Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 58
18. júní 2011 LAUGARDAGUR30 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvernig lítur þetta út? Vel! Hnéð er í lagi. Við græjum þetta með svampi! En þú mátt bleyta svolítið vel upp í honum! Ég sé að þið eruð að skoða myndgæðin á FJ6000-X-inum. Ég veit ekki hvort þið trúið því en DLP speglarnir á þessu stykki sveiflast á 1/120 úr sek- úndu sem býr til alvöru 1.920x1.080 mynd með aðeins 1.280x720 afspeglun. Kúl, ekki satt? Er einhver að vinna hérna sem talar miðaldramál? Aha! Ég fann annan! Og hér er hinn! Ókei, ekki kasta teningnum svona fast. Ég var að reyna að fá sex! LÁRÉTT 2. samsull, 6. kúgun, 8. poka, 9. ögn, 11. leita að, 12. labba, 14. rými, 16. hvað, 17. fum, 18. kærleikur, 20. tveir eins, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. umhverfis, 4. sjúkdómur, 5. berja, 7. hrökkva, 10. sunna, 13. þukl, 15. dreifa, 16. rámur, 19. nesoddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gums, 6. ok, 8. mal, 9. fis, 11. gá, 12. spóka, 14. pláss, 16. ha, 17. fát, 18. ást, 20. rr, 21. stál. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. um, 4. magasár, 5. slá, 7. kippast, 10. sól, 13. káf, 15. strá, 16. hás, 19. tá. Það mikilvægasta við starf grínista er tímasetningin... Flugsæti til München á góðu verði í sumar Eigum nokkur laus sæti í júlí og ágúst í beinu flugi milli Íslands og München í Þýskalandi. Flogið er frá Íslandi þrisvar í viku. Brottför er að kvöldi og lent í München snemma að morgni næsta dags. Verð með sköttum: Önnur leið frá kr. 19.999,- Fram og til baka frá kr. 39.998,- Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 588 8660 Langholtsvegi 115 · 104 Reykjavík · Sími 588 8660 · flug@snaeland.is Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríg- haldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. ÖLLU athyglisverðara er að fylgjast með umræðunni sem skotið hefur rótum undanfarið í tengslum við þennan dag. Greinarhöfundur varð þess vafasama heið- urs aðnjótandi í háskólanámi að lesa allar hátíðarræður og skrif í tengslum við fimm stórar þjóðhátíðir; 1874, 1930, 1944, 1974 og 1994. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart, þar sem viðhald þjóðernisvitundar byggir á hefðum, en það var samt undrunar- efni að ræðurnar 1994 voru næstum ljósrit af þeim sem fluttar voru 120 árum fyrr. ÞJÓÐIR eru ímyndað samfélag sagði einn fræðimaður seint á síðustu öld og annar sagði um það bil hundrað árum fyrr að það að tilheyra þjóð væri í raun dagleg atkvæðagreiðsla. Báðar kenningarnar byggja á þeirri skoðun að þjóð geti ekki verið lífrænt fyrirbæri, geti ekki haft eðli. Það að tilheyra einni þjóð umfram aðra sé tilviljun og það að skipta stærri hópi í þjóðir sé ekki öðruvísi skipting en í stéttir eða íbúa sama sveitarfélags, svo einhver dæmi séu nefnd. ÞAÐ ER því einstaklega ógeðfellt að heyra þann áróður sem sumir stjórnmála- menn hafa gripið til á síðustu dögum og mánuðum. Bull eins og að það sé móðgun við Jón Sigurðsson að vera í viðræðum við Evrópu sambandið á 200 ára afmælis- ári Jóns dæmir sig sjálft sem þá firru sem það er og þeir stjórnmálamenn sem láta hafa það eftir sér ættu með réttu að vera dæmdir úr leik í vitrænni umræðu. Öfgar eru alltaf til staðar og lítið við því að segja – öfgar geta verið hið besta mál; hreyfiaflið sem kemur okkur úr kyrr- stöðunni. AÐ ORÐRÆÐAN sem mótaðist í róman- tík sjálfstæðisbaráttunnar sé hins vegar orðin ráðandi í daglegu stjórnmálavafstri er öllu alvarlegra. Hátíðarræðumenn ganga inn í ákveðið hlutverk og þeirra val er að halda í hefðina, þó trauðla sé mjög frumlegt að endurtaka aldagamlar ræður. Hjal um þjóðina þetta og þjóðina hitt, að þjóðinni finnist þetta og þjóðin hafi þetta eðli, að þjóðin móðgist yfir þessu og þjóð- in kætist yfir hinu, er hins vegar olía á neista þjóðrembingsins. ÞJÓÐREMBINGUR er nefnilega einmitt það – rembingur – og við hann er ekkert jákvætt. Þjóð byggir nefnilega á skipt- ingu í okkur og hina og sú skipting bygg- ist á útilokun og verði um sérréttindi. Þjóðrembingurinn BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.