Fréttablaðið - 18.06.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 18.06.2011, Síða 18
18. júní 2011 LAUGARDAGUR18 D agheimilið Lyng- ás hafði verið starfrækt í tíu ár þegar Guðmund- ur Sveinsson kom þangað í dagvist, þriggja ára gamall, en heimilið var þá einungis miðað við þarf- ir þroskahamlaðra. Í dag njóta þar þjónustu börn sem bæði eru þroskahömluð og líkam lega fötluð. Lyngás er rekið af Ás Styrktar- félagi, sem áður var Styrktarfélag vangefinna, en Guðmundur dvaldi á Lyngási í tæpan áratug. „Ég er fæddur 5. júlí árið 1968. Þegar ég var rúmlega þriggja kom ég fyrst á Lyngás, haustið 1971,“ segir Guðmundur, sem er stál- minnugur á dagsetningar. Hann dvaldi á Lyngási til tólf ára aldurs, en þá fór hann í Öskjuhlíðarskóla. Guðmundur bjó með móður sinni og eldri bróður í Vestur bænum á þessum tíma en á morgnana mætti hann á Lyngás og dvaldi þar til síðdegis. Öryrki eftir flogaköst Meðal þess fyrsta sem Guðmund- ur man er leigubílar frá Bifreiða- stöðinni Steindóri sem náðu í hann í Vesturbæinn til að keyra á Lyng- ás. „Ég man að það kom leigubíll að sækja mig heim, Steindór leigu- bíll, þessir svörtu, og keyrði mig á Lyngás og svo aftur heim. Ég var oft þreyttur á morgnana þegar ég mætti snemma,“ segir Guðmundur og hlær. Guðmundur hélt ræðu í afmæli Lyngáss á dögunum þar sem hann talaði um dvölina. Guðmundur, sem verður 43 ára eftir rúmar þrjár vikur, vinnur hjá Ferskum kjötvörum, í fimm- tíu prósenta starfi. Hann er 75 prósenta öryrki, en örorkan er að hans sögn til komin vegna floga- kasta sem hann fékk mjög lítill og leiddu til blæðinga inn á heila. Hann náði þeim stóra áfanga að kaupa sér eigin íbúð fyrir áratug og byrja að búa einn, eftir að hafa búið mestan hluta ævinnar á vist- heimilum og sambýli. Leið vel á Lyngási „Ég man að mér leið vel á Lyng- ási og ég átti mikið af vinum til að leika við. Ég var í handavinnu, að sauma og smíða, var í skóla- görðunum og gerði margt. Ég var svolítill prakkari. Bróðir minn var líka góður vinur minn, hann er einu ári yngri en ég en hann hefur alltaf reynt að hjálpa mér með hitt og þetta. Hann kallar mig „gamla bróður“.“ Guðmundur kvaddi Lyngás þegar hann var tólf ára – þegar hann byrjaði nám í Öskjuhlíðar- skóla. Fleiri breytingar urðu á þeim árum, en hann flutti á Vist- heimilið á Dalbraut þegar hann var ellefu ára og fór aðeins heim um helgar. „Tímarnir þá voru ekki eins og þeir eru nú og mér fannst oft erfitt að vera á Dalbraut. Það var há girðing í kringum vist- heimilið og ég var stundum ódæll, smá prakkari í mér, braut til dæmis rúðu einu sinni óvart og þetta var eins og gengur, stundum leið mér vel og stundum illa. Í dag er allt mjög breytt, maður fær að ráða sér meira sjálfur,“ segir Guð- mundur og bætir við að fyrir hann sé það stærsti munurinn; að hafa meira með eigið líf að segja. Sorglegt að kveðja unglings- heimilið Guðmundur bjó ekki lengi á vist- heimilinu á Dalbraut og flutt- ist fljótlega á Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ, heimili fyrir ein- staklinga með þroskahömlun og bjó þar öll unglingsárin en fór þó alltaf heim um helgar. „Maður gerði hitt og þetta í Skálatúni. Ég var í útivinnu, fór í sumarbúðir á Laugarvatni og ég eignaðist mjög góða vinkonu í Skálatúni. Hinn 7. nóvember 1986 var haldið kveðju- partí, þá var ég átján ára, og ég flutti í sambýli í Víðihlíð í Reykja- vík. Jú, það var svolítið sorglegt að kveðja Skálatún. Gerður Jóns- dóttir var langbesta vinkona mín á staðnum og ég sakna hennar oft en ég hlakka til að hitta hana núna í lok ágúst.“ Keypti eigin íbúð eftir langt sam- býli Guðmundur bjó næstu þrettán árin með öðrum. Fyrst í sam- býli, en hann og annar vist maður þaðan leigðu síðan íbúð saman í nokkur ár. Árið 1999 tók Guð- mundur stórt skref þegar hann keypti eigin íbúð í Vallarási í Árbænum en síðan þá hefur hann búið sjálfstætt, núna í Hraun- bænum. „Jú, það var gaman að fara að búa einn. Líka skrýtið og fyrst gat manni liðið illa. Ég er alveg búinn að venjast því í dag, ég á góðan nágranna sem ég hitti alltaf í húsinu, á ganginum og til dæmis þegar ég er að þvo eða þegar ég er á gangi úti. Svo er ég mikið fyrir það að vera úti á þessum árstíma og hjóla mikið. Ég keypti mér breskt hjól 8. ágúst 2009. Ég hjóla til og frá vinnu, er ekki nema hálftíma að hjóla og er með vatnsbrúsa með mér.“ Guðmundur hefur unnið ýmis störf í gegnum ævina, þar á meðal vann hann hjá Papco í tuttugu ár. Í dag vinnur hann hjá Ferskum kjötvörum og kann því vel. „Ég tek á móti hreinum kössum og raða rauðu kössunum sem koma í búðirnar upp í 25 hæðir. Á morgn- ana, áður en ég fer í vinnuna, kem ég við í Árbæjarbakaríi en starfs- fólkið þar er góðir vinir mínir. Ég les þar blöðin, spjalla við það og svona. Ég ætla að hjóla mikið í sumar, athuga fjörið í Nauthólsvík til dæmis. Ég ætla að prófa nýja veitingastaðinn sem er þar, ég fór á þann sem var þar einu sinni sem var mun minni.“ Mikilvægt að fá að ráða einhverju VANDIST ÞVÍ AÐ BÚA EINN „Jú, það var gaman að fara að búa einn. Líka skrýtið og fyrst gat manni liðið illa. Ég er alveg búinn að venjast því í dag, ég á góðan nágranna sem ég hitti alltaf í húsinu, á ganginum og til dæmis þegar ég er að þvo,“ segir Guðmundur Sveinsson, sem dvaldi á Lyngási þegar heimilið var ætlað þroskahömluðum. Hann býr nú í eigin íbúð í Árbænum. GLEÐI Edda Hlíf Morthens var kát þegar ljósmyndara bar að garði. MÆÐGIN Hallgrímur Björn Kristinsson og móðir hans, Helga Birna Björnsdóttir. SKEMMTIATRIÐI Á AFMÆLISDAGINN Trúðurinn Gjóla kom og spilaði fyrir Ellu Dís Laurens og aðra á Lyngási. Með þeim á myndinni eru Rut Eiríksdóttir þroskaþjálfi og Björg Pálsdóttir sumarstarfsmaður. UM LYNGÁS Ás styrktarfélag rekur vistunarheimilið Lyngási, sem var opnað árið 1961. Á Lyngás sækja börn og unglingar þjón- ustu sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenn úrræði. Þar er boðið upp á einstaklingsmiðaða þjálfun og umönnun. Starfsemin hófst í heimahúsi, en húsið sem Lyngás er í, við Safamýri, var byggt af foreldrum. Margt hefur breyst í starfseminni frá því að Lyngás var stofnaður þar sem þroskahömluð börn áttu þar athvarf fyrstu árin. Í dag njóta þar þjónustu börn og unglingar sem þurfa mikla aðstoð við athafnir daglegs lífs. Húsinu er skipt niður í rúmgóðar stofur með aðgang út á pall en á Lyngási dvelja að meðaltali tæplega þrjátíu börn, ýmis í átta eða fjóra tíma í senn. Börnin eru allt frá eins árs upp í ungt fólk sem er komið yfir tvítugt, þarfir hvers og eins eru mjög mismunandi en allir þurfa mikla umönnun, enda byggir starfsemin á einstaklings- miðaðri þjónustu. Á Lyngási starfa um tuttugu manns. Birna Björnsdóttir er þar forstöðuþroskaþjálfi og Hrefna Þórarinsdóttir yfirþroskaþjálfi. Í fimmtíu ár hefur dagvistunarheimilið Lyngás sinnt börnum og ungmennum sem hafa þurft meiri stuðning í lífinu en önnur. Í dag koma þangað börn sem glíma við andlega og líkamlega fötlun en þegar Guðmundur Sveinsson kom þar í dagvist, þriggja ára gamall, var heimilið einungis miðað við þarfir þroskahamlaðra. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Guðmund, sem hélt ræðu í afmælisveislu Lyngáss. Ég man að það kom leigubíll að sækja mig heim, Steindór leigu- bíll, þessir svörtu, og keyrði mig á Lyngás og svo aftur heim. Ég var oft þreyttur á morgnana þegar ég mætti snemma. LYNGÁS FYRIR FJÖRUTÍU ÁRUM Þroskahömluð börn voru í dagvist á Lyngási áður en heimilið var einnig lagað að þörfum líkamlegra fatlaðra barna. GÓÐ STUND Agnes Freyja Bjarnadóttir með pabba sínum, Bjarna Bjarnasyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.