Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 24
4 föstudagur 24. júní Unnur Ösp Stefáns dóttir hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í verkinu Elsku barn í Borgarleikhúsinu og er þar með komin í hóp nokkurra af bestu leikkonum landsins. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Anton Brink U nnur Ösp er fædd og uppalin í Reykja- vík og sleit barns- skónum í Breið- holtinu. „Ég er upp- runalega úr „gettóinu“ eins og margt eðalfólk í kringum mig. Það virðist vera taug tengd list- inni sem á uppruna sinn í Breið- holtinu,“ segir hún. Unnur Ösp hefur að eigin sögn leikið frá blautu barnsbeini og á mennta- skólaárunum var hún meðlim- ur í leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. Í leikfélaginu kynntist hún einnig núverandi eiginmanni sínum, leikaranum Birni Thors, og hafa þau verið saman í nær fjór- tán ár. „Bráðum höfum við verið saman meiri hluta ævinnar, sem er skrítin tilhugsun, en gleðileg,“ segir hún brosandi og bætir við að það sé mikill kostur að þau hjón- in starfi innan sama fags því þau leiti mikið hvort til annars í starfi sínu og sýni viðkvæmum hliðum þess gagnkvæman skilning. FYRSTI SIGURINN Grímuverðlaunin voru veitt í síð- ustu viku og var Unnur Ösp valin besta leikkona í aðalhlutverki. Þetta eru hennar fyrstu leiklistar- verðlaun og segist hún afar stolt af því að vera nú komin í hóp með sínum uppáhaldsleikkonum. „Það er eiginlega fjarstæðukennd til- hugsun að vera komin í hóp með Eddu Heiðrúnu Backman og fleiri fyrirmyndum mínum sem ég ólst upp við að dást að. Þetta eru held ég fyrstu verðlaun sem ég vinn á ævinni, fyrir utan einhverja ljóða- samkeppni sem barn. Ég er engin afrekskona, var aðallega á vara- mannabekknum í handboltanum og dróst aftur úr í kapphlaupum á skólamótum. Það var því ljúft að vinna eitthvað,“ segir hún og hlær. Hún tekur þó fram að sér hafi allt- af fundist skrítið að hægt sé að keppa til verðlauna í listgreinum. „Ég held að helsti tilgangur svona verðlauna sé að vekja athygli fólks á listinni og fá fleiri til að mæta í leikhús, kvikmyndahús og til að lesa fleiri bækur. En auðvitað er maður stoltur þó svo það megi ekki taka svona of alvarlega.“ Aðspurð viðurkennir Unnur Ösp að sigurinn hafi komið henni á óvart enda hafi sýningin verið lítil og sýningar fáar. „Þetta kom mér á óvart þar sem við gátum að- eins sýnt Elsku barn í skamman tíma og sýningin fór því ekki hátt. Borgarleikhúsið mun hins vegar taka hana aftur til sýninga næsta vetur. Ég lít á þetta fyrst og fremst sem hrós, þetta er lang stærsta hlutverk sem ég hef fengist við og auðvitað er maður ánægður þegar einhverjum líkar vinna manns.“ Leikverkið Elsku barn fjallar um unga móður sem sökuð er um að hafa myrt börn sín tvö og situr í fangelsi vegna þessa. Unnur Ösp segir hlutverkið það erfiðasta sem hún hefur tekið að sér því fátt sé erfiðara fyrir móður en að kafa ofan í þær tilfinningar er tengj- ast barnsmissi. „Ég er sjálf móðir og það var því ansi krefjandi að reyna að setja sig í spor móður sem annars vegar hefur misst bæði börn sín, og hins vegar situr í fangelsi grunuð um að hafa myrt þau. Á meðan á sýningum stóð þurfti ég að lifa með þessari konu, halda með henni og reyna að fá áhorfendur til að finna til sam- úðar með henni þrátt fyrir fortíð hennar. En þetta er það sem gerir leiklist svona spennandi að mínu mati, maður sprengir utan af sér sína öryggisramma og kafar ofan í mannlegt eðli.“ SÉRSTÖK VINNA Unnur Ösp viðurkennir að leik- listin geti verið sérstök vinna og segir algengustu spurningar fólks varðandi leiklistina vera hvern- ig leikarar fari að því að muna svo mikinn texta og kyssa aðra en maka sinn. „Ég er mjög með- vituð um hvað þetta getur verið skrítin og sérstök vinna fyrir fólk sem þekkir lítið til hennar. En það er minna mál að eiga að vera ástfangin af sjarmerandi mót- leikara en að túlka mikla sorg og missi. Það er ekki alltaf fyrir- sjáanlegt hvað vefst mest fyrir manni í þessari vinnu. Það hefur verið sagt að leikarar ættu allir að sækja sálfræðitíma því við séum eins og hús sem alltaf er verið að flytja inn og út úr. Persónur leik- verkanna ferðast um huga manns og maður þarf að vera í góðu jafn- vægi til að geta aðgreint sig al- gerlega frá persónunum að leikn- um loknum. Svo er það auð vitað gagnrýnin, það þurfa ekki allir að venjast því að lesa um það í blöð- unum hvernig þeir standa sig í vinnunni. Maður þarf að vera ansi tilfinningakaldur ef maður á ekki að láta slæma gagnrýni á sig fá,“ útskýrir hún. Frægðin er einn fylgifiska leik- listarinnar en Unnur Ösp segist lítið finna fyrir henni. „Hér heima kannast allir hver við annan hvort sem þeir eru þekktir eða ekki, þetta er svo örsmátt samfélag. Það var aftur á móti afar undar- legt þegar ég fór með Vesturporti og Borgarleikhúsinu til London í vetur að leika Faust. Þá lenti ég reglulega í því að vera stoppuð úti á götu og beðin um eiginhandar- áritun eða myndatöku. Það voru mjög „absúrd“ kringumstæður,“ segir hún. BESTA HLUTVERKIÐ Unnur Ösp og Björn eiga saman soninn Dag sem er fjögurra ára gamall og segir Unnur Ösp að móðurhlutverkið sé hennar uppá- halds hlutverk. „Líf manns fær dýpri tilgang þegar maður verður foreldri. Þegar ég var á Grímunni um daginn hugsaði ég um það eitt að komast heim til að knúsa strákinn, mig langaði ekkert út að dansa og fagna.“ Þrátt fyrir miklar vinnu tarnir og óreglulegan vinnutíma hafa hjónin náð að skapa sér og syn- inum nokkuð eðlilegt fjölskyldu- líf. „Við reynum að forgangsraða og taka tarnir til skiptis þann- ig að við séum ekki undir miklu álagi á sama tíma. Vinnutíminn er leiðinlegur fyrir fjölskyldufólk en við pössum okkur að elda allt- af saman á kvöldin fyrir sýningar og þannig höfum við náð að skapa okkur heilbrigt fjölskyldulíf,“ út- skýrir Unnur Ösp. MÖRG JÁRN Í ELDINUM Unnur Ösp er nú í fyrsta sinn á leikferlinum fastráðin við leikhús og segir mikið öryggi fylgja því. Hún sinnir þó ýmsum störfum samhliða leikstarfinu og er nú að skrifa sitt fyrsta handrit að sjón- varpsþáttum með vinkonu sinni og samstarfskonu, Nínu Dögg Filippusdóttur. Þættirnir munu fjalla um kvenfanga og líf þeirra innan fangelsisveggja. „Við erum búnar að vinna að þessu í tölu- verðan tíma, það er algjör tilvilj- un að Elsku barn skuli fjalla um það sama og þessi skrif okkar. Við urðum skelfdar af þeirri stað- reynd að mæður ungra barna sitja sumar í fangelsi. Aðstæður þeirra og brostnar vonir urðu okkur inn- blástur í að skrifa seríu sem okkur finnst skipta máli í samfélagsum- ræðunni. Eins er kvikmyndagerð mikill strákabransi og stundum lítið um bitastæð kvenhlutverk og okkur langaði að skrifa handrit sem inniheldur fullt af athyglis- verðum kvenhlutverkum og hafa þannig bókstafleg áhrif á fram- boðið,“ útskýrir hún. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrði Unni Ösp í Elsku barni og til stendur að hún taki að sér annað hlutverk í nýju verki í hans leik- stjórn. Verkið nefnist Eldhaf og er eftir Wajdi Mouawad og verð- ur sett upp í Borgarleikhúsinu á ERFITT AÐ TÚLKA SORG OG MI Það eru ekki allir sem þurfa að venj- ast því að lesa um það í blöðunum hvernig þeir standa sig í vinnunni. Í hópi þeirra bestu Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut Grímuverð- launin fyrir leik sinn í verkinu Elsku barn og er þar með komin í hóp með bestu leikkonum landsins. ir, d- Sumar útsalan er hafin 30 - 70% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.