Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 26
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Björt Ólafsdóttir, stjórnunarráðgjafi
hjá Capacent, hefur verið kjörin for-
maður Geðhjálpar. Hún tekur við af
Sigursteini Mássyni, sem gengur úr
stjórn eftir tólf ára aðkomu að starf-
semi félagsins. Krefjandi og skemmti-
legt; þannig sér hinn nýi formaður
starfið fyrir sér og kveðst tilbúin að
taka til hendinni í geðheilbrigðismálum
á Íslandi.
„Því miður eru enn fyrir hendi for-
dómar hérlendis gagnvart fólki með
geðræn vandamál þótt þeir séu á
undanhaldi. Þetta er ákveðið feimnis-
mál og stundum veit fólk ekki alveg
hvernig það á að haga sér þegar það
ber á góma,“ segir Björt, sem telur að
með fræðslu og opinni umræðu megi
taka á þessum vandamálum og draga
úr hleypidómum í garð geðsjúkra í
samfélaginu.
En af hverju bauð hún sig fram? „Ég
starfaði um tíma á geðdeild Landspítal-
ans og í gegnum skjólstæðinga mína þar
kynntist ég þeirri vinnu sem Geðhjálp
hefur innt af hendi. Mér varð strax ljóst
hversu mikilvægu og góðu starfi félagið
sinnir og langaði til að bjóða fram mína
sýn og krafta. Því ákvað ég að grípa
tækifærið þegar það gafst.“
Áhuginn á geðheilbrigðismálum á sér
þó lengri sögu, upplýsir Björt. „Ég ólst
upp á meðferðarheimili fyrir unglinga
sem foreldrar mínir ráku á Torfastöðum
í Biskupstungum. Þar átti ég fjölda fóst-
ursystkina sem glímdu sum við vanda-
mál, misalvarleg, og sá hvernig greiða
mátti úr mörgum með markvissri með-
ferðarvinnu. Þarna öðlaðist ég þá trú
að allir geti átt mannsæmandi líf þótt
vissulega geti skipst á skin og skúrir.
Það var mjög þroskandi fyrir barn og
seinna ungmenni að alast upp við þessar
aðstæður. Þetta starf stendur mér því
vissulega nærri,“ segir hún og brosir.
Geðhjálp segir hún hafa sams konar
markmið að leiðarljósi; að vera hags-
munasamtök fyrir fólk með geðræn
vandamál, aðstandendur þeirra og
annarra sem láta sig málið varða. „Sýn
félagsins er réttlát og sterk og mitt
starf verður að skerpa betur á henni
og vekja athygli á þessum málaflokki.
Enda eru það mannréttindi fólks með
geðræn vandamál að eiga gott líf og á
ábyrgð alls samfélagsins að svo sé. Það
er líka samfélagslega hagkvæmt að ein-
staklingar innan þess séu heilir heilsu.
Sjálf vil ég koma heilmiklu í verk en
ekki er tímabært að ræða það að sinni;
fyrst þarf ég að hitta stjórnina með
formlegum hætti og móta með henni
stefnu og starf félagsins á næstunni.“
roald@frettabladid.is
BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR: NÝKJÖRINN FORMAÐUR GEÐHJÁLPAR
Mannsæmandi líf fyrir alla
ELDHUGI Björt Ólafsdóttir hlakkar til að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ástkær faðir okkar og afi
Richard Sigurbaldursson
Hann kom hingað þann 17.12.1934.
Hann var hérna, en nú er hann farinn.
Hann fór þann 30.03.2011.
Við þökkum þér alla örvun og innblástur í lífinu.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki lungnadeildar
Landspítalans.
Sigríður Hulda Richardsdóttir
Guðný Björk Richardsdóttir
Jóhann Davíð Richardsson
Richard Oddur Hauksson
Jóhann Þór Stefánsson
Kristín Margrét Guðmundsdóttir
Bragi Haukur Jóhannsson
Andrea Rán Jóhannsdóttir
Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Freysteinsson
áður til heimilis á Aflagranda 40,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 17. apríl
sl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
28. apríl kl. 13. Starfsfólki í Sóltúni eru færðar alúðar
þakkir fyrir góða umönnun.
Sigrún Lovísa Grímsdóttir
Grímur Sigurðsson Sigríður Finnsdóttir
Freysteinn Sigurðsson Kolbrún Sigurpálsdóttir
Hulda Guðlaug Sigurðardóttir Brynjar Þórarinsson
Guðbjörg Sigurðardóttir Skúli Kristjánsson
Sigurður Sigurðsson Liv Marit Solheim
Sigurðsson
Sigrún Lovísa Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ívar Pétur Hannesson
fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn,
lést mánudaginn 11. apríl. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag miðvikudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Jóna Guðbjörg Gísladóttir
Árdís Ívarsdóttir Guðmundur Ingi
Kristjánsson
Hannes Eðvarð Ívarsson Íris Kolbrún Bragadóttir
Gísli Bergsveinn Ívarson Klara Lísa Hervaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs bróður
okkar og mágs
Guðbjarts Kjartanssonar
Furugrund 40, Kópavogi.
Bryndís Kjartansdóttir Karl Arason
Ágústa Kjartansdóttir Ólafur F. Ólafsson
Halldór V. Kjartansson
Svanhvít Kjartansdóttir Einar S. Sigurðsson
Bára Kjartansdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður, tengdamóður og
ömmu okkar,
Kristínar Bárðardóttur
frá Ísafirði,
síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar fyrir góða
umönnun.
Bárður Hafsteinsson Edda Gunnarsdóttir
Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir Einar H. Pétursson
Ólafía Soffía
Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku pabbi okkar, tengdapbbi,
afi og langafi,
Guðni Friðriksson
harmonikkuleikari
frá Sveinungsvík í Þistilfirði,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 13. apríl síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30.
Olga Guðnadóttir Kristján Halldórsson
Agnes Guðnadóttir Konráð Alfreðsson
Þorbjörg Guðnadóttir Hörður Stefánsson
Steinunn Guðnadóttir
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
hlýhug og samúð við andlát og útför
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa okkar,
Kristófers S.
Jóhannessonar
sem lést 7. apríl sl.
Guð blessi ykkur.
Þorbjörg Sveinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Merkisatburðir
1593 Ari Magnússon fær sýsluvöld í Barðastrandarsýslu og
umboð konungsjarða.
1602 Einokunarverslun Dana hefst á Íslandi með því að konungur
veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri
einkaleyfi til verslunar á Íslandi. Einokunin stendur til árs-
loka 1787.
1653 Oliver Cromwell leysir Langa þingið upp.
1821 Mönguvetur dró nafnið af því að þennan dag komu skip-
brotsmenn af hvalveiðiskipinu Margréti að landi á Þang-
skála á Skaga eftir mikla hrakninga í ís norðan við land.
1920 Sumarólympíuleikarnir settir í Antwerpen í Belgíu.
1928 Mæðrastyrksnefnd stofnuð í Reykjavík.
1950 Þjóðleikhúsið vígt. Framkvæmdir við það hófust 1928, en
stöðvuðust vegna fjárskorts og síðar vegna hernámsins.
1977 Boris Spasskí vinnur Vlastimil Hort í skákeinvígi þeirra, sem
haldið er í Reykjavík.
2006 RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science)
tekur formlega til starfa á Akureyri.
62 JESSICA LANGE leikkona er 62 ára.„Þegar ég horfi yfir farinn veg hefur ekkert skipt eins miklu
máli og að eignast börn, fjölskyldu og heimili.“