Fréttablaðið - 09.05.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 09.05.2011, Síða 42
9. maí 2011 MÁNUDAGUR26 ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 5 31 35 0 2/ 11 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND HANDBOLTI Aron Pálmarsson var í aðalhlutverki þegar Kiel tryggði sér þýska bikarmeistaratitilinn með 30-24 sigri á Flensburg i úrslitaleiknum í Hamborg í gær. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, setti Aron í byrjunarliðið eftir flotta innkomu Arons í undan- úrslitaleiknum á laugardaginn og Aron brást ekki traustinu. Aron skoraði meðal annars fjögur mörk í röð í fyrri hálfleik þegar Kiel-liðið breytti stöðunni úr 5-4 í 9-6 en eftir það var liðið með ágætt tök á leiknum. Aron var síðan markahæstur í liði Kiel ásamt þeim Christi- an Zeitz og Filip Jicha en þeir skoruðu allir sex mörk. Aron skoraði alls tíu mörk í þessum tveimur leikjum og stóð sig mjög vel að stýra sóknarleik liðsins. Aron hefur nú unnið alla stóru titlana á fyrstu tveimur tíma- bilum sínum með Kiel. Kiel landaði öruggum og sannfærandi sigri í seinni hálf- leiknum og það er í raun ótrúlegt að Flensburg-liðið hafi náð að slá út Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitunum. Alfreð gerði liðið einnig að bikarmeisturum fyrir tveimur árum og hefur nú unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með liðið. - óój Alfreð Gíslason gerði Kiel að bikarmeisturum í gær: Aron í aðalhlutverki ARON OG FÉLAGAR BIKARMEISTARAR Aron Pálmarsson lék mjög vel í úrslitaleiknum og hér fagnar hann titlinum í leikslok. NORDICPHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim í þriðja leiknum í röð og laun- aði þjálfaranum traustið með því að vera maðurinn á bak við bæði mörk liðsins í 2-1 endurkomusigri á Nürn- berg á laugardaginn. Philipp Wollscheid kom Nürnberg í 1-0 á 16. mínútu en Gylfi lagði upp jöfnunar- markið fyrir Roberto Firmino á 40. mínútu. Brasilíu maðurinn skallaði þá inn aukaspyrnu Gylfa frá hægri. Gylfi skoraði síðan sigur- markið sitt á 87. mínútu með laglegu hægri fótar skoti eftir að hafa verið fljótur að átta sig í teignum. Gylfi hefur þar með skorað tíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Gylfi hefur skorað tvö mörk í þremur leikj- um síðan hann vann sér sæti í byrjunar- liðinu á ný. - óój Gylfi Þór Sigurðsson hetja Hoffenheim um helgina: Maðurinn á bak við endurkomu liðsins GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Wigan 1-1 0-1 Charles N‘Zogbia (10.), 1-1 Ashley Young (16.) Bolton - Sunderland 1-1 0-1 Zenden (45.+1), 1-1 Ivan Klasnic (87.) Everton - Manchester City 2-1 0-1 Yaya Touré (28.), 1-1 Sylvain Distin (65.), 2-1 Leon Osman (71.) Newcastle - Birmingham 2-1 1-0 Shola Ameobi, víti (36.), 2-0 Steven Taylor (43.), 2-1 Lee Bowyer (45.) West Ham - Blackburn 1-1 0-1 Jason Roberts (12.), 1-1 Hitzlsperger (78.) Wolves - West Bromwich 3-1 1-0 Steven Fletcher (15.), 2-0 Adlène Guedioura (28.), 3-0 Steven Fletcher (47.), 3-1 Peter Odemwingie, víti (55.). Stoke - Arsenal 3-1 1-0 Kenwyne Jones (28.), 2-0 Jermaine Pennant (40.), 2-1 Van Persie (81.), 3-1 Walters )82.). Manchester United - Chelsea 2-1 1-0 Javier Hernández (1.), 2-0 Nemanja Vidic (24.), 2-1 Frank Lampard (68.). STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 36 22 10 4 73-34 76 Chelsea 36 21 7 8 67-30 70 Arsenal 36 19 10 7 69-39 67 Man. City 35 18 8 9 54-33 62 Tottenham 35 14 14 7 51-44 56 Liverpool 35 16 7 12 54-39 55 Everton 36 12 15 9 50-44 51 Stoke City 36 13 7 16 46-44 46 Bolton 36 12 10 14 49-50 46 Fulham 35 10 15 10 43-36 45 Enska b-deildin Norwich-Coventry 2-2 Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn. Queens Park Rangers-Leeds 1-2 Heiðar Helguson skoraði eftir 30 sekúndur en QPR-liðið tók við bikarnum í leikslok. Reading-Derby 2-1 Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekknum en Ívar Ingimarsson var ekki í hóp. Reading mætir Cardiff í úrslitakeppninni. Scunthorpe - Portsmouth 1-1 Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn. ENSKI BOLTINN FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson og læri- sveina hans í Manchester United vantar aðeins eitt stig í lokaleikj- um sínum á móti Blackburn og Blackpool til þess að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn eftir að hafa náð sex stiga forskoti á Chel- sea með sigri í leik liðanna í gær. Það var því ekkert skrýtið að leik- menn og stjóri United fögnuðu í leikslok eins og titillinn væri í höfn. Mikil spenna hafði byggst upp fyrir toppslag Manchester United og Chelsea á Old Trafford í gær enda var þetta hálfgerður úrslita- leikur um titilinn þar sem toppsæt- ið var í boði fyrir það lið sem ynni leikinn. Enginn átti þó von á að það tæki heimamenn aðeins 36 sekúnd- ur að skora fyrsta mark leiksins en sú varð raunin þegar Javier Hern- andez slapp í gegn eftir stungu- sendingu Park Ji-Sung og skoraði. Leikmenn Chelsea horfðu sjokk- eraðir hver á annan og tóku sér síðan allan fyrri hálfleikinn í að ná sér af áfallinu. Á meðan setti United á svið mikla sýningu með þá Park og Wayne Rooney í farar- broddi og yfirspilaði Chelsea stór- an hluta fyrri hálfleiksins. Nem- anja Vidic kom United í 2-0 á 24. mínútu með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Ryan Giggs en mörkin hefði getað orðið miklu fleiri áður en Carlo Ancelotti fékk loksins tækifæri til að vekja sína menn í hálfleiknum. Chelsea setti smá spennu í leikinn með því að minnka mun- inn með marki Franks Lampard í seinni hálfleik en skaðinn var skeður og eftir að hafa saxað á forskot United undanfarnar vikur verða Chelsea-menn að horfa á eftir titlinum aftur norður til Manchester. „Við töpuðum leiknum á fyrstu mínútunni. Við byrjuðum svo illa að eftir það var mjög erfitt að koma til baka og vinna þenn- an leik. Við vorum betri í seinni hálfleiknum en heilt yfir var United betra liðið og átti sigurinn skilinn. Það tók okkur talsverðan tíma að koma hausnum í lag eftir þetta mark því við vildum alls ekki byrja leikinn á því að fá á okkur mark,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. „Við áttum að skora sex mörk í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra byrjun og liðið spilaði vel í dag,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester Uni- ted. Það getur fátt komið í veg fyrir að félagið vinni nítjánda meistaratitilinn og bæti þar með met Liverpool. United var níu titl- um á eftir Liverpool þegar Fergu- son tók við liðinu árið 1986. „Það er frábært að geta sagt að við séum sigursælasta félagið í enskum fótbolta. Það tók sinn tíma að byggja upp réttar undir- stöður fyrir félagið en síðan við unnið fyrsta titilinn höfum við bætt okkur, bætt okkur og bætt okkur,“ sagði Ferguson kátur en hann hrósaði líka stuðningsmönn- unum mikið fyrir stuðning í leikn- um enda hneigði stjórinn sig fyrir þeim í leikslok. ooj@frettabladid.is Síðasta stigið aðeins formsatriði Manchester United á 19. Englandsmeistaratitilinn vísan eftir 2-1 sigur á Chelsea í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. United lagði grunninn að sigrinum með tveimur mörkum og frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik en Javier Hernandez skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 36 sekúndna leik. TAKK FYRIR, CHICHARITO Wayne Rooney fagnar Javier Hernandez sem hefur heldur betur reynst United-liðinu vel á sínu fyrsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIGUR Í HÖFN Rio Ferdinand og Edwin van der Sar fagna. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.