Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 38
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR26 folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 24. júní 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Friðrik Ómar og Jógvan með tónleika í Húsavíkurkirkju. Aðgangs- eyrir er kr. 2.000. 20.00 Orion með tvenna Master of Puppets tribute tónleika á Sódómu. Fyrri eru kl. 20 og þeir seinni kl. 24. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 23.00 Hellvar, Nóra og Vigri með tón- leika á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 500. ➜ Leiklist 20.00 Þórunn Erna Clausen flytur ein- leikinn Ferðasaga Guðríðar í Tjarnar- bíói. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Opnanir 16.00 Nýr sýningarsalur Listasafns Hornafjarðar opnar í gömlu slökkvi- stöðinni með sýningu á verkum Svav- ars Guðnasonar. ➜ Myndlist 21.00 Grapevine Grassroots kvöld á Hemma og Valda þar sem listamenn taka fyrir gjörningalist. 6000 DALI þurfti Jennifer Lopez að greiða fyrir hreinsun á sundlauginni sinni eftir að sonur hennar kúkaði í hana. Kanadíska hjómsveitin Caribou ætlar að gera aðra tilraun til að koma hingað til lands í næstu viku. Tónleikar með sveitinni eru fyrir- hugaðir á Nasa 28. júní. Hún ætlaði að spila þar 22. maí en tónleikun- um var frestað vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin Sin Fang, sem er með útgáfusamning við Morr Music í Berlín, hitar upp. Caribou er sviðsnafn stærðfræði- doktorsins Daniels Victors Snaith sem einnig er þekktur undir nafn- inu Manitoba. Miðasala á tón- leikana fer fram á Midi.is og kost- ar 3.800 kr. inn. Taka tvö hjá Caribou CARIBOU Hljómsveitin Caribou kemur hingað til lands í næstu viku. Leikkonan Jennifer Aniston fær stjörnu á frægðarstéttina í Hollywood á komandi ári. Aniston, sem hóf ferilinn sem Rachel í Friends, hefur geng- ið vel að landa hlutverkum í rómant ískum gamanmyndum frá því að Friends-ævintýrinu lauk og þykir kominn tími til að gefa henni stjörnu í stéttina frægu. Aniston fær stjörnu KOMINN TÍMI Á STJÖRNU Jennifer Aniston er komin í stjörnuhópinn. Réttarhöldin yfir tískuhönnuð- inum John Galliano eru hafin í París. Hann var ákærður vegna niðrandi ummæla í garð gyðinga á opinberum vettvangi. Svar hans við ákærunni er einfalt, hann man hreinlega ekkert eftir atvikinu. Umrætt atvik átti sér stað á barnum La Perle í Le Marais hverfinu í París í vetur og náð- ist á myndband. Galliano sat á barnum og sagðist elska Hitler og að allir gyðingar hefðu átt að drepast í helförinni. Galliano var í kjöl farið kærður fyrir niðrandi ummæli í garð minnihlutahópa og missti vinnu sína sem yfirhönn- uður Dior tískuhússins. Hönnuðurinn mætti svart- klæddur til að útskýra mál sitt og var skjálfraddaður þegar hann greindi dómaranum frá því að hann ætti við áfengis- og verkjalyfjafíkn að stríða. „Ég er fíkill á batavegi og hef verið undir mikilli pressu síðastliðin ár,“ útskýrði Galliano en hann er núna í meðferð á leynilegri stofn- un í Sviss. Skjálfandi Galliano STRESSAÐUR Tískuhönnuðurinn John Galliano mætti svartklæddur í réttarsal í París og útskýrði mál sitt með titrandi röddu. NORDICPHOTO/AFP Rihanna og fyrrum kærasti hennar, söngvarinn Chris Brown, endurnýjuðu vinskap sinn á samskiptasíðunni Twitter fyrir stuttu. Nú halda aðdáend- ur söngkonunnar að þau hafi tekið aftur saman, en Rihanna sleit sambandi þeirra í byrjun árs 2009 eftir að Brown lagði hendur á hana. Aðdáendur Rihönnu telja að þau séu tekin aftur saman vegna Twitter-samskipta þeirra. Fyrir stuttu sendi Brown söng- konunni eftirfarandi skilaboð: „Fékkstu myndina sem ég sendi þér?“ Augnabliki síðar eyddi Brown skilaboðunum af síðunni en ekki áður en aðdáendur Rihönnu náðu að mynda skila- boðin og þar með breiða út boð- skapinn. Söngkonan vill þó ekki kannast við að hafa tekið aftur saman við Brown og skrifaði á Twitter-síðu sína: „Þetta er Twitter, ekki altarið.“ Aftur í samskiptum SPJALLAR VIÐ BROWN Rihanna hefur verið að fylgjast með fyrrverandi kærasta sínum, Chris Brown, á Twitter. NORDICPHOTOS/GETTY Kaupmannahöfn hefur allt- af heillað unga Íslendinga og sumarið í ár er engin undantekning því íslensk ungmenni hafa fjölmennt til gamla höfuðstaðarins. „Við vorum ekkert mjög mörg hér fyrsta sumarið, en Íslend- ingunum hefur fjölgað rosalega í ár,“ segir Davíð Örn Símonarson, 21 árs gamall Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn í sumar. Mikill fjöldi íslenskra ungmenna hefur lagt land undir fót og sest að í Kóngsins Kaup- mannahöfn yfir sumarið og Davíð segir ástæðuna einfalda. „Við fáum borgað í dönskum krónum, svo öll launin okkar tvöfaldast í raun og veru út af genginu. Við fáum hörkulaun fyrir litla vinnu,“ segir Davíð, sem vinn- ur við skúringar í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar er vinnu- tíminn frá klukkan sex á morgn- ana og er Davíð oft kominn heim um ellefu, fimm tímum síðar. „Um leið og maður klárar vinnuna er allur dagurinn fram undan, svo þetta er í raun og veru eins og að vera í launuðu sumarfríi.“ Davíð segir erfitt að áætla hversu margir Íslendingar séu í borginni í sumar, þar sem ein- hverjir eru í námi og aðrir búa í borginni allt árið um kring. „Við erum svona um og yfir fimmtán sem vinnum í Ráðhúsinu, og það er bara einn vinnustaður af fjöl- mörgum,“ segir Davíð, en þetta er þriðja sumarið hans í Kaup- mannahöfn. Kristján Egill Karlsson er framkvæmdastjóri á Íslendinga- barnum Jolene í Kaupmanna- höfn. Hann segir erfitt að meta fjölgunina sem á sér stað yfir sumartímann, en heldur þó að flestir sem komi til Kaupmanna- hafnar séu einmitt þeir sem eru að leita sér að sumarvinnu. Hann segir Íslendingana jafnframt mjög skemmtanaglaða. „Það er stór hópur af Íslend- ingum sem eru fastakúnnar hér á Jolene. Aðal Íslendingaholan hér í Kaupmannahöfn myndi ég þó segja að væri skemmti- staðurinn Blasen. Annars er allt morandi af Íslendingum hérna,“ segir Kristján Egill. - ka LJÚFA LÍFIÐ Í KAUPMANNAHÖFN Davíð Örn Símonarson, 21 árs Íslendingur, er búsettur í Kaupmannahöfn í sumar. Hann segir að Íslendingunum í Kaupmannahöfn hafi fjölgað gríðarlega undanfarin sumur. Þeir Íslendingar sem koma til Danaveldis í sumar verða varla einmana ef marka má tölur dönsku hagstofunnar, því sam- kvæmt henni voru frá og með 1. janúar á þessu ári 8.959 Íslend- ingar skráðir í Danmörku. Margir þekktir Íslendingar hafa sest að í Danmörku. Þar má nefna Dóru Takefusa, sem rekur Íslend- ingabarinn Jolene í Kaupmanna- höfn, Friðrik Weisshappel sem rekur tvö Laundromat kaffihús í Köben, Marín Möndu Magnús- dóttur sem rak barnafataverslun- ina Baby Kompagniet, Bjössa úr hljómsveitinni Mínus og Hafrúnu Öldu Karlsdóttur sem gefur út veftímaritið Bast Magazine. ÍSLENDINGAR Í DANMÖRKU UNGIR ÍSLENDINGAR NJÓTA LÍFSINS Í KAUPMANNAHÖFN – ÞVÍ X ER EKKI NÓG! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY S Ý N T Í T J A R N A R B Í Ó I Í J Ú L Í MIÐASALA Í TJARNARBÍÓI, Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 527 2102 S I R K U S Í S L A N D S K Y N N I R NÆSTU SÝNINGAR föstudaginn 1. júlí kl. 19:30 (frumsýning) laugardaginn 2. júlí kl. 14 og 18 sunnudaginn 3. júlí kl. 14 og 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.