Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 40
28 24. júní 2011 FÖSTUDAGUR Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sig- urðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðr- um í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guð- mundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stef- án Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmund- ar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæra- leikur eru fyrsta flokks og hljóm- urinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfir- bragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóð- færaleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlut- verkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járn- brautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heild- ina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi. Íslenskur Iggy Pop GUÐMUNDUR Fyrsta plata Guðmundar Þóris Sigurðssonar er ekki frumleg en flott engu að síður. Enn á ný er George Cloo- ney laus og liðugur. Þessi eftirsótti piparsveinn hefur verið við margar konur kenndur en hann á erfitt með langtímasamböndin. Hinn nýlega fimmtugi leikari, George Clooney, er hættur með kærustu sinni Elisabettu Canal- is eftir tæplega tveggja ára sam- band. Aðeins tvær vikur eru síðan hin ítalska Elisabetta lét hafa eftir sér í viðtali að hún væri hamingjusöm með Clooney og að ævintýri hennar héldi áfram. Það kom því töluvert á óvart þegar parið gaf út yfirlýsingu um sambandsslitin á miðviku- dag. Í yfirlýsingunni stóð: „Við erum ekki lengur saman. Þetta er mjög erfitt og persónulegt.“ Það er ansi athyglisvert að skoða ástarsambönd George Clooney. Frá árinu 1987 hefur leikarinn verið kenndur við tíu konur og því líftími ástarsambanda hans ekki langur. Árið 1987 hóf Clooney að hitta leikkonuna Kelly Preston, sem síðar átti eftir að giftast John Travolta. Sambandi þeirra lauk tveimur árum síðar. Í kjölfarið kynntist Clooney þrítugu leikkon- unni Taliu Balsam og giftu þau sig árið 1989. Parið skildi árið 1993 og sagði Clooney í viðtali við tímarit- ið Vanity Fair að hann hefði ein- faldlega ekki átt að vera í hjóna- bandi á þessum tímapunkti og gaf það síðar í skyn að hann myndi aldrei aftur kvænast. Árið 1996 var Clooney staddur í Frakklandi við tökur á kvikmynd- inni The Peacemaker. Þar kynnt- ist hann franska laganemanum Celine Balitran og nokkrum mán- uðum síðar flutti Balitran inn til Clooney í Los Angeles. Sambandið rann sitt skeið árið 1999. George Clooney kynntist svo ensku fyrir- sætunni og þáttastjórnandanum Lisu Snowdon árið 2000 og voru þau ýmist saman eða í sundur til ársins 2005, en á þessum fimm árum var Clooney einnig kenndur við leikkonurnar Reneé Zellweger, Taylor Howard og Kristu Allen, sem og norsku fjölmiðlakonuna Mariellu Frostrup. Árið 2007 átti hann árslangt samband við Fear Factor keppandann Söruh Larson en það var svo árið 2009 sem Cloo- ney kynntist ítölsku fyrirsætunni Elisabettu Canalis. Margir töldu að samband þeirra Clooney og Canalis myndi endast og héldu ítalskir fjölmiðlar því margoft fram að þau myndu gifta sig. Hvort George Clooney gangi einhvern tímann aftur upp að altarinu verður tíminn að leiða í ljós en þangað til getur fimmtugi piparsveinninn huggað sig við það að vera einn þriggja heimsþekktra fola sem tvisvar hefur hlotið tit- ilinn „Kynþokkafyllsti maður alheims“ í tímaritinu People. kristjana@frettabladid.is Stutt gaman með Clooney BÚIÐ SPIL George Clooney og hin ítalska Elisabetta Canalis eru hætt saman eftir tæplega tveggja ára samband. Auðæfi George Clooney eru metin á um 165 milljón dali, en það sam- svarar tæplega 19,3 milljörðum íslenskra króna. VELLAUÐUGUR BAD TEACHER 6, 8 og 10 MR. POPPERS PENGUINS 4, 6 og 8 BRIDES MAIDS 4, 6.30, 9 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D 4 - ISL TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -BOX OFFICE MAGAZINE T.V. - kvikmyndir.is www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar þ.þ fréttatíminn FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN  E.T WEEKLY ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 14 12 12 12 12 12 12 10 10 10 10 L LL L L L L L V I P AKUREYRI BEASTLY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 SUPER 8 kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 SUPER 8 Luxus VIP kl. 8 - 10:20 THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 4 - 6 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 2D kl. 4 - 6 KUNG FU PANDA 2 ensku. Tali Sýnd í 2D kl. 10:20 M/texta PIRATES 4 Sýnd í 2D kl. (5:20 VIP) - 8 - 10:40 SOMETHING BORROWED kl. 8 DÝRAFJÖR Sýnd í 2D kl. 3:40 12 12 12 12 10 L L L KRINGLUNNI SELFOSS VANESSA HUDGENS ALEX PETTYFER NEIL PATRICK HARRIS Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Nútíma útgáfa af Beauty and the Beast  MIAMI HERALD MYNDUNUM, ÞÚ MUNT TWILIGHT EF ÞÚ HAFÐIR GAMAN AF“ „FALLA FYRIRBEASTLY  S.F. CHRONICLE FRÁBÆR FJÖLSKYLDU-OG GAMANMYND MEÐ JIM CARREY Í FANTAFORMI. SUMARSMELLURINN Í ÁR! BEASTLY kl. 6 - 8 KUNG FU PANDA 2 með ísl tali kl. 6 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 HANGOVER 2 kl. 10:20 SUPER 8 kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 MR. POPPER’S PENGUINS kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.20 HANGOVER PART II kl. 8 -10.25 X-MEN: FIRST CLASS kl. 8 -10.45 KUNG FU PANDA 2 ísl tal 3D kl. 3 - 5.30 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali kl. 6 BEASTLY kl. 4 - 6 - 8 - 10 SUPER 8 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 4 - 6 KUNG FU PANDA 2 M/ ensku. Tali Sýnd í 3D kl. 8 Ótextuð THE HANGOVER 2 kl.10:20 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á - FRÉTTATÍMINN BAD TEACHER KL. 6 - 8 - 10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 6 - 8 L BRIDESMAIDS KL. 10 12 BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 L PAUL KL. 8 12 FAST FIVE KL. 10.10 12 BAD TEACHER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 BAD TEACHER Í LÚXUS KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L MR. POPPER´S PENGUINS Í LÚXUS KL. 3.40 L SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 L BARA GÓÐAR MYNDIR www.bioparadis.is MONSTER MARY AND MAX THE MYTH OF THE AMERICAN SLEEPOVER SÍÐASTI VALSINN (MEÐ ENSKUM TEXTA) THE GOOD HEART DANSINN (MEÐ ENSKUM TEXTA) 18:00, 20:00, 22:00 18:00, 20:00, 22:00 18:00, 20:00 18:00 20:00 22:00 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR & CAFÉ Tónlist ★★★ Guðmundur Guðmundur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.