Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.06.2011, Qupperneq 4
18. júní 2011 LAUGARDAGUR4 Skýrsla sérfræðihóps Þetta bann jafn- gildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegs- fyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum. SÉRFRÆÐIHÓPUR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA GENGIÐ 16.06.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,5547 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,59 117,15 187,83 188,75 164,39 165,31 22,039 22,167 20,924 21,048 17,896 18,000 1,4444 1,4528 184,74 185,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GLÆSILEGT HÁDEGISVERÐARHLAÐBORÐ Á MADONNU ur, pasta, salat,Pizz akað brauð, súpanýb sköld kók í gleri.og í w.madonna.isww 10 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 690 kr. GILDIR Í 48 TÍMA 1.660 kr. Verð 58% Afsláttur 970 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ BW A TB P • SÍ A • 11 155 31 HÁTÍÐARHÖLD „Eitt af stóru verk- efnunum fram undan er að móta samfélagi okkar nýja stjórnar- skrá, nýjan samfélagssátt- mála um stjórnkerfi landsins og grundvallar reglur,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í hátíðarræðu sinni á 17. júní og vís- aði til þjóðfundarins í Lærða skól- anum árið 1851 þar sem fyrsta til- raunin til að semja stjórnarskrá fyrir Ísland fór út um þúfur. „Það er í raun merkilegt að nú fyrst, 160 árum eftir að þjóðfund- inum var slitið, skuli hilla undir fyrstu alíslensku stjórnarskrána á vettvangi stjórnlagaráðs. Fyrst nú hafa handhafar valdsins stigið það skref að fela óháðum full trúum þjóðarinnar að móta nýjar leik- reglur fyrir íslenskt samfélag, án afskipta stjórnmálaflokka, fram- kvæmdarvalds eða löggjafarvalds.“ Jóhanna sagði að á þjóðfundin- um fyrir 160 árum hefði Trampe greifi haft völdin í sínum höndum. „Nú, árið 2011, er það Alþingi Íslendinga sem getur brugðist við tillögum stjórnlagaráðs og sett þær í hendur fólksins í land- inu. Minningu Jóns Sigurðssonar verður vart meiri sómi sýndur en með því að þegar tvær aldir eru liðnar frá fæðingu hans rætist ósk hans um íslenska stjórnarskrá – stjórnarskrá fólksins í landinu.“ - gb SJÁVARÚTVEGUR Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. Sérfræðihópurinn, sem tók til starfa í apríl, tók á mismunandi hag- rænum áhrifum af frumvarpi Jóns sem lagt hefur verið fram á Alþingi en bíður frekari umfjöllunar á þeim vettvangi til haustsins. Auðlindagjald á útgerðafyrirtæki sem lagt er til í frumvarpinu getur ekki talist hóflegt að teknu tilliti til annarra þátta frumvarpsins, segir í niðurstöðum sérfræðihópsins sem skipaður var fimm mönnum. Ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. „Þannig er gjald- takan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar til- lögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það,“ segja sér- fræðingarnir. Vara við valdi ráðherra Í frumvarpi ráðherrans er reiknað með nýtingarrétti á aflaheimildum til fimmtán ára. „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir hópurinn. Þá varar hópurinn við breytingum á fiskiveiðistjórnunarkerfinu sem takmarki getu fyrirtækja til að nýta sér tækifæri á markaði eða dragi úr hvata til langtímahugsunar. Mjög harðri gagnrýni er síðan beint að þeim meginþætti frum- varpsins að setja hluta aflaheimilda í svokallaða potta sem úthlutað sé af ráðherra. Séfræðingarnir segja ráðherra með þessu öðlast víðtækt vald. Stjórnmálamenn séu ekki ólík- ir öðru fólki. „Þeir taka ákvarðan- ir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir,“ vara sérfræðingarnir við og benda á að almenningur, sem eigi lítilla hagsmuna að gæta, veiti lítið aðhald en hagsmunahópurinn sem sé samanþjappaður og eigi mikið undir leggi sig fram „af öllu afli“. Fjandsamlegt nýliðun Sérfræðingarnir segja að takmark- anir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun erfiðari í þeim hópi sem hafi almennar veiðiheimildir. Bann við veðsetningu muni gera fjármögnun útgerðar dýrari. „Einungis þeir sem hafa úr öðrum veðum að ráða eða koma með mikið eigið fé inn í útgerð eiga möguleika á að hefja útgerð í flokki 1 [almenna flokknum]. Að þessu leyti er frumvarpið bein línis fjandsamlegt nýliðun,“ segir sér- fræðihópurinn sem kveður framsal kvótans stuðla að hagkvæmni. „Sér- fræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum.“ Sterklega er varað við þeirri leið að nota sjávarútveginn til að ná fram byggðapólitískum markmiðum. „Á þann hátt er dregið úr rekstrar- legri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segja sérfræðingarnir og undirstrika að það sé pólitísk ákvörðun hvort almannavaldið eigi að bregðast við staðbundinni þróun sem veiki ein- stök byggðar lög. Eðlilegt sé að gera slíkt þá á samfélagslegum grunni en ekki leggja það á herðar einnar atvinnugreinar. Ráðherra horfir til atvinnuöryggis Bann við veðsetningu kvótans er að sögn sérfræðinganna óráð- legt. „Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegs- fyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum,“ segja þeir og bæta því við að eigin- fjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja muni rýrna um fimmtíu prósent – varlega áætlað. „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verð- ur fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verð- mæti eigna verður langtum meira en virði skulda.“ Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Lilju Rafney Magnúsdóttur, for- mann sjávarútvegsnefndar Alþing- is, í gær. Í tilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu segir hins vegar að það sé mat ráðherrans að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki ein- göngu hagfræðileg, hvernig fisk- veiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til marghátt- aðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávar- byggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.“ gar@frettabladid.is Falleinkunn á frumvarp Jóns Hópur sérfræðinga segir frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fá ráðherra of víðtæk völd, fela í sér óhóflegt auðlindagjald og veikja eiginfjárstöðu útgerða. Pólitískt og hagrænt mál segir ráðherra. JÓN BJARNASON Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær harða útreið hjá sérfræðihópi sem ráðherrann skipaði sjálfur til að meta hagræn áhrif frumvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði í lok mars sérfræðihóp til að fara yfir hagræn áhrif frumvarps um breytingar á stjórn fiskveiða. Í hópnum voru Axel Hall hagfræð- ingur, sem var formaður, Daði Már Kristófersson hagfræðingur, Gunn- laugur Júlíusson hagfræðingur, Sveinn Agnarsson hagfræðingur og Ögmundur Knútsson viðskipta- fræðingur. Starfsmaður hópsins var Stefán B. Gunnlaugsson sjávarútvegsfræðingur. Sérfræðihópur sjávarútvegs ráðherra „Við hverfum ekki aftur til þess tíma að við getum unnið fisk í hverjum firði og hverri vík – sá tími er einfaldlega liðinn,“ segir Björn Valur Gíslason, alþingis- maður VG og meðlimur í sjávarútvegs- nefnd Alþingis, um álit sér- fræðihóps sjávarútvegs- ráðherra. Björn segir álitið í takti við fyrri úttektir. Illa sé tekið í að aflaheimildir séu fyrndar þegar gildistíma laganna ljúki og takmarkanir á framsalsheimildum. „Kannski þurfum við að skipta um það hugarfar að viðhalda byggð í landinu með því að dreifa aflaheimildum sem mest í það að nýta arðinn af auðlindinni í að skapa ný atvinnutækifæri.“ - gar Skipt um hugarfar BJÖRN VALUR GÍSLASON Mikilvægt að ósk Jóns Sigurðssonar um íslenska stjórnarskrá rætist: Minningu Jóns sómi sýndur GARÐUR Sveitarfélagið Garður hefur selt hlut sinn í HS Orku fyrir rúmar 90 milljónir króna. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að verja fénu í ýmsar framkvæmdir í bænum á næstu þremur árum. Ætlunin er að byggja upp tjaldstæði og sjósundaðstöðu, bæta aðgengi fatlaðra og fjölga atvinnutækifærum þeirra. Þá á að kaupa nýjar tölvur og tæki fyrir eldri borgara og unglinga. Einnig er áætlað að laga og gera göngustíga og gangstéttir og byggja upp safnasvæði. - þeb Garður selur hlut í HS Orku: Fénu varið í framkvæmdir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 24° 22° 15° 20° 16° 17° 17° 24° 17° 29° 29° 33° 16° 19° 19° 19°Á MORGUN Hæg A-læg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur. 13 11 5 12 7 6 5 11 10 11 4 4 10 6 9 5 6 7 12 2 3 5 13 9 9 7 10 13 9 10 9 11 FÍN HELGI! Helgar- spáin er ljómandi góð. Vindur verður fremur hægur en hætt er við að hafgola láti á sér kræla. Í dag má búast við stöku skúrum en á morgun verður úr- komulítið að mestu og nokkuð bjart. Hlýnar norðantil á landinu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Fyrst nú hafa hand- hafar valdsins stigið það skref að fela óháðum fulltrúum þjóðarinnar að móta nýjar leikreglur. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA „Þetta er hreinn áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og því sem hún setur fram í frumvarp- inu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sem situr í sjáv- arútvegsnefnd Alþingis fyrir Framsóknar- flokkinn, um skýrslu sérfræðihóps sjávarútvegs- ráðherra. „Það er ein- boðið að henda þessu frumvarpi til hliðar og hefja þessa vinnu upp á nýtt á grundvelli samráðs allra aðila,“ segir Sigurður. „Þá sýnir þetta að svokallað minna frumvarp sem þingið var að afgreiða var gert á ákaflega hæpnum forsendum. Von- andi hefur það ekki eins alvarlegar afleiðingar og mann gæti grunað við lestur skýrslunnar.“ - gar Algjör áfellisdómur SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.