Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 3
Fækkum slysum á ferðalögum. Allar upplýsingar á einum stað! Safetravel er samstarfsverkefni fjölda innlendra aðila með það að markmiði að auðvelda ferðafólki aðgang að upplýsingum á vefsvæðinu www.safetravel.is sem fækkað geta slysum á ferðalögum innanlands. Auk þess munu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða með vakt í sumar á hálendi Íslands og geta þannig aðstoðað þá sem lenda í óhöppum með enn skjótari hætti en hingað til. Í dag munu félagar úr björgunarsveitum okkar vera til taks á Olísstöðvum um land allt frá kl. 16-20 og minna þannig á átakið og ræða við áhugasama um öryggismál. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða til taks á hálendi Íslands í sumar ferðafólki til aðstoðar. öryggi á ferðalögum Á safetravel.is gefst ferðafólki um Ísland nú tækifæri á því að nálgast á einum stað allar helstu upplýsingar og ráðgjöf varðandi öryggi á ferðalögum. Vefsvæðið er bæði ætlað íslenskum sem erlendum ferðamönnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.