Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 42
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA hefst á nýjan leik í kvöld eftir EM-fríið. Aðeins einn leikur er á dagskrá og sá leikur er í Vestmannaeyjum. Þá taka heimamenn í ÍBV á móti Stjörnunni. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Valitor-bikar karla: KR-FH 2-0 1-0 Gunnar Örn Jónsson (51.), 2-0 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (87.) BÍ/Bolungarvík-Breiðablik 4-1 0-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (21.), 1-1 Oluwatomiwo Ameobi (72.), 2-1 Sölvi Gylfason (107.), 3-1 Andri Rúnar Bjarnason (114.), 4-1 Sölvi Gylfason (120.). Pepsi-deild kvenna: Stjarnan-ÍBV 2-1 0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir (23.), 1-1 Ashley Bares (66.), 2-1 Ashley Bares (75.) Þór/KA-Afturelding 3-1 0-1 Kristrún Halla Gylfadóttir (12.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (59.), 2-1 Rakel Hönnudóttir (74.), 3-1 Mateja Zver (90.+1). Fylkir-Þróttur R. 2-1 1-0 Anna Björg Björnsdóttir (11.), 2-0 Ruth Þórðardóttir (31.), 2-1 Margrét María Hólmars- dóttir (43.) Valur-Breiðablik 3-1 1-0 Caitlin Miskel (4.), 2-0 Hallbera Guðnú Gísladóttir (46.), 3-0 Dagný Brynjarsdóttir (52.), 3-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (75.) Grindavík-KR 1-1 0-1 Margrét Þórólfsdóttir (17.), 1-1 Shaneka Gordon (31.). 1. deild karla: ÍA-Fjölnir 6-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson 3, Gary Martin 2 (eitt víti), Mark Doninger. Leiknir-Haukar 1-2 Pape Mamdou Faye - Ísak Örn Þórðarson, Hilmar Trausti Arnarsson. Selfoss-Víkingur Ó. 3-1 Babaca Sarr, Endre Ove Brenne, Ibrahima Ndiyate - Edin Beslija. Upplýsingar fengnar að hluta frá fótbolti.net. ÚRSLIT Föstudagurinn 24. júní. Sunnudagurinn 26. júní. ÍBV - Stjarnan kl.20.00 Hásteinsvöllur Fylkir - Þór kl.17.00 Fylkisvöllur Valur - Víkingur R. kl.19.15 Vodafonevöllurinn Grindavík - KR kl.19.15 Grindavíkurvöllur FÓTBOLTI Stjarnan varð fyrsta liðið til að sigra ÍBV í sumar í Pepsí- deild kvenna þegar Stjarnan lagði Eyjapæjur 2-1 á heimavelli sínum í Garðabæ í gær. Fyrir leikinn hafði ÍBV haldið hreinu í fimm fyrstu umferðum deildarinnar og var liðið á toppi deildarinnar, stigi á undan Stjörn- unni en með jafn mörg stig og Valur. ÍBV byrjaði leikinn betur og komst yfir með marki Kristínar Ernu Sigurlásdóttur á 23. mínútu. Eftir að Birna Berg Haralds- dóttir hafði haldið marki sínu hreinu í 515 mínútur fann Ashley Bares leiðina fram hjá henni, eða á 66. mínútu leiksins. Ashley var aftur á ferðinni á 75. mínútu eftir sjaldséð mistök Birnu í markinu og tryggði Stjörnunni sigurinn. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV sagði að það væri vitað mál að það kæmi að því að liðið fengi á sig mark en hann var ekki ánægður með varnarleik stelpnanna sinna í mörkunum sem Stjarnan skoraði. „Það sem er sorglegast í þessu er að það eru skelfileg varnarmis- tök sem valda þessum mörkum, sérstaklega fyrra markinu. Við fórum yfir þetta fyrir leikinn og aftur í hálfleik en svo gera þær sig sekar um þessi mistök sem var búið að ræða að gera ekki,“ sagði Jón Ólafur eftir leikinn en hann sagðist ekki búast við öðru en að lið sitt yrði fljótt að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að tapa fyrsta leiknum. „Stjörnuliðið er hrikalega gott fótboltalið. Þær eru líkamlega sterkar og kunna á þetta gervi- gras. Þetta var frábær leikur og það er ekkert um þetta að segja. Við gerðum tvenn varnarmistök og Stjarnan skoraði, við förum heim og grátum það og höldum svo ótrauðar áfram.“ Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með hvernig lið hans lék í seinni hálfleik. „Við gerðum smá breyt- ingar, færðum liðið í hálfleik. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en fengum engu að síður tvö þrjú mjög góð færi. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði, það er aldrei hægt að afskrifa okkur,“ sagði Þorlákur. - gmi Birna Berg Haraldsdóttir sigruð eftir að hafa haldið marki sínu hreinu í heilar 515 mínútur: Stjarnan upp fyrir ÍBV og með pressu á Val LOKSINS SIGRUÐ Birna Berg er búin að vera ótrúleg í marki ÍBV í sumar en varð að játa sig sigraða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungar- vík gerðu sér lítið fyrir í gær og slógu út Íslandsmeistara Breiða- bliks í Valitor-bikarnum. Lokatöl- ur 3-1 eftir framlengingu. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom Blikum yfir með glæsilegu marki. Blikar voru fullværukærir í síðari hálfleik og um miðjan hálf- leik náði Ameobi að skora eftir krafs í teignum. Það reyndist lokamarkið í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Sölvi Gylfason skoraði gull af marki í upphafi seinni hálfleiks framlengingar. Þrumufleygur fyrir utan teig sem söng í netinu. Andri Rúnar skoraði svo þriðja markið þegar Blikarnir voru flestir komnir fram á völlinn. Rétt fyrir leikslok kom fjórða markið og niðurlæging Íslands- meistaranna var fullkomnuð. - hbg Óvænt úrslit í bikarnum: Sveinar Guð- jóns lögðu Blika FÓTBOLTI KR-ingar hefndu í gær fyrir ófarirnar í bikarnum á síð- ustu leiktíð gegn FH með sigri, 2-0, á Fimleikfélaginu í 16-liða úrslit- um Valitor-bikarkeppni karla, en leikið var í Frostaskjólinu. KR-ingar mættu grimmari til leiks og voru með góð tök fyrstu tuttugu mínútur leiksins en það var ekki sjón að sjá FH í byrjun leiksins. Leikur þeirra var tilvilj- unarkenndur og menn áttu erfitt með að halda boltanum innan liðs- ins. Heimamenn fengu ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að setja mark sitt almenni- lega á leikinn. Fimleikafélagið vaknaði aðeins til lífsins þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en staðan var samt sem áður 0-0 í hálfleik. Heimamenn komust yfir í byrj- un síðari hálfleiks með marki frá Gunnari Erni Jónssyni, leikmanni KR, en hann skallaði boltann í netið eftir magnaða fyrirgjöf frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni. Virki- lega vel útfærð sókn hjá KR-ing- um og þeir komnir verðskuldað með yfirhöndina í leiknum. FH-ingar virkuðu andlausir og oft á tíðum mjög svo pirraðir en það gekk erfiðlega fyrir gestina að skapa sér hættuleg færi og það hafði greinilega slæm áhrif á leik- menn liðsins. Heimamenn voru fastir fyrir og vörn þeirra var þétt á meðan sókn- arleikur FH-inga var hugmyndas- nauður og löng skot utan af velli virtist vera það eina sem gestirnir höfðu upp á að bjóða. Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma fékk Tommy Nielsen, leikmaður FH, að líta sitt annað gula spjald og var sendur í bað. Strax í kjölfar- ið náði Grétar Sigfinnur Sigurðar- son, leikmaður KR, að gulltryggja sigurinn með fínu skallamarki. Frábær sigur KR-inga staðreynd gegn slöku liði FH í Vesturbænum í gær. „Þetta var virkilega ánægjulegt í kvöld, en maður verður að vinna alla leikina í þessari keppni til að eiga möguleika á að lyfta doll- unni,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í gær. „Við vorum sterkari aðilinn lengst af í leiknum og náðum að skora snemma í síðari hálfleik sem var mikilvægt. FH-ingar áttu sína spretti í leiknum og það var erfitt að ráða við þá að köflum. Við féll- um aðeins til baka eftir að fyrsta markið datt fyrir okkur, en það var mikilvægt að standast áhlaup FH- inga og ná síðan að skora mark- ið sem gerði út um leikinn. Við náðum að æfa vel í hléinu og leik- menn mínir vita að það er mikil samkeppni í liðinu og allir verða að vera á tánum,“ sagði Rúnar. „Þetta er auðvita mikið svek- kelsi og alltaf leiðinlegt að tapa leikjum hér,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, leikmaður FH, eftir leikinn í gær. „Mér fannst við eiga meira skil- ið út úr þessum leik og sumt féll bara ekki með okkur, en þá er ég sérstaklega að tala um vítaspyrnu sem við áttum að fá þegar leik- maður KR ver boltann á línu með hendi. Þetta datt bara með þeim í kvöld og við verðum bara að rífa okkur upp af rassgatinu og byrja að einbeita okkur að deildinni. Það er ekkert hvaða lið sem er sem kemur hingað á KR-völlinn og skapar sér fullt af færum og við áttum í erfiðleikum með það í kvöld, en samt náðum við að skapa nokkur færi sem við áttum að nýta betur“. - sáp Valdataflið að snúast við á ný Eftir áralangt tak FH-inga á KR virðist taflið loksins vera að snúast við. KR hafði ekki unnið FH á heima- velli í átta ár fyrir sumarið en er nú búið að leggja FH í Frostaskjólinu í tvígang á skömmum tíma. Að þessu sinni 2-0 í Valitor-bikarnum. FH átti að fá víti í lokin en fékk ekki. KR var betra liðið. Í SVIÐSLJÓSINU Gunnar Jarl dómari dæmdi ekki augljósa hendi á KR. Þar hefði FH átt að fá víti og Diogo rautt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BARÁTTA Það var hart tekist á þegar KR tók á móti FH í gær eins og sjá má á þessari mynd. KR vann FH öðru sinni á skömmum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.