Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 6
18. júní 2011 LAUGARDAGUR6 Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: skólaheimilinu Bjargi og vistheimilinu Reykjahlíð Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á skólaheimilinu Bjargi einhvern tíma á árabilinu 1965-1967 eða á vistheimilinu Reykjahlíð einhvern tíma á árabilinu 1956-1972 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20. september 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. september 2011 fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðar- lausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Siglufirði 3. júní 2011 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður Opið laugardaga til kl. 16 Hestur á miðjum vegi Hross stöðvaði alla umferð við Vestur- landsveg um hádegisbil í gær. Hrossið hafði sloppið úr gerði við Mosfellsbæ og gerði sig heimakomið á miðjum veginum. Ökumenn þurftu að hemla snarlega til þess að aka ekki á hrossið. Nokkrir vegfarendur tóku sig saman og náðu hrossinu og komu því aftur í gerðið. Umferð komst í eðlilegt horf eftir tafir í báðar áttir. LÖGREGLUFRÉTTIR Kvaðst njóta friðhelgi Fyrrverandi framkvæmdastjóri AGS, Dominique Strauss-Kahn, hélt því fram við handtökuna í New York að hann nyti diplómatískrar friðhelgi. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að komast úr landi eftir að hafa gert tilraun til að nauðga hótel- þernu í New York. Yfirlýsingin um frið- helgi þykir röng enda hafa lögmenn Strauss-Kahn ekki haldið slíku fram. BANDARÍKIN EFNAHAGSMÁL „Gæfa Íslands var sú að það uppfyllti ekki skilyrði fyrir björgun úr vandanum,“ skrifar Ásgeir Jónsson hagfræð- ingur í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í fyrradag. „Úr því Ísland var ekki í Evrópu sambandinu og þrot bankakerfis þess vakti ekki upp neinn ótta við „smithættu“ feng- ust engir af öðrum helstu seðla- bönkum heims til að útvega lánsfé í hugsanlegan björgunar- pakka handa íslensku bönkun- um,“ segir Ásgeir, sem áður var forstöðumaður greiningar deildar Kaupþingsbanka en kennir nú við Háskóla Íslands. Hann segir vel heppnað gjald- eyrisútboð Seðlabankans upp á þrettán milljarða króna fyrr í mánuðinum sýna að fjár festar hafi trú á leið Íslands út úr kreppunni. Í greininni rekur hann aðdrag- anda kreppunnar haustið 2008 og viðbrögð Íslands við henni, sem í fyrstu vöktu hörð viðbrögð en hafa nú, að mati Ásgeirs, sannað gildi sitt. „Írska stjórnin stóð frammi fyrir sama vanda og Íslendingar árið 2008 en brást við með því að gangast í al lsherjar- ábyrgð sem breytti pen- ingum skatt- greiðenda í veðtryggingu fyrir skuld- ir írsku bank- anna.“ Þessa ábyrgð sitji Írar nú uppi með og sjái ekki enn fyrir endann á þeim vanda. - gb Segir erlenda fjárfesta hafa trú á íslensku leiðinni út úr kreppunni: Gæfa Íslands að vera utangarðs ÁSGEIR JÓNSSON KJARAMÁL Aðilar vinnumarkaðar- ins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) munu funda með fulltrúum stjórnvalda á mánudag, en eftir hann gætu ASÍ og SA ákveðið að ógilda þriggja ára samninginn. Komi til þess munu umsamdar hækkanir þessa árs gilda fram til loka janúar á næsta ári en eftir það hæfist samninga- rimma á ný. Meðal annars er deilt á að útlit sé fyrir að hagvöxtur verði minni en ráðgert hafi verið, gengi krónunnar verði haldið niðri næstu misseri og ekki örli enn á þeim umfangsmiklu opinberu framkvæmdum sem hafi verið boðaðar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að yfirlýsingar stjórnvalda um að gengi krónu verði haldið veiku á næstunni séu alls ekki í samræmi við forsendur samninganna. „Það er erfitt fyrir okkur að taka ákvörðun um að láta kjarasamn- ing gilda í þrjú ár án þess að vita nákvæmlega hvaða stefnu stjórn- völd hafa í efnahagsmálum, meðal annars hvað varðar krónuna. Það er forsenda í okkar kjarasamningi að krónan styrkist markvert á þessu ári og verulega á næsta ári, en ef ríkisstjórnin er ekki með slíkt á sinni stefnuskrá skil ég vel að menn staldri við.“ Innan SA er ekki minni óvissa um framhaldið að sögn Helga Magnússonar, formanns Samtaka Forsendubrestur gæti stytt kjarasamninga Kjarasamningar til þriggja ára velta á fundi SA og ASÍ með stjórnvöldum á mánu- dag. Aðilar vinnumarkaðar telja að forsendur samninganna séu að bresta. Verði af ógildingu gilda samningarnir með umsömdum kjarabótum fram í janúar. SA og ASÍ gerðu með sér aðfarar- samning í maí þar sem gildandi kjarasamningar voru framlengdir til 22. júní. Ef aðilar telja ekki for- sendur fyrir þriggja ára samningum getur hvor um sig framlengt aðfarar- samninginn til 31. janúar 2012. Umsamdar hækkanir á því tíma- bili munu þó koma til framkvæmda. Ef ASÍ tekur þá ákvörðun fellur hins vegar úr gildi álag á desember- uppbót og orlofsuppbót. Samningar styttir SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Sam- einuðu þjóðirnar hafa nú, í fyrsta sinn í sögu sinni, lýst yfir stuðn- ingi við réttindi samkynhneigðra. Bandaríkin, Evrópuríki og ríki Suður-Ameríku greiddu ályktun þess efnis atkvæði sitt og segja þetta mikilvæg tímamót en full- trúar Afríkuríkja og íslamskra ríkja fordæma ályktunina. Ályktunin er reyndar varlega orðuð, en þar er lýst alvarlegum áhyggjum af illri meðferð sem fólk má þola vegna kynhneigðar sinnar. - gb Sameinuðu þjóðirnar álykta: Styðja rétt sam- kynhneigðra Helgi Magnússon segir að hætta sé á að árið 2011 glatist Íslendingum líkt og árin tvö þar áður. „Það eru mikil vonbrigði og það leiðir til þess að Samtök atvinnulífsins verða nú að staldra við og meta það af fullri alvöru hvort grund- völlur sé fyrir því að halda lífi í hugmyndinni um þriggja ára samning.“ Hann segir að margir hallist að því að ef ekki verði sköpuð skilyrði til hag- vaxtar upp á 4 til 5 prósent gæti verið rétt að segja samningum upp frá og með 1. febrúar, „enda sé óábyrgt að halda áfram með þriggja ára samning og umtalsverð útgjöld fyrir atvinnulífið við þessar aðstæður“. Slíkt muni einungis leiða til verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum, en ekki sé öll nótt úti enn. „Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar hafi haft og hafi enn mikil tækifæri til að komast hratt út úr áföllum áranna 2008 og 2009 en þá þarf að nýta tækifærin og forgangsraða með markvissum hætti. Það er ekki að gerast og því er mikil óvissa um framhaldið. Það vantar öfluga forystu um endurreisn Íslands á grundvelli hagvaxtar.” Telur hættu á að árið 2011 glatist KREFJAST EFNDA Aðilar vinnumarkaðarins eru ósáttir við efndir stjórnvalda á aðgerðum vegna kjarasamninga. Í næstu viku ræðst hvort samningum verður sagt upp og ný samningalota hefst í upphafi næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI iðnaðarins og stjórnarmanns í framkvæmdastjórn SA. „Við gengum býsna langt varðandi hækkanir og aukin útgjöld atvinnu- lífsins í trausti þess að hagvöxtur á samningstímanum yrði ekki á bilinu 0 til 2 prósent eins og nú stefnir í heldur 4 til 5 prósent, sem er for- senda þess að atvinnulífið geti ráðið við hækkun launa án þess að það leiði til verðhækkana og verðbólgu.“ Helgi segir atvinnulífið hafa tekið áhættu og gengið eins langt og hægt hafi verið, í trausti þess að „allir legðust á eitt til að koma hag- vexti á skrið“, ekki síst með auknum stórframkvæmdum og því að eyða óvissu í sjávarútvegi. „Ekkert af þessu er að ganga eftir. Ófriður ríkir enn um sjávarútveginn og ekkert er að fara í gang á sviði stórframkvæmda.“ Hann bendir einnig á að verðbólga sé tekin að aukast og Seðlabankinn hafi boðað vaxtahækkanir, en við slíkar aðstæður sé ekki innstæða fyrir launahækkunum og kjara- bætur verði engar í verðbólgu. thorgils@frettabladid.is Heldur þú sautjánda júní hátíðlegan? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG Er kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar við bjargandi? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.