Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 70
18. júní 2011 LAUGARDAGUR42PERSÓNAN
Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir
Aldur: 31 árs.
Starf: Ég
er nýorðin
framkvæmda-
stjóri Lindex á
Íslandi.
Búseta: Ég bý
á Selfossi.
Fjölskylda:
Maki er Albert
Þór Magnússon
og við eigum
synina Daníel
Viktor, 9 ára, og
Magnús Val, 2 ára.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Lóa Dagbjört opnar Lindex-verslun á
Íslandi í haust.
„Það er alltaf gaman þegar vel geng-
ur og ég ætla ekki vera hræsnari og
segja að keppnin skipti mig ekki máli.
Það er komið í mig smá keppnisskap en
auðvitað er það málefnið sjálft sem á að
fá alla athyglina,“ segir Myrra Leifs-
dóttir listakona, sem er eini Íslending-
urinn í topp 20 af 2.500 keppendum í
auglýsingasamkeppni á vegum Samein-
uðu þjóðanna.
Fréttablaðið hefur áður fjallað um
keppnina en í fyrra vann Íslendingurinn
Stefán Einarsson og situr í dómnefnd
þetta árið. Þemað í keppninni í ár er
ofbeldi gegn konum eða No to violence
to women og mega allir Evrópubúar
taka þátt. Bæði dómnefnd og almenn-
ingur hafa áhrif á úrslitin en allir geta
farið inn á vefsíðu keppninnar og kosið.
Auglýsing Myrru er sérstök en þar má
sjá babúsku sem brotnað hefur í marga
mola og eftir stendur minnsti hlut-
inn einn og yfirgefinn. „Þetta er frek-
ar táknræn nálgun á málefninu. Bæði
tengt menningu og hvernig ofbeldið fer
gegnum lag eftir lag á fórnarlambinu,“
segir Myrra, sem sjálf er að hefja nám
í Listaháskólanum í haust en keppnina
sá hún á heimasíðu skólans. Auglýsing
hennar rokkar á milli 3. og 18. sætis en
hægt er fara inn á slóðina http://competi-
tion.create4theun.eu/entry/166128 til að
skoða hennar framlag og annarra kepp-
enda. - áp
Auglýsing Myrru vinsæl
MEÐ SMÁ KEPPNISSKAP Framlag
Myrru í keppninni gengur vel,
en hún hefur aldrei starfað við
auglýsingar áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
TÁKNRÆN NÁLGUN Auglýsing
Myrru sýnir babúsku sem
fórnarlamb og hvernig ofbeldið
sker sig gegnum hvert lagið á fætur
öðru.
„Ég er ekki beint þekktur fyrir að vera mikill
íþróttamaður en jógaæfingar virðast henta mér
ágætlega,“ segir Snorri Helgason tónlistarmaður, en
hann uppgötvaði nýlega hvað hugleiðsluíþróttin fer
vel saman við tónlistarbransann, sem oft á tíðum
getur tekið á líkama og sál.
Snorri hefur verið búsettur í London undanfarið
ár ásamt unnustu sinni, Hildu Gunnarsdóttur fata-
hönnuði. Þar er hann að koma sinni eigin tónlist á
framfæri. Það var einmitt á tónleikum í Þýskalandi
með hljómsveitinni Hjaltalín sem Snorri var hvattur
til að fara að hreyfa sig. „Ég var að gera nokkrar
hnébeygjur og liðka mig til svona rétt áður en ég
steig á svið þegar það heyrðist mikið brak úr hnján-
um á mér. Krakkarnir létu mig heyra það og sögðu
að svona brak væri ekki eðlilegt í ungum manni eins
og mér,“ segir Snorri glettinn, en hann stundar nú
jóga af miklum móð og finnur mun. „Brakið er samt
ekki farið enn þá en mér finnst þetta þægilegt. Ég
ætla ekki að verða neinn jógagúru en held að ég sé
að ná því að vera ekki kaldhæðinn og fara í þetta
með opnum huga, sérstaklega þegar kennarinn segir
okkur að „anda heiminum inn og áhyggjum út“.“
Snorri er væntanlegur til landsins innan skamms
til að fylgja útgáfu plötu sinnar Winter Sun eftir
en hún kemur út í júlí. Hann kemur fram á LungA
hátíðinni um miðjan júlí og Innipúkanum um versl-
unarmannahelgina en í næstu viku kemur út nýtt
lag með Snorra sem nefnist River.
„Við ætlum okkur að vera áfram í London en tón-
listarbransinn hér er nokkuð harður enda mikið
framboð af svipaðri tónlist. Ég finn samt að hlut-
irnir eru að komast í rútínu og ég er farinn að spila
á réttu stöðunum.“ - áp
Snorri Helga sendur í jóga
STUNDAR JÓGA Snorri Helgason er á leiðinni til landsins í júlí
til að fylgja eftir útgáfu á plötunni Winter Sun.
Framhald verður á ævintýrum
fjármálastarfsmannsins Ástríðar.
Framleiðslufyrirtækið Saga Film
og Stöð 2 hafa náð samningum
um að gera þáttaröð númer tvö en
fyrsta serían sló eftirminnilega
í gegn og var tilnefnd til fjölda
Eddu-verðlauna.
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona
er afar ánægð með að önnur þátta-
röð um Ástríði verði að veruleika.
„Ég er mjög ánægð, það er kominn
tími á kvenkynsefni í sjónvarpi,
það hefur verið svo svakaleg karla-
slagsíða undanfarið.“ Ilmur var þó
bara nýbúin að heyra af þessari
ákvörðun og segir handritsvinnu
nú eiga að fara á fullt. „Við erum
bara aðeins búin að hittast og ræða
málin, ég get því ekki mikið sagt
þér. Ég geri hins vegar fastlega
ráð fyrir því að Silja [Hauksdóttir]
eigi eftir að leikstýra þessu.“ Ilmur
reiknar jafnframt með því að
Ástríður verði ekki lengur í starfi
hjá fjármálafyrirtækinu sínu.
„Nei, það er allavega ein af hug-
myndunum, að hún verði atvinnu-
laus í byrjun þáttanna.“
Ilmur var stödd í Halifax þegar
Fréttablaðið náði tali af henni og
gat því ekki verið viðstödd Grímu-
verðlaunin sem voru afhent við
hátíðlega athöfn á fimmtudags-
kvöld. Hún var tilnefnd sem leik-
kona ársins fyrir Fólkið í kjallar-
anum en leikstjóri sýningarinnar,
Kristín Eysteinsdóttir, fékk hins
vegar ekki tækifæri til að lesa
ræðuna sem Ilmur sendi henni því
Unnur Ösp Stefánsdóttir bar sigur
úr býtum fyrir Elsku barn.
Ilmur er stödd í kanadísku borg-
inni við upptökur á ferðaþætti sem
sýndur verður á Stöð 2, en eins og
frægt er orðið þeyttust Ívar Guð-
mundsson og Arnar Grant um alla
Evrópu í sambærilegum þætti.
Ilmur staðfestir að hún sé kven-
kyns-útgáfan af þeim tveim. Hún
var í það minnsta að fara á brim-
bretti með kanadískum heims-
meistara í íþróttinni en hún hefur
heimsótt Glasgow, París, Boston,
Helsinki og Seattle, þar sem hún
fór meðal annars í áheyrnarprufu
hjá grunge-sveit.
freyrgigja@frettabladid.is
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR: KOMINN TÍMI Á KVENLEGT SJÓNVARP
ÁSTRÍÐUR SNÝR AFTUR
KARLLÆGT SJÓNVARP Ilmur Kristjánsdóttir segir að sjónvarpsdagskráin hafi verið
með karlaslagsíðu að undanförnu og það sé því sérstakt gleðiefni að gera eigi
þáttaröð númer tvö af Ástríði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI