Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 22
2 föstudagur 24. júní núna ✽ sól og gleði augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar N orræni t ískutvíæring- urinn verður haldinn í annað sinn í Seattle þann 30. september og stendur hann yfir til 13. nóvember. Norræna húsið er stofnandi tvíæringsins en listakonan Hrafnhildur Arnardóttir sinnir starfi sýningastjóra í ár. Að sögn Ilmar Daggar Gísladóttur, verkefnastjóra Norræna tískutvíær- ingsins, er markmið viðburðarins að kynna norræna hönnun fyrir umheiminum. „Tvíæringurinn er hugsaður eins og myndlist- arsýning og var það sýningar- stjórinn, Hrafnhildur Arnar- dóttir, sem sá um að velja inn þátttakendur. Valið endurspegl- ar hennar sýn á nor- ræna tísku og hönn- un í dag,“ útskýr- ir Ilmur Dögg og bætir við: „List Hrafnhildar er mitt á milli þess að vera tíska og listaverk og þess vegna er sérstaklega gaman að hafa fengið hana til liðs við okkur.” Hrafnhildur er betur þekkt sem Shoplifter og vinn- ur mikið með hár og skapaði meðal annars hárskúlptúrinn sem Björk bar á plötuumslagi Medullu. Fjöldi norrænna hönnuða tekur þátt í viðburðinum og þeirra á meðal eru Mundi, Hildur Yeoman, Aftur, Aurum, Kría Jewelry, Vík Prjóns- dóttir, Steinunn, danski hönnuð- urinn Henrik Vibskov, hin sænska Sandra Back lund og finnska tvíeykið Ivana Helsinki. Ilmur Dögg segist mjög spennt fyrir tvíæringnum enda sé þetta stærsta sýning á nor- rænni hönnun sem hald- in er í Bandaríkjunum. „Þetta er alveg ótrúlega spenn- andi verkefni og frábært tækifæri fyrir litlar þjóðir til að blómstra. Svo skemm- ir ekki fyrir að við erum með stórfeng- legan hóp hönnuða hérna á sýning- unni.“ - sm NORRÆNI TÍSKUTVÍÆRINGURINN FER FRAM Í SEATTLE Í HAUST: VIBSKOV OG MUNDI TIL SEATTLE Spennandi tímar Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna tískutvíær- ingsins sem haldinn er í Seattle í haust, segir viðburðinn frábært tækifæri fyrir norræna hönnuði. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir er sýningarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hrafnhildur Arnardóttir Hversu hreinar eru hárvörurnar þínar? Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver, Hagkaup, Árbæjarapóteki, Apóteki Vesturlands, Apóteki Ólafsvíkur, Melabúðinni, Vöruval Vestmannaeyjum, Þín verslun Seljabraut. Innflutningsaðili: Gengur vel ehf DERMA ECO LÍFRÆNT VOTTAÐAR HÚÐ- OG HÁRSNYRTIVÖRUR Á SKYNSÖMU VERÐI – Án Parabena, ilm og litarefna – Derma Eco sjampó Mýkir og verndar, fyrir flestar hárgerðir Derma Eco hárnæring Mýkir hárið og eykur glans án þess að veita fituga áferð. SUMARLEGAR Leikkonan Kirsten Dunst og stílistinn Leith Clark voru sumarlegar og fínar er þær sóttu Wimbledon-mótið. NORDICPHOTOS/GETTY Hvað finnst í fataskápnum Lífsstíls- og tískubloggið www. stylelikeu.com er stórskemmti- leg síða sem auðvelt er að gleyma sér yfir. Umsjónarmenn síðunnar heimsækja athyglisvert fólk, fá að kíkja inn í fataskápa þess og kynn- ast lífsspeki þess. Þeir heimsækja alls kyns fólk, námsmenn í New York, rapparann RZA úr hljómsveitinni Wu Tang Clan, listamann- inn Terence Koh og of- urstílistann Lori Goldstein. Síðan sam- anstendur af mynd- um, við- tölum og ítarlegum vídeóblogg- um. Straumar frá Sviss Á síðunni www.playlust.net/wp er fjallað um allt mögu- legt; partý, tísku, blaðagreinar og ýmislegt annað. Síðan er skrifuð á þýsku en fyrir þá sem ekki skilja það fallega tungumál er engu minna gaman að skoða myndirn- ar á síð- unni því þar finnst ýmis- legt áhugavert. SNIÐUG TVÍEYKI Þessi tvíeyki úr pivoine Flora línunni frá L‘Occitane eru kjörin í ferða- budduna. Fyrra tvíeykið er á kinnar og gefur andlitinu fallegan ljóma og hið síðara er augnskuggi. D jasssveitin FaktorýFantas- tic, sem einnig er húsband skemmtistaðarins Faktorý, mun leika ljúfa tóna fyrir gesti á sunnudagskvöld. Sveitina skipa þeir Baldur Tryggvason, Daníel Björn Sigurðsson, Helgi Kristjáns- son og Steinar Sigurðsson. Það hefur verið þéttsetið á fyrri tónleikum sveitarinnar og því brá hún á það ráð að færa djass- inn inn í nýjan hliðarsal staðar- ins sem rúmar fleiri gesti. Hljóð- færaleikarar og söngelskt fólk er hvatt til að mæta og spreyta sig á sviðinu með FaktorýFantastic á sunnudaginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og er aðgangur ókeypis. Djasstónleikar á Faktorý: Djassinn dunar Djass á Faktorý Húsband Faktorý mun leika á alls oddi á sunnudagskvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.