Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 12
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Ally Dingwall, framkvæmdastjóri fi skafurða hjá matvælakeðjunni Sainsbury‘s Ekki fyrir okkur Íslensku umhverfismerki var hleypt af stokkunum á haustmánuðum 2008 með því fororði að íslenskum hagsmunum væri best borgið með séríslensku merki. Merkinu er ætlað að undirstrika sér- stöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fisk- veiðiþjóðar. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar sam- kvæmt leiðbeiningum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vott- un vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Rétt eins og hjá MSC en talsmenn þeirra segja mikilvægt að það komist til skila að MSC og íslenska merkið séu ekki and- stæður og það sé ekki spurning hvort allur iðnaðurinn velji íslenska merkið eða MSC. Spurningin sé um markaðs- þörf fyrirtækja og mögulegt fyrir fyrir- tæki að hafa fleiri en eina vottun. Dingwall þekkir vel til íslenska merkisins og segir það uppfylla ströng- ustu kröfur. „En ef við myndum taka upp íslenska merkið myndi það aðeins flækja málin fyrir okkar viðskipta- vini. Eitt merki, í okkar tilfelli MSC, á að segja alla söguna. Því er íslenska merkið ekki fyrir okkur. Mörg lönd hafa tekið upp sín eigin merki, hvort sem það er í samkeppni eða til þess að vinna með MSC, en MSC segir alla söguna og hin merkin bæta engu við.“ Spurður um hvort MSC sé hafið yfir gagnrýni, sem hefur verið hávær hér á landi, segir Dingwall að ekkert sé hafið yfir gagnrýni. „Gagnrýni er af hinu góða því að hún keyrir umbætur áfram.“ Hvalveiðar Fiskveiðar eru pólitískar og það á ekki síst við hér á Íslandi. Hvalveiðar eru hluti af þeirri mynd. Hafa hvalveið- ar áhrif á sölu íslenskra sjávarafurða á stórum mörkuðum og eru veiðarnar eins skaðlegar ímynd þjóðarinnar og haldið er fram? „Sainsbury‘s hefur þá stefnu varð- andi hvalveiðar að við kaupum ekki vörur af fyrirtæki sem er á einhvern hátt tengt hvalveiðum. Meirihluti neyt- enda í Bretlandi er á móti veiðunum og við hlustum á þær raddir.“ Ekki sama hvernig Sainsbury‘s kaupir aðeins íslenska ýsu og þorsk sem veidd eru á línu, á hand- færi eða í dragnót. Með öðrum orðum fisk af dagróðrabátum eða bátum sem landa afla eftir stuttan tíma á sjó. Ding- wall segir ástæðuna einfalda. „Við tókum þessa ákvörðun árið 2007. Að hluta til vegna stefnu okkar um sjálf- bærni veiða því þessi veiðarfæri taka minni meðafla. Aðallega voru það þó gæði hráefnisins sem réðu þessari ákvörðun. Við töldum þetta bestu leið- ina til að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar um gæði.“ Dingwall tekur fram að Sainsbury‘s selji trollveiddan fisk en það nái til ann- arra tegunda en þorsks og ýsu. Framtíðin Hvað um framtíðina? Verður umhverf- isvottun, eins og MSC, skilyrði fyrir sölu sjávarafurða á stórum mörkuð- um? „Ég held að neytendur séu nú þegar farnir að spyrja sig vissra spurn- inga ef MSC merkið er ekki að finna á umbúðunum“, svarar Dingwall. „Við sjáum vitundarvakningu hjá okkar viðskiptavinum og í Bretlandi almennt. Ég held því að í framtíðinni verði sífellt meiri eftirspurn eftir þeim skilaboðum sem umhverfismerki stendur fyrir, ekki síst MSC af því það hefur afgerandi forystu. En gleymum ekki að vottun um sjálfbærni er ekki nóg ef gæðin eru ekki til staðar. Gæðin verða alltaf í forgrunni og þess vegna kaupum við íslenskan fisk en engin vara tekur honum fram í gæðum.“ Ef við myndum taka upp íslenska merkið myndi það að- eins flækja málin fyrir okkar viðskiptavini. Krafa neytenda um sjálf- bæra nýtingu fiskistofna, skynsamlega fiskveiði- stjórnun og tillitssemi við vistkerfi sjávar verður sífellt háværari. Dreifingar- og söluaðilar þurfa þess vegna að svara kallinu um umhverfisvottaðar sjávar- afurðir. Þetta staðfestir Ally Dingwall, hjá bresku matvælakeðjunni Sains- bury‘s, í viðtali við Svavar Hávarðsson. S æmark sjávarafurðir, sem er fiskútflutningsfyrirtæki sem annast markaðssetningu sjávarafurða frá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum víðs vegar um landið, hlaut í gær vottun samkvæmt stöðlum Sjávar- nytjaráðsins, eða Marine Stewardship Council (MSC), fyrir fjögur samstarfs- fyrirtækja sinna. Vottunin staðfestir að þorsk- og ýsuveiðar fyrirtækjanna fjög- urra, sem öll gera út frá Vestfjörðum, með handfærum, línu og dragnót, upp- fylla kröfur MSC, en vottunin byggir á ítarlegu mati íslenskra sérfræðinga undir stjórn Vottunarstofunnar Túns. Það má segja að vottunin marki tíma- mót, en MSC bauð íslenskri útgerð sam- starf strax árið 1996. Því var hafnað og útgerðin hefur lengst af tortryggt Sjávarnytjaráðið vegna tengsla við umhverfisverndarsamtök. Af þessu til- efni kom hingað til lands forstjóri MSC, Rupert Howes, og Ally Dingwall frá Sainsbury‘s en verslunarkeðjan dreifir stórum hluta af öllum þorski og ýsu sem hér veiðist á línu og handfæri. Risi í sölu sjávarfangs Sainsbury‘s er næststærsta verslunar- keðja Bretlands með 940 verslanir undir sínum merkjum. Dingwall setur þessa stærð fyrirtækisins í samhengi með smá tölfræði. Verslanir fyrirtæk- isins eru heimsóttar í 21 milljón skipti í hverri viku. Starfsmenn eru rúmlega 150 þúsund talsins. Hlutdeild þeirra á breskum matvæla- markaði er rúm sextán prósent en hærri í sölu sjávarfangs. „Hvað sölu fiskmet- is varðar þá ákváðu forsvarsmenn fyr- irtækisins árið 2006 að taka upp eigið matskerfi á því hvort hráefnið sem til okkar barst stæðist þær kröfur sem neytendur gera. Okkar kerfi tekur tillit til ástands fiskistofna, fiskveiðistjórn- unar viðkomandi lands og umhverfis- áhrifa veiðanna. Enginn fiskur er seld- ur frá okkur sem stenst ekki kröfur um ábyrgar veiðar og vinnslu,“ segir Ding- wall. Þetta sjálfstæða umhverfisvottunar- kerfi var þróað í samstarfi við vísinda- menn og byrgja, að sögn Dingwall. „Þetta kerfi er til hliðar við sérstak- lega umhverfisvottaðar vörur sem við seljum. Þetta á bæði við um villtan fisk og alinn. Við höfum þar hugfast hvaða áhrif fiskeldi getur haft fyrir villtar tegundir, til dæmis hvernig fóðrið er tilkomið.“ Ábyrgð og sjálfbærni Dingwall tekur fram að fyrirtækið gerir skýran greinarmun á merkingu orðanna ábyrgð og sjálfbærni. Hann segir það tilkomið vegna þess að neyt- endur séu ekki vissir um merkingu hug- takanna og almennt sé hugtakið sjálf- bærni ofnotað. „Við höfum mjög skýra skilgreiningu á því hvað sjálfbærni er og það kemur fram á okkar vörum. Fyrir okkur er það vörur sem hafa hlot- ið MSC vottun.“ Dingwall segir að vitund neytenda um sjálfbærni í verslun með fiskmeti hafi aukist mikið á stuttum tíma en ítrekar orð sín um að margt geti valdið misskilningi. „Við viljum einfalda þessi skilaboð. Þau eru þau sömu fyrir allan okkar villta fisk og þau skilaboð felast í því umhverfismerki sem við notum. Neytandinn á ekki að þurfa að vita um þýðingu merkisins í smáatriðum heldur aðeins að hann geti treyst því að merk- ið standi fyrir að ströngustu skilyrðum sé mætt. MSC er leiðandi á heimsvísu og skilaboðin skýr og þeim kunnug sem á annað borð láta þessi mál sig varða. Fyrirtækið viðurkennir því MSC sem það merki sem er leiðandi í heiminum.“ Sjálfbær nýting er krafa dagsins ALLY DINGWALL Skoskur sjávarlíffræðingur sem ber ábyrgð á gæðum alls fiskmetis sem selt er hjá næststærstu verslunarkeðju Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég held að neytendur séu nú þegar farnir að spyrja sig vissra spurninga ef MSC merkið er ekki að finna á um- búðunum b m va ll a .is Smellinn forsteyptar einingalausnir frá BM Vallá BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Sími: 412 5000 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is Helstu kostir SMELLINN húseininga: Styttri byggingartími Steypt við bestu aðstæður Yfirborð frágengið Gott einangrunargildi Minni fjármagnskostnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.