Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 27
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
62 4-5
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 20. apríl 2011 – 7. tölublað – 7. árgangur
Marel greiðir tíu milljónir evra,
jafnvirði rúmra 1,6 milljarða
króna, í tengslum við samkomulag
sem náðst hefur um lífeyrissjóð
starfsmanna sem áður heyrðu
undir hollensku iðnsamsteypuna
Stork. Sjóðurinn, sem áður var
sjálfstæður, verður nú hluti af
Mel-Electro, hollenskum sjóði.
Marel keypti iðnsamsteypuna
ásamt fleirum árið 2007 og tók
úr henni matvælavinnsluvéla-
hlutann. Hjá Marel vinna nú 960
starfsmenn sem áður voru hjá
Stork.
Marel greiðir lífeyrissjóðnum
í samræmi við hlutfall starfs-
manna sem áttu hlutdeild í honum
og losnar þar með við framtíðar-
skuldbindingar. Greiðslan dreif-
ist yfir fjögur ár en fellur til sem
einskiptiskostnaður á öðrum
ársfjórðungi. - jab
Marel greiðir
1,6 milljarða
TÆKJABÚNAÐUR MARELS Samkomulag
hefur náðst um lífeyrissjóð fyrrverandi
starfsmanna Stork í Hollandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þjónusta Veitingahús HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Stjórnendur VBS fjárfestingarbanka vissu af þeirri
áhættu sem bankinn lagði á herðar viðskiptavina
sinna sem voru með fjármagn í eignastýringu hjá
bankanum með kaupum á veðskuldabréfum tengd-
um fasteignaverkefnum. Kaupin voru gerð án
samráðs við viðskiptavini og ekki í samræmi við
samning bankans við þá. Viðskiptavinir bankans
voru ekki upplýstir um verkefnin fyrr en eftir að
viðskiptin gengu í gegn.
Veðskuldabréfin voru gefin út af byggingaverk-
tökum sem jafnframt voru viðskiptavinir Fram-
kvæmdafjármögnunar VBS. Bankinn átti sjálf-
ur hlut í nokkrum verkefnanna ýmist beint eða í
gegnum dótturfélög.
„Það er verið að vinna í ýmsum málum og margar
ásakanir í gangi sem þarf að rannsaka. Ákveðin mál
eru í skoðun,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, sem sæti á
í slitastjórn VBS fjárfestingarbanka sem hefur verið
með málin til skoðunar frá falli bankans í fyrravor.
Ekki er útilokað að einhver málanna varði við lög um
verðbréfaviðskipti og að þau verði send til frekari
rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu. Engin mál hafa
verið send áfram enn sem komið er.
Í kröfulýsingu eins af kröfuhöfum VBS sem Frétta-
blaðið hefur undir höndum kemur fram að Fram-
kvæmdafjármögnun VBS hafi leitað með beinum hætti
til eignastýringasviðs bankans og óskað eftir því að
það útvegaði fjármagn í þau fasteignaverkefni sem
bankinn hefði skipulagt og samþykkt að fjármagna.
Þá segir í kröfulýsingunni að veðskuldabréfin séu mun
áhættusamari og ótryggari en hefðbundin skuldabréf.
Þegar halla hafi tekið undan fæti á fasteignamarkaði
síðla árs 2007 hafi verið ljóst að útgefendur skulda-
bréfanna gátu ekki greitt þau á gjalddaga. Stjórnend-
ur bankans hafi brugðist við með því að breyta skil-
málum skuldabréfa sem eignastýringarsviðið hafði
þegar keypt eða var að kaupa og samið um nýja gjald-
daga. Viðskiptavinir VBS eiga í dag ýmist erfitt með
að greiða skuldir sínar eða eru orðnir gjaldþrota. Óvíst
er hvort lítið ef nokkuð fæst upp í kröfur.
„Við munum væntanlega senda svona mál áfram,“
segir Þórey.
Stjórnendur VBS
sakaðir um lögbrot
Eignastýringarsvið VBS fjárfestingarbanka keypti veðskuldabréf í
heimildarleysi. Áhætta bankans var lögð á herðar viðskiptavina.
„Eignastýring hefur þurft að leggja sig í líma við að verja
fjárfestingar sínar í veðskuldabréfum, hvorutveggja gagnvart
eftirlitsaðilum á markaði sem og einstaka viðskiptavinum [...]
Sem betur fer hefur vel verið að málum staðið í langflestum
tilvikum og eignastýringin gerir að sjálfsögðu engar kröfur
vegna tjóns sem viðskiptavinir hafa orðið fyrir eða kunna að
verða fyrir sem afleiðingu þeirra áhættu sem gera hefði mátt
ráð fyrir að þessi skuldabréf bæru. Þar má telja til áhættu
er lýtur að verðhruni á fasteignamarkaði, mótaðilaáhættu
vegna aðstæðna hjá verktökum, stöðvun framkvæmda og
fleira í þeim dúr sem þegar hefur verulega þrengt að öllum
þeim verkefnum sem viðskiptavinir eignastýringar eiga
fjármagn bundið í og ekki hafa verið leidd til lykta.“
Brot úr tölvupósti Péturs Aðalsteinssonar, forstöðumanns
eignastýringar VBS, til Jóns Þórissonar, forstjóra bankans,
og fleiri starfsmanna.
BROWN EKKI Í AGS
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, finnst ekki við hæfi að
Gordon Brown, forveri hans í emb-
ætti og pólitískur andstæðingur,
gefi kost á sér sem arftaki Dom-
inique Strauss-Khan hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Cameron segir
að tregða Browns til að fara út í
harðar aðhaldsaðgerðir til bjarg-
ar bresku efnahagslífi geri hann
óheppilegan í embættið.
MOODY‘S LÆKKAR FÆREYJAR
Matsfyrirtækið Moody‘s hefur
lækkað lánshæfismat Færeyja
úr Aa2 í Aa3. Fyrirtækið segir
horfurnar nú neikvæðar, en þær
voru stöðugar. Í tilkynningu frá
Moody‘s segir að matið sé lækk-
að vegna erfiðleika Færeyja við að
koma nýju jafnvægi á langtíma-
fjármögnun í erfiðu efnahagsum-
hverfi. Stefna stjórnvalda sé ekki
nægilega skýr um það til hvaða
ráða eigi að grípa.
APPLE KÆRIR SAMSUNG
Bandaríski tölvu- og símafram-
leiðandinn Apple hefur lagt fram
ákæru á hendur suður-kóreska fyr-
irtækinu Samsung fyrir Galaxy-
snjallsímana, sem Apple segir illa
gerða eftirlíkingu af iPhone-sím-
um og iPad-spjaldtölvum sínum.
Íslenska auglýsingastofan
Viðurkenningar
hrannast upp
Vorfundur AGS
Ísland er
skrautfjöður
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Skrifaði bók um
réttu hilluna í lífinu