Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 2
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR2 Guðrún, ertu að lyfta þér á hærra plan? „Já, þá sjaldan maður lyftir sér upp.“ Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur verið meðal bestu körfuknattleikskvenna landsins undanfarin ár. Hún hefur nú ákveðið að hætta í körfubolta og einbeita sér að kraftlyftingum. ORKUVEITAN Allt umfram kjarna- starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður skorið utan af fyrir- tækinu og selt. Aðeins verður eftir veitustarfsemi og allt sem ekki skilar tekjum verður lagt af, sam- kvæmt Bjarna Bjarnasyni, for- stjóra OR. Fyrirtækið hélt aðalfund í gær og þar voru frekari aðhaldsað- gerðir, sem boðaðar voru í mars, kynntar. Starfsfólki verður fækkað um 90 og fjöldi eigna verður seldur, þar með talið Perlan og höfuðstöðv- arnar að Bæjarhálsi 1. Bjarni segir engar ákvarðanir hafa verið teknar ennþá um upp- sagnir, en til þeirra gæti komið í tengslum við skipulagsbreytingar og að einstaka einingar verði lagð- ar niður. Ekki verði ráðið í stað þeirra sem hætta sakir aldurs eða vegna almennrar starfsmanna- veltu. „Við erum smátt og smátt að breyta rekstrinum og ætlum að ein- beita okkur algjörlega að kjarnan- um, veitustarfsemi, og fara út með allt sem ekki skilar tekjum.“ Bjarni segir starfsemi OR hafa verið allt of víðfeðma og stjórnend- ur hafi misst sjónar á hlutverki OR, sem sé að þjónusta íbúa og eigend- ur með veitustarfsemi. „Ætlunin með þessu öllu er að koma fyrirtækinu út úr þeim vanda sem það rataði í. OR er í grunninn mjög gott fyrirtæki. Vandinn er ekki tæknilegur eða rekstrarleg- ur, hann er fjárhagslegur.“ Bjarni bendir á að afborgarnir af lánum til næstu fimm ára nemi 107 millj- örðum króna og það sé meira en fyrirtækið ráði við að óbreyttu. Samkvæmt raforkulögum á að skipta orkufyrirtækjum upp í sam- keppnisstarfsemi annars vegar og hins vegar starfsemi sem byggir á sérleyfum. Önnur orkufyrirtæki hafa þegar gert það, en OR er á undanþágu til áramóta. „Orkuveit- unni verður skipt upp í tvö félög í lok árs samkvæmt lögum,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formað- ur borgarráðs, segir það eitt af hlutverkum nýskipaðrar eigenda- nefndar OR að útfæra skiptinguna. Nokkrar leiðir séu mögulegar í þeim efnum. Þreifingar hafi verið um að OR fengi varanlega undan- þágu frá lögunum, en undirtektir við slíkt á Alþingi hafi ekki verið góðar. kolbeinn@frettabladid.is Uppskipting OR í tvö félög í undirbúningi Starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur verður fækkað um 90 til ársins 2016 og eignir verða seldar. Afborganir af lánum nema 107 milljörðum á næstu fimm árum. Unnið er að því að skipta fyrirtækinu upp í tvö félög samkvæmt lagaákvæðum. AÐALFUNDUR Jón Gnarr borgarstjóri flytur tölu á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Um fyrsta opna aðalfund fyrirtækisins var að ræða. MYND/HELGI OLGEIRSSON BJARNI BJARNASON DAGUR B. EGGERTSSON Vandinn er ekki tæknilegur eða rekstrarlegur, hann er fjár- hagslegur. BJARNI BJARNASON FORSTJÓRI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR KJARAMÁL „Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngríms- son, upplýs- ingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Ice- landair, sem hófst klukkan hálftíu í gær- morgun, stóð enn yfir hjá Ríkis- sáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ef ekki næst að semja fyrir klukkan 14 í dag hefst yfir- vinnubann hjá flugmönnum Ice- landair. Guðjón gat ekki sagt til um hvenær bannið tæki að hafa áhrif á millilandaflug. - sv SPURNING DAGSINS ORKUMÁL Alþjóða orkumálastofn- unin og orkumálaráðuneyti Banda- ríkjanna ætla að setja sextíu millj- ónir olíutunna á markað á næstu þrjátíu dögum. Tunnurnar eru hluti af varaforða Bandaríkjanna og Alþjóða orkumálastofnunar- innar. Gripið var til þessara aðgerða til að vega upp á móti minnkandi framleiðslu á olíu vegna átaka í Líbíu og öðrum löndum. Orku- málaráðherra Bandaríkjanna, Steven Chu, sagði í gær að fylgst væri náið með ástandi á olíumark- aði og Bandaríkin væru tilbúin að grípa til frekari aðgerða ef þess gerðist þörf. Olíuverð lækkaði talsvert eftir þessa tilkynningu, meðal annars á Íslandi. Flest olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um þrjár krónur í kjölfar tíðindanna. Ódýr- astur er bensínlítrinn hjá Orkunni. Varaforði Bandaríkjamanna er í sögulegu hámarki, 727 milljón tunnur. 87,5 milljónir olíutunna eru notaðar í heiminum á hverjum degi. Þar af nota Bandaríkjamenn tæpar tuttugu milljónir tunna. - þeb Bensínverð lækkaði á Íslandi vegna frétta um 60 milljónir olíutunna: Setja varaforða olíu á markað BENSÍNSTÖÐ Í BANDARÍKJUNUM Olíuverðið lækkaði í Bandaríkjunum eins og annars staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Hávarður Tryggvason lagði í gær af stað í tæplega 700 kíló- metra langa hjólaferð um Vest- firði. Hávarður hjólar til styrkt- ar Grensásdeild og er það hluti af átakinu Á rás fyrir Grensás. Hægt er að styrkja hann í gegnum heimasíðu Grensásdeildar. Hann lagði af stað frá Ísafirði á miðvikudag. Hann mun hjóla í vestur í gegnum Bíldudal og Patreksfjörð, Flókalund, innfirði Breiðafjarðar, Steinadalsheiði, á Hólmavík og Ísafjarðardjúp aftur til Ísafjarðar. Ferðalagið er tæpir 700 kílómetrar og fimm þúsund metra hækkanir yfir fjallvegi. - þeb Fer um Vestfirði fyrir Grensás: Hjólar tæpa 700 kílómetra Á SILFURTORGI Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, kvaddi Hávarð á Silfurtorgi bæjarins áður en hann lagði upp í ferðina. BOLUNGARVÍK Rúður brotnuðu og þök skemmdust í Bolungarvík í gærdag þegar grjóti rigndi yfir bæinn. Verið var að sprengja vegna snjóflóðagarðs í fjallinu fyrir ofan bæinn og svo virðist sem sprengingin hafi verið mun öflugri en verktakinn bjóst við. Sprengingum við snjóflóða- garðinn hefur verið hætt í bili en aðrar framkvæmdir munu halda áfram. Grjóthnullungarnir voru sumir hverjir hnefastórir og þykir mikil mildi að enginn slasaðist, þar sem fjöldi fólks var utandyra að vinna í görð- um sínum. Vinnueftirlitið hefur fengið málið til skoðunar. - sv Grjóti rigndi yfir Bolungarvík: Brotnar rúður og skemmd þök STJÓRNSÝSLA Borgarráð hefur skip- að úttektarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitu Reykjavík- ur (OR). Rannsaka á þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Mun úttekt nefndarinnar bein- ast sérstaklega að því að skoða hvernig staðið var að mikilvægum skuldbindandi ákvörðunum, þar á meðal aðkomu eigenda, stjórnar og stjórnenda að þessum ákvörðunum. Úttektin mun enn fremur beinast að vinnubrögðum stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjórnar og sam- vinnu þeirra á milli. Þá verða ýmsir þættir innra eftirlits fyrirtækisins metnir og áhættustýring þess skoð- uð. Kemur þetta fram í erindisbréfi úttektarnefndarinnar. Markmiðið er að skýra aðdrag- anda og orsakir stöðu rekstrar Orkuveitu Reykjavíkur og mun úttektarnefndin gera grein fyrir niðurstöðum sínum í skýrslu til eig- enda Orkuveitu Reykjavíkur sem áætlað er að verði tilbúin fyrir 1. mars 2012. Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Ernst & Young, verður formaður nefndarinnar og með henni sitja Ása Ólafsdóttir lög- fræðingur og Ómar Hlynur Krist- mundsson, dósent í opinberri stjórn- sýslu við Háskóla Íslands. - kóp Úttektarnefnd um málefni Orkuveitu Reykjavíkur skipuð: Fjárhagsmálefni OR rannsökuð ORKUVEITAN Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd til að kanna þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Tólf teknir á Reykjanesbraut Lögreglan stöðvaði tólf ökumenn á Reykjanesbraut í gærdag fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast var á 133 kílómetra hraða og bíður hans nú 90 þúsund króna sekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Keyrði á fjóra bíla Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bíl sínum á Dalvegi í gær. Lenti bíllinn á öfugum vegarhelmingi og framan á öðrum bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Við það hentist bifreiðin upp á gangstétt og niður brekku þar sem hún hafnaði á tveimur bílum sem voru kyrrstæðir og mannlausir. Enginn slasaðist í árekstr- inum og þykir það hin mesta mildi. LÖGREGLUFRÉTTIR Enn var fundað í gærkvöldi: Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja GUÐJÓN ARNGRÍMSSON BANDARÍKIN Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmyndina að Facebook, hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði Alríkisdómstóls til Hæstaréttar. Í úrskurðinum segir að þeir hafi gert samning sem virðist þeim mjög hagstæður og vildi Alríkisdómstóll því ekki rifta honum. Dómstóllinn vísaði máli þeirra frá í apríl síðastliðnum en þeir vildu rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, vegna deilna um höfundarrétt. Facebook-dómur stendur: Tvíburar áfrýja ekki úrskurði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.