Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 62
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR50
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Ég sé sérlega eftir stillimynd-
inni á RÚV sem hefur nú verið
dömpað eftir áratuga stabíla
þjónustu við landsmenn. Maður
varð aldrei fyrir vonbrigðum
með hana. Fín íslensk dag-
skrárgerð.“
Einar Tönsberg tónlistarmaður.
„Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra
og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman,“ segir
leikstjórinn Gaukur Úlfarsson.
Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrí-
vegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York
um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn
langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta
flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan
í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðend-
ur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu
þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu.
Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og
á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildar-
mynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina
og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og
félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd
er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem
hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin,“
segir hann.
Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á
laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins
Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og
leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru
Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes.
Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd
á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Amer-
íku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heim-
ildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um
fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og
á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti veru-
lega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að
njóta sömu hylli. - fb
Gnarr sýnd á Tribeca-hátíðinni
Á LEIÐ TIL NEW YORK Gaukur Úlfarsson (til vinstri) og annar
af framleiðendum myndarinnar, Sigvaldi J. Kárason, ætla á
Tribeca-hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Iceland Express getur væntan-
lega státað af fyndnasta flug-
freyjuhópi landsins því á
mánudag útskrifaðist Helga
Braga Jónsdóttir úr flugfreyju-
skóla flugfélagsins. Helga
Braga mun hitta fyrir Eddu
Björgvinsdóttur, sem kláraði
skólann í fyrra. „Eða eins og
einhver sagði við mig: Edda og
Helga Braga? Hvenær byrjar
eiginlega Laddi?“ segir Helga í
samtali við Fréttablaðið.
Liðlega 1.500 umsóknir
bárust um flugfreyjustörfin en
sá hópur var skorinn rækilega
niður og aðeins 33 útskrifuðust á
mánudaginn. Helga segist alltaf
hafa verið tengd ferðaþjónustu-
bransanum, hún hafi unnið á
ferðaskrifstofu sjö sumur og svo
sé hún mikill sígauni í sér. „Ég
sá í fyrra að Iceland Express
var að leita eftir starfskröftum
en svo breyttust plönin hjá mér
og ég benti Eddu á að sækja um.
Og hún fékk,“ segir Helga. Síðan
hafi þær stöllur hist og Edda
talað um hvað þetta væri svo
ógeðslega gaman. „Og þegar ég
sá auglýsingu kom ekkert annað
til greina en að láta slag standa.“
Flugfreyjuskólinn er síður en
svo auðveldur, þetta er fimm
vikna kúrs, kennt alla daga
vikunnar. „Og þar sem Ice-
land Express er með flugvélar
frá Astraeus þurftum að við að
kunna á vélarnar þeirra. Þetta
voru alveg rosalega strembin
próf, mikill utanbókarlærdóm-
ur þar sem sjónminnið kom sér
vel.“ - fgg
Helga Braga útskrifuð flugfreyja
FLÝGUR UM LOFTIN BLÁ Helga Braga
Jónsdóttir flaug í gegnum flugfreyjuskóla
Iceland Express. Hún segir starfið henta
sér vel, sígauninn sem hún sé.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Það eru bara fagmenn sem láta
sjá sig á Dirty Night,“ segir gleði-
pinninn Óli Geir.
Hann stjórnaði sínu fyrsta
Dirty Night kvöldi á 800 Bar á
Selfossi í heilt ár um síðustu helgi
og á meðal gesta var tvöfalda
tvíeykið Simmi og Jói og Auddi
og Sveppi. Heimsókn þeirra á 800
Bar var hluti af steggjun Jóa sem
var haldin á laugardaginn en Jói
ætlar að ganga upp að altarinu í
sumar.
„Þeir voru þarna í góðum gír.
Ég var náttúrlega að spila sjálfur
en á meðan það var verið að loka
og henda öllum út sá ég að það
voru allir utan í þeim og vildu fá
myndir,“ segir Óli Geir. „Staður-
inn var alveg troðfullur og þetta
kvöld heppnaðist ótrúlega vel.“
Dirty Night kvöld Óla Geirs
hafa vakið mikla athygli í gegn-
um tíðina. Meðal annars sýna
þar ungar meyjar undirföt,
auk þess sem gestir geta keypt
af þeim tekílaskot og sleikt
saltið af brjóstunum á þeim.
Á meðan á þessu stendur þeyt-
ir Óli Geir skífum af miklum
þrótti.
Eiður Birgisson, eigandi
800 Bar, tók á móti Jóa og
félögum: „Það var gríð-
arleg stemning í hús-
inu og barinn var löðr-
andi sveittur,“ segir
hann. Steggjahóp-
urinn samanstóð af
átján manns en ekki
mættu þó allir á
Dirty Night, enda
klukkan orðin
ansi margt. „Þeir
allra hörðustu
komu til mín.“
Steggjunin
hófst í miðjum
útvarpsþætti
Simma og Jóa á Bylgj-
unni á laugardagsmorg-
un. Vinir hans rudd-
ust þá inn í stúdíóið
og drógu Jóa í burtu.
Á meðal þess sem tók
við var hin svokallaða
„Stjórnun“ Audda
og Sveppa, þar
sem Jóa var
stjórnað í
Kringlunni.
Samkvæmt
heimild-
um Frétta-
blaðsins
var einnig komið í kring fundi
með Jóa og kraftajötninum Jóni
stóra. Þeir voru látnir klæðast eins
fötum og þóttist Jón síður en svo
vera ánægður með klæðaburð Jóa
og tuskaði hamborgaradrenginn
lítillega til. Eftir að hafa drukkið
sérmerktan Jóa-bjór var steggj-
unum í framhaldinu ekið á rútu
í sumarbústað í Úthlíð þar sem
fjörið hélt áfram. Þaðan var síðan
förinni heitið á 800 Bar, þar sem
þeir hörðustu skemmtu sér fram á
rauða nótt, eins og áður kom fram.
Ekki náðist í Jóa í gær en Simmi
vinur hans vildi lítið tjá sig um
steggjunina. Þó sagði hann að
í stuttu máli að um þrautakóng
hefði verið að ræða þar sem hinar
ýmsu þrautir voru leystar. „Ef
þú hugsar um Hangover [gaman-
myndina] má segja að við höfum
upplifað Hangover 3 nema að eng-
inn missti tönn og það var ekkert
lifandi tígrisdýr.“ freyr@frettabladid.is
ÓLI GEIR: ÞAÐ ERU BARA FAGMENN SEM LÁTA SJÁ SIG Á DIRTY NIGHT
Simmi og Jói löðrandi
sveittir í steggjun á Selfossi
SIMMI OG JÓI Jói var steggjaður um síðustu helgi og gekk ýmislegt á.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GÓÐ
STEMNING
Óli Geir hélt
uppi góðri
stemningu á
Dirty Night á
laugardags-
kvöld.
Stórsöngvarinn Björgvin Hall-
dórsson er að taka upp nýja plötu
með hljómsveit sinni Hjartagos-
unum, eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær, og er gripurinn væntan-
legur í búðir í sumar. Björgvin, sem
fagnaði sextugsafmæli sínu um
helgina, ætlar að fljúga
til Los Angeles að
upptökunum loknum
og heimsækja dóttur
sína Svölu. Þar hefur
hún dvalið undan-
farin misseri við að
koma sér og hljóm-
sveit sinni, Steed
Lord, á framfæri í
hörðum heimi tón-
listarbransans.
Sá skemmtilegi atburður gerist
í kvöld að feðgar spila saman á
Blúshátíð í Reykjavík. Um er að
ræða þá Jóhann Ásmundsson,
bassaleikara Mezzoforte, og 24
ára son hans Ásmund, sem hefur
spilað á trommur með hljóm-
sveitinni Perlu. Tónleikarnir verða á
Hótel Nordica og þessi nýja
hljómsveit þeirra nefnist
Breiðfjörð og Blúströllin.
Forsprakki hennar er
söngvarinn Þór Breið-
fjörð Kristinsson, sem er
nýfluttur til Íslands
eftir fjórtán
ára búsetu
erlendis. - fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Þú greiðir mán.gj. og aðr
a no
tku
n a
f G
SM
o
g
In
te
rn
et
i s
kv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Ef þú ert með GSM eða Internetið
hjá Símanum færðu aðgang að
Bestu lögunum fyrir 0 kr. í dag.
Hlustaðu á 80 tónlistarrásir með
músík fyrir flest tilefni.
Bestu lögin
fyrir 0 kr. í dag
bestulogin.is
Skannaðu hérna
til að sækja
0
B
arcode Scanner