Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 38
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Skúli Mogensen keypti stóran hlut í MP Banka í síðustu viku í nafni fjárfestingarfélagsins Títan. Skúli hefur um árabil verið með mörg járn í eldinum og látið framkvæmdastjóra um daglegan rekstur Títans. Framkvæmdastjóri félagsins var um skeið Styrmir Þór Bragason, sem hætti hjá MP Banka í lok maí 2009. Styrmir hefur verið ákærður vegna þáttar síns í svokölluðu Exeter- máli auk þess sem sérstakur saksóknari yfirheyrði hann vegna milljarðafærslu úr Landsbanka til MP Banka sama dag og neyðarlög voru sett í október 2008. Baldur Oddur B a l d u r s s o n tók við stjórn félagsins af Styrmi skömmu áður en hann var ákærður í fyrra. Styrmir farinn Yfirbragð Landsvirkjunar þykir hafa tekið stakkaskiptum eftir að Hörður Arnarson settist í forstjórastólinn undir árslok 2009. Fyrirtækið kynnti á föstudag metnaðarfulla áætlun til ársloka 2025 sem á að skila ríkissjóði miklum arði. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem ráðin var skrifstofustjóri fyrirtækisins í nóvember í fyrra, stýrði fundinum af röggsemi. Hún sagðist við upphaf fundar vilja fara yfir öryggismál og benti gestum á n e y ð a r ú t g a n g a að flugfreyjusið áður en hún kynnti ræðumenn. Hressi skrifstofustjórinn Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála innan Evrópusambandsins, vísaði því á bug í síðustu viku að fjárhagsvandræði nokkurra evruríkja myndu leiða til þess að myntbandalagið liðaðist í sundur. Þvert á móti væri stutt í að evran kæmist í var. Hann vildi þó ekki segja málið alveg í höfn enda mætti ekki útiloka að stjórnvöld á Spáni kölluðu eftir fjárhagslegum björgunarhring. Fólk með fílsminni segir erindi framkvæmdastjórans minna um margt á orð George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem lýsti því yfir 1. maí árið 2003 að öllum meiriháttar átökum í Írak væri lokið. Nú átta árum síðar hefur friður ekki enn komist þar á. - jab Þetta er alveg að verða búið, en … 2,4 milljarða hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Skagfi rðinga í fyrra. 11 terawattstundir hyggst Landsvirkjun virkja á næstu fi mmtán árum. 40 prósenta hækkun hefur orðið á matvælaverði á Íslandi á þremur árum. Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtækið á sviði útleigu atvinnu- húsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfir að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 halldor@reitir.is Glæsilegir skrifstofugarðar Skrifstofugarðarnir á Höfðabakka bjóða uppá einn hagkvæmasta kostinn í skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í boði er allt frá 150 m² til 5000 m² rými og möguleiki á margskonar útfærslum og staðsetningu innan skrifstofugarðanna. Í dag eru 25 fyrirtæki með starfsemi á svæðinu. Stækkunarmöguleikar eru miklir og getur húsnæðið því vaxið með fyrirtækinu. Reitir fjármagna breytingar sem henta hverjum og einum og skapa þannig vandað atvinnuhúsnæði sem tekur mið af hagkvæmni í rekstri og mismunandi þörfum. Skrifstofugarðarnir eru með vistvæna vottun samkvæmt alþjóðlega staðlinum BREEAM. Svæðið er vel tengt helstu umferðaræðum borgarinnar. TIL LEIGU Höfðabakki 9 110 Reykjavík www.reitir.is Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.