hafa sannað sig. Oddviti sjálfstæðismanna segir meirihlutann vinna gegn hagsmunum almennings. UMDEILDAR SAMEININGAR Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.