Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 24. júní 2011 17 Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skot- ið í samræður, gjarnan í kennslu- skyni, er án efa með fýlupúka- legri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða. Einn slíkra þátta, Dóra land- könnuður, er gæðaefni og fjallar um Dóru sem ásamt óeðlilega glaðbeittum apa ferðast um heiminn og hittir ýmsa kvisti. Margir þeirra tala ensku. Þetta eru allt saman fullkomlega rök- rétt og góð skilaboð: Í útlöndum eru útlendingar sem margir tala útlensku. Maður þarf stundum að læra útlensku til að tala við þá. Þrátt fyrir það sem stundum var haldið fram voru þættirnir ekki skrifaðir til að kenna spænskumælandi börnum ensku, heldur öfugt, því í upprunalegu þáttunum er útlenskan spænska. Það eru sterk skilaboð, tungu- mál skiptast ekki í betri og verri. Við getum ekki gert kröfu um að aðrir læri ensku, eða annað tungumál sem okkur er tamt að tala, sérstaklega þegar við erum á ferðalagi. Sömu kröfu má alveg eins gera til okkar. Tákn um gæði Það var tilfinningarík stund á þingpöllum þegar Alþingi sam- þykkti að viðurkenna táknmál sem opinbert tungumál á Íslandi. Ég get mér þess til að tárin hafi ekki verið vegna einhverra tækniatriða eða væntinga um útgjöld. Slík lagasetning er ekki síður viðurkenning sem veitir tungumálinu ákveðinn sess. Það er líklega ágætt, þótt ekki sé nema til þess að slá á fjölda rang- hugmynda um táknmál, til dæmis að ekki sé um að ræða sjálfstætt tungumál heldur aðra framsetn- ingu á íslensku, eða að táknmál sé eins alls staðar í heiminum, sem er ekki tilfellið. „Skoladu a ter klofid” Notkun tungumáls er póli- tískt mál. Það er ekki þannig að frönskumælandi Kanadabúar kynnu ekki að haga sér nálægt stöðvunarskyldum ef þar stæði STOP en ekki ARRÊT eða villtust ef götunöfn væru á ensku einung- is. Notkun tungumáls kemur upp um þá stöðu sem tungumálið hefur. Sem Íslendingur sem skilur pólsku þá kemst ég ekki hjá því að upplifa stöðu pólskunnar í opin- beru rými. Hún gefur oft fyndna mynd af ímynd minnar gömlu þjóðar. Dæmigerð pólsk áletrun í Reykjavík er „ekki taka vorur inna Bad,” „haegt ad kojpa síg- aredur her”, „tjopnaður kaerður til Lögreglu”. Uppáhaldið mitt er ljóð- rænt skilti raftækjabúðar á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem segir einfaldlega „BAKPOKAR NEI!” Frekar augljós skilaboð, einungis á pólsku, en ekki öðrum tungu- málum. Meðan ég man, af hverju notar enginn bakpoka hér á landi? Aðskotahlutur eða minnihluti? Sænskumælandi Finnar eru um 6% íbúa Finnlands. Þeir gefa út eigin blöð, reka leikhús, grunn-, framhalds- og háskóla. Sænska er eitt af tveimur opinberu tungu- málum Finnlands. Til saman- burðar þá eru pólskumælandi íbúar Íslands um 3%. Þetta gerir pólska minnihlutann á Íslandi með stærri Pólverjaþyrpingum heims. Að sjálfsögðu miðað við höfðatöluna góðu. Kröfur þess efnis að fjölga opinberum stofnanatungumál- um á Íslandi eru sennilega varla tímabærar, né endilega mjög skynsamlegar út frá hagkvæmn- issjónarmiðum. Enda þurfa sum tungumál á Íslandi frekar á ein- hvers konar hugarfarsviður- kenningu að halda, heldur en einhverri formlegri lagalegri við- urkenningu. Með hugarfarsviður- kenningu á ég við að fólk venjist því að fullt af fólki hér er full alvara með að tala önnur tungu- mál en íslensku sín á milli. Að sama skapi er það orðin raunin að fullt af Íslendingum hefur annað tungumál en íslensku að móður- máli, og hefur ekki í hyggju að breyta því, óháð því hvort það læri íslensku vel eða ekki. Enda skipta menn ekki um móðurmál frekar en menn skipta um móður. Í þeirri viðleitni til að standa vörð um eigin menningu megum við ekki festast í því að sjá ógn í hverjum hól. Í þeim fjölda íbúa af erlendum uppruna sem búa hérlendis og kunna önnur mál en íslensku felast mun fleiri tæki- færi en hættur fyrir íslenskt samfélag. Af því fólki og tungum þess stafar okkur engin ógn. Ekki frekar en okkur stafar sér- stök ógn af einhverjum íkorna með mexíkanahatt úr talsettum bandarískum sjónsvarpsþætti sem segir örfá orð á ensku, með furðulega íslenskum hreim. Allt annað mál 17. júní 2011 var enginn smá-ræðis hátíðisdagur. 200 ára afmæli þjóðardýrlingsins Jóns Sig- urðssonar. Veðrið var þokkalegt og ég ákvað að drífa mig niður á Aust- urvöll. Þar með væri ég líka búin að afgreiða göngutúr dagsins en ég bý vestast í Vesturbænum. Ég sá fram á að verða komin á staðinn tíu mínútum áður en athöfnin hæfist og gerði mér vonir um að komast á góðan stað, jafnvel að ná mér í sæti. En þegar inn á völlinn kom blasti við mér undarleg sjón. Stór hluti hans var afgirtur. Innan girð- ingar stóðu lögregluþjónar og þar var líka upphækkaður pallur með sætum fyrir forsetann og annað íslenskt fyrirfólk. En utan girð- ingarinnar voru líka Íslending- ar, margir með börnin sín. Þeir voru eins og ég komnir til að sjá og heyra það sem fram færi. En vandinn var að fæstir sáu nokkurn skapaðan hlut. Við vorum of langt í burtu og trén sem prýða Austur- völl skyggðu líka á. Ég varð reið og fúl. Af hverju máttum við ekki fylgjast með? Var þessi hátíð ekki fyrir okkur öll? Var hún bara fyrir nokkra útvalda? Þegar mér er misboðið á ég það til að skauta yfir lög og reglur og á endanum laumaðist ég inn fyrir girðinguna. Þar var ung lögreglu- kona sem stöðvaði mig. Ég spurði hvernig stæði á þessu og hún sagði að það væri gert til að tryggja öryggið. Við röbbuðum aðeins um málið og kvöddumst með vinsemd. Hún var bara í vinnunni sinni og engin ástæða til að hnýta í hana. Ég fór að svipast um eftir hættu- legu fólki. Þarna var kona með regnhlíf sem skagaði hátt upp í loft. Á henni var kóróna og mynd af trúð, sýndist mér. Svo voru ein- hverjir tveir með lítil spjöld, trú- lega með mótmælum. Allt var þetta fólk þögult og áreitti ekki nokkurn mann. Ég gafst upp og hélt af stað heim. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast í þessu þjóðfélagi. Var hræðslan og hug- leysið búið að ná undirtökum í þeim mæli að ekki væri þorandi að halda hátíðadagskrá fyrir almenning ef stjórnmálamenn og annað fyrirfólk væri til staðar? Ég veit ekki hverjir stjórnuðu hér og ákváðu að útiloka okkur en mér finnst þeir aumkunarverðir. Þegar heim kom kveikti ég á sjónvarpinu og þar blasti við mér hátíðin á Austurvelli, nota bene allt sem gerðist innan girðingar. Ég vil því gefa réttum og slétt- um Íslendingum það ráð að sitja bara framan við sjónvarpið næst en reyna ekki að sýna einhverja þjóðrækni með því að fara niður á Austurvöll. Það er ekkert fyrir okkur. Ég býst við að þegar upp er staðið hafi ýmsir verið fúlir þegar heim var haldið og þeir höfðu misst af fjörinu. En ég er nokkuð sátt því að ég hafði allavega minn daglega göngutúr upp úr krafsinu. 17. júní hátíðadagskrá Fyrir hvern? Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Samfélagsmál Iðunn Steinsdóttir rithöfundur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.