Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 8
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR8 1. Hvaða lið keppa í úrslitum EM U-21 í Danmörku? 2. Hver var útnefndur borgar- listamaður Reykjavíkur? 3. Hvað eru margir flokkar í ríkis- stjórn Finnlands? SVÖR 1. Spánn og Sviss 2. Magnús p Pálsson 3. Sex Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Dethleffs 2011 frá Þýska hjólhýsarisanum Frá þýska hjólhýsarisanum Dethleffs sýnum við hjólhýsi í hæðsta gæðaflokki með ríkulegum staðalbúnaði þar sem gæði og falleg hönnun fara vel saman Verð: 5.298.000kr 560 SK Camper Style Lengd utanmál 8,12 m. Innanmál 6,10 m. Breidd 2,50 m. Verð: 4.248.000kr 510 DB Camper Lengd utanmál 7,28 m. Innanmál 5,25 m. Breidd 2,30 m. Verð: 5.698.000kr 560 SB Nomad Lengd utanmál 8,12 m. Innanmál 6,10 m. Breidd 2,50 m. Með Alde hitakerfi Verð: 4.798.000kr 510 V Nomad Lengd utanmál 7,28 m. Innanmál 5,25 m. Breidd 2,30 m. Alde hitakerfi 310.000kr SKIPULAGSMÁL Göngugötum í mið- borg Reykjavíkur verður fjölgað í sumar. Austurstræti hefur verið breytt í göngugötu að Pósthús- stræti, sem verður lokað fyrir bílaumferð frá og með deginum í dag til 31. ágúst. Einungis verður opið fyrir bílaumferð milli klukk- an 8 og 11 á morgnana. Hafnarstræti austan Póst- hússtrætis var lokað við Póst- hússtræti 17. júní síðastliðinn og verður lokað til 31. ágúst. Óheimilt verður að leggja bílum á þessum kafla en stæðum fyrir hreyfihamlaða verður komið fyrir á mótum Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. - sv Miðborgin fyrir gangandi fólk: Göngugötum fjölgað í sumar MIÐBORGIN GERÐ FYRIR GANGANDI Ýmsar breytingar verða gerðar á umferðarreglum í miðborginni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NEYTENDAMÁL „Verð á kjötvörum mun vonandi lækka með hnitmið- aðra vöruúrvali.“ Þetta segir fram- kvæmdastjóri Bónuss, Guðmund- ur Marteinsson, sem hefur varpað fram þeirri hugmynd að skilarétt- ur á kjötvörum verði afnuminn frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Kjötsalar hafa kvartað undan vöruskilunum en gleymt að taka með í reikninginn hvað þeir hafa fengið í staðinn fyrir skilaréttinn, nefnilega frjálsan aðgang að búð- unum. Þar með hafa þeir aukið vöruúrvalið. Þeir hafa sjálfir pant- að vöruna og ákveðið magnið sem fer í verslanirnar með tilliti til eigin birgðastöðu. Vöruskil innan skynsemismarka eru þó hluti af markaðssetningu vörunnar, það er að segja varan er til allan tímann á meðan verslunin er opin,“ segir Guðmundur. Hann segir kjötsala hafa kvart- að undan kostnaði vegna vöruskil- anna. „Nú losna þeir við hann og þá skyldi maður ætla að þeir gætu lækkað verðið. Búðin gæti einn- ig gefið fimmtíu prósenta afslátt á vöru sem er að renna út á tíma og þá nyti kúnninn góðs af því.“ Guðmundur leggur áherslu á að vöruskilin séu föst í hendi og að hægt sé að reikna þau út. „Það hefur hins vegar ekki þótt til- tökumál þegar vara er ekki til hjá kjötsala. Frá áramótum hefur til dæmis verið mikill skortur á kjúk- lingum. Ég hef ekki getað sent Reykjagarði eða Matfugli reikn- ing vegna sölutapsins.“ Að sögn Guðmundar er vöruúr- valið orðið of mikið. „Fjöldi vöru- númera til dæmis í hverri tegund áleggs er orðinn allt of mikill, sér- staklega í lágvöruverðsverslunum eins og Bónus.“ Framkvæmdastjórinn tekur það fram að hann hafi sent kjötbirgj- um bréf um hugmynd sína. „Þetta verður ekki einhliða ákvörðun. Ég er bara að varpa þessari hugmynd fram.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, telur eðli- legt að verslanir sjái um sín inn- kaup og beri ábyrgð á þeim. „Það leiðir til þess að panti verslun vöru í of miklu magni muni hún einfaldlega lækka verð- ið áður en síðasti söludagur rennur upp. Það er betra að selja á hálf- virði en að fleygja vörunni. Verði skilarétturinn afnuminn á það að gefa svigrúm til að lækka heild- söluverðið. Ég geng út frá því og geri kröfu til þess að verðlækkan- irnar skili sér til neytenda.“ ibs@frettabladid.is Bónus telur afnám skila- réttar lækka verð á kjöti Kjötsalar hafa ákveðið magn kjöts sem fer í verslanir og eru sagðir hafa kvartað undan kostnaðinum. Vöru- úrvalið orðið of mikið að mati framkvæmdastjóra Bónuss sem telur að lækka mætti verð á kjötvörum. MATARINNKAUP Vonast er til að verð á kjötvörum lækki verði skilaréttur afnuminn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég geng út frá því og geri kröfu til þess að verðlækkanirnar skili sér til neytenda. JÓHANNES GUNNARSSON FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA EVRÓPUMÁL Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, skrifaði á þriðjudag undir fríverslunar- samning EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtensteins, Noregs og Sviss) við Hong Kong. Undirritunin fór fram í Schaan í Liechtenstein. Þetta er fyrsti fríverslunar- samningur sem Hong Kong gerir við Evrópuríki, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytis- ins. Samningurinn tekur bæði til vöru- og þjónustuviðskipta en einn kafli hans fjallar sérstaklega um umhverfismál í þessu sam- hengi. Það er að frumkvæði Norðmanna að kveðið er á um umhverfismál í þessu sam- hengi. Þá var sam- hl iða samn- ingnum skrifað undir annan samning um vinnu- réttindi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem réttindi launþega hafa orðið umfjöllunarefni í fríverslun- arviðræðum EFTA-ríkja. Ráðherrar EFTA-ríkjanna hafa áhuga á nánara fríverslunarsam- starfi við mörg ríki og Össur Skarphéðinsson lýsti yfir stuðn- ingi við fríverslunarviðræður við til dæmis Indland, Rússland og Hvíta-Rússland. Hann segir nauð- synlegt að ræða við Hvít-Rússa um mannréttindi þar í landi. Rætt var og um EES-samstarf- ið, skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA, og fleira. - kóþ Réttindi launþega og umhverfismál tengd nýjum fríverslunarsamningi: EFTA semur við Hong Kong ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ESB Tvær nýjar skýrslur frá Evr- ópusambandinu sýna, að mati framkvæmdastjórnar þess, fram á nauðsyn þess að gera endurbæt- ur á fiskveiðistefnu þess. Annars vegar er skýrsla, sem sýnir að undanfarin ár hefur dregið úr hagkvæmni fiskveiðiflota ESB- ríkjanna. Hagnaður af fiskveið- um hefur dregist saman. Hin skýrslan sýnir að fiskveiði- flotinn hefur minnkað mjög hægt síðustu ár, eða innan við þrjú prósent árlega, sem þýðir að lítið hefur dregið úr ofveiði. - gb Nýjar skýrslur frá ESB: Fiskveiðar ESB óhagkvæmari VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.