Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 20
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR2 „Ég ólst upp við Hellisgerði og garð- urinn var leiksvæði mitt. Þegar ég flutti aftur á æskuheimilið endur- nýjaði ég kynnin við álfana,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir myndlistar- maður. Hún ásamt fjölskyldu sinni stendur í dag klukkan 18 að opnun Álfagarðs í Hellisgerði. Álfagarðurinn verður miðstöð álfa og huldufólks með aðsetur í Oddrúnarbæ sem er lítið hús í garð- inum. Þar verður að finna upplýs- ingar um verur Hellisgerðis og hægt að kaupa listmuni og hand- verk sem tengjast garðinum og álf- heimum. Þar verður einnig hægt að kaupa nesti og fá lánað teppi fyrir lautarferð. Ragnhildur mun sjálf bjóða upp á álfagöngur og verður með tvær slíkar um helgina, laug- ardag og sunnudag klukkan 13. „Ég skipulagði þessar göngur með einni huldukonunni og mun túlka fyrir hana. Þá eru fleiri verur sem vilja vera með okkur í þessum ferðum,“ segir Ragnhildur glaðlega og bætir við að huldukonurnar klæði sig sér- staklega uppá fyrir þessar göngur. „Já, já þær eru í kjólum sem þær saumuðu sérstaklega fyrir þetta til- efni.“ Ragnhildur segir Hellisgerði sérstakan stað. „Hér er óskemmt hraunsvæði sem var fyrir níutíu árum bjargað frá því að leggjast undir byggð. Hér er fjölbreytt flóra af álfum, dvergum og huldufólki enda hefur slíkum verum fjölgað í garðinum eftir því sem byggðin í Hafnarfirði hefur þést,“ lýsir Ragn- hildur sem segir álfana sjálfa hafa fengið hugmyndina að álfagarð- inum. „Það er í raun ekki nema í nokkra áratugi sem lítið samband hefur verið milli álfa og manna. Nú vilja þeir vera í betra sambandi,“ segir hún. Innt eftir því hvort álf- arnir séu góðir segir hún svo vera. „Þeir sem búa í Hellisgerði eru góð- viljaðir þó tveir séu reyndar pínu nöldurseggir.“ Álfagarðurinn verður opinn dag- lega frá 12 til 16 og eftir samkomu- lagi. Í dag klukkan 18 hefst opnunin á Hátíð lífsins sem er sumarhátíð álfa en einnig verður opnuð sýn- ing á listaverkum eftir nokkra listamenn sem tengjast Hellisgerði sterkum böndum. Í dag verður einn- ig stofnað Hollvinafélag Hellisgerð- is fyrir þá sem vilja vinna að vexti og viðgangi svæðisins. solveig@frettabladid.is Álfar í sínu fínasta pússi Álfagarðurinn opnar í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag. Opnunin hefst á Hátíð lífsins sem er sumarhátíð álfa. Ragnhildur Jónsdóttir er í góðu sambandi við álfana í Hellisgerði og kynnir þá fyrir gestum. Álfarnir sjálfir stungu hugmyndinni að álfagarðinum að Ragnhildi og vilja vera í betra samband við mannfólkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lifandi tónlist verður alla laugardaga í sumar á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro í Hofi á Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og verða utandyra þegar veður leyfir. Aðgangur er ókeypis og verður boðið upp á allt frá klass- ískum djassi yfir í brasilíska salsatóna. Brú til Borgar hefst klukkan 12.30 á morgun þegar félagsheimilið Borg verður opnað og gestir geta skoðað ljósmyndir Böðvars Stef- ánssonar, fyrrverandi skólastjóra á Ljósafossi. Hátíðin verður form- lega sett klukkan 13. Þá tekur við fjölbreytt dagskrá þar sem félagar í kvæðamannafélaginu Árgala flytja frumort efni, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flyt- ur minningabrot frá sumardvöl í Klausturhólum og sungin verða íslensk sönglög. Glíma, íslenski hundurinn, búvélar og þjóðbún- ingar fá einnig sinn sess. Dagskrá sunnudagsins hefst klukkan 9.45 í Þrastarlundi á ferðinni Listin, lífið og landið. Klukkan 13.30 hefst í Borg, mál- þing um Einar Má Guðmundsson og ritverk hans um Grímsnesið. Til umfjöllunar verða þrjár bækur Einars Más um upp- vaxtarár föðurfólks hans í Gríms- nesinu. Aðgang- ur að dagskránni á laugardaginn og málþinginu er ókeypis. Nán- ari upplýsingar má finna á www. hollvin- ir.blog. is Menning í Borg HÁTÍÐIN BRÚ TIL BORGAR VERÐUR HALDIN Í FJÓRÐA SINN NÚ UM HELGINA. ÞAR VERÐUR ÍSLENSK MENNING Í HÁVEGUM HÖFÐ. Damaskussmíði, sýning á verkum Sigrúnar Guðmunds- dóttur myndhöggvara, opnar í Listmunahorni Árbæjarsafns á morg- un klukkan 14. Til sýnis verða hnífar og dálkar auk ljósmynda af vinnuferli og ein- stökum hnífsblöðum. minjasafnreykja- vikur.is SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Toppur 5.990 Til í bleiku, hvítu og turkish. S•M•L Toppur 1.990 Blúndu- toppur 2.690 10 litir Pils 5.990 Hálsmen 3.750 Hlýrabolur 3.450 Blúndubolur 2.990 Peysa (5 litir) 4.990 Hálsmen 1.790 Bolur 4.990 kr. 4 litir Skart 1.290 kr. Full búð af nýjum sumarvörum Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Rýmum fyrir nýjum vörum Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is 30% afsláttur af öllu í verslun sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is VANDAÐIR SÆNSKIR KLOSSAR Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.