Fréttablaðið - 08.07.2011, Side 2

Fréttablaðið - 08.07.2011, Side 2
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR2 Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms. EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI UMFERÐARSTOFU SAMGÖNGUR Litlar rafmagns- vespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæð- inu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laga- nemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjöl farið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skil- greindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátrygginga- skyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu öku- mannsins því fjölskyldutrygging- ar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vesp- urnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokk- aðar sem reiðhjól þó ökumönn- um þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukku- stund. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggj- ur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrir- byggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðar lög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðar- stofu um ökumenn rafmagns- vespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Ólafur, finnst þér að ein báran hafi ekki verið stök? „Nei, enda höfum við sett borð fyrir báru.“ Ólafur William Hand er upplýsingafulltrúi Eimskips, sem hefur beðið fjölmiðla og aðra um að láta af „óvæginni gagnrýni“ á ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn. EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi. Þetta er meðal þeirra hugmynda, sem að sögn Reuters fréttastofunnar er að finna í drögum að nýrri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Tillög- urnar verða kynntar og afgreiddar á fundi fram- kvæmdastjórnarinnar á miðvikudag í næstu viku. Markmið breytinganna er að koma í veg fyrir ofveiði, sem hefur verið mikil í sjávarútvegi Evrópu sambandsríkjanna. Stefnt er að því að útrýma ofveiði á næstu fjórum árum. Eftir það verði fiskveiðarnar sjálfbærar. Meðal annars hafa verið viðraðar þær hugmyndir að útgerðarmenn þurfi að sýna fram á ábyrgð sína áður en þeir fá aðgang að miðunum. Eftir að framkvæmdastjórnin hefur sent frá sér endanlega útgáfu tillagnanna fara þær til umfjöll- unar bæði hjá Evrópuþinginu og ráðherraráði Evrópu sambandsins. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfis Evrópu- sambandsins hefur nú staðið yfir í nokkur ár og hafa meðal annars Íslendingar verið hafðir með í ráðum. - gb Styttist í að framkvæmdastjórn ESB afgreiði tillögur sínar um nýja fiskveiðistefnu: Stefnt að sjálfbærum veiðum FRANSKIR SJÓMENN SPJALLA Kvótaframsal að íslenskri fyrir- mynd er í drögum nýju stefnunnar. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Mjög mikið hefur verið af frjókornum í lofti í Reykjavík það sem af er sumri, segir Mar- grét Hallsdóttir, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mjög lítið hefur aftur á móti verið af frjókornum á Akureyri. „Það hefur verið alveg ótrúlega mikið af frjókornum hér í Reykja- vík alveg síðan í maí,“ segir Mar- grét. Sérstaklega hafi verið mikið um birkifrjó. „Það hefur bæði verið óvanalega mikið og langvarandi tímabil. Yfirleitt er birkitíminn ekki nema tvær til þrjá vikur en nú hefur hann staðið yfir allan júní og var tíu daga af maí líka.“ Sjaldan hafa frjó tölur verið hærri, en þær voru einnig mjög háar í fyrra. Margrét segir að það sem af er sumri á Akureyri hafi almennt mælst mjög lítið af frjó- kornum. „Mér sýnist að heildarmagnið af birkifrjóum nái að vera í meðallagi, en grasfrjóin alls ekki.“ Hún seg- ist þó telja að margir sem þjáist af frjókornaofnæmi séu mjög fegnir að lítið sé af frjókornum, jafnvel þó að ástæðan sé slæmt veðurfar. - þeb Mjög lítið mælist af frjókornum á Akureyri en mjög mikið í Reykjavík: Óvenjulega mikið af birkifrjói Á KLAMBRATÚNI Mikið er af grasfrjóum í loftinu í Reykjavík en nánast ekkert fyrir norðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ótryggðum vespum beint á göngustíga Óljóst er hvort bótaskylda er til staðar komi til þess að gangandi vegfarandi slasist í rafmagnsvespuslysi. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af vespunum og vonast til þess að þetta verði brátt skýrt. RAFMAGNSVESPA Litlar rafmagnsvespur voru settar á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG VIÐSKIPTI Söluferli á starfsemi Ice- landic Group (IG) í Bandaríkjun- um og tengdri starfsemi í Kína er formlega hafið. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna og tengsl við áhugasama kaupendur. Alþjóðlegir fjárfestar og fyrirtæki í sjávarútvegi hafa sýnt áhuga á eignum Icelandic Group ytra, samkvæmt upplýsing- um frá Icelandic Group. Hópur fjárfesta undir forystu sjávarútvegsfyrirtækisins Paci- fic Andes frá Hong Kong keypti starfsemi Icelandic Group í Þýskalandi og Frakklandi í síðasta mánuði. - jab Söluferli IG hafið vestanhafs: Margir fjárfest- ar áhugasamir FISKIFINGUR Á FÆRIBANDI Framtaks- sjóður Íslands, eigandi Icelandic Group, hefur unnið að sölu eigna fyrirtækisins upp á síðkastið. UTANRÍKISMÁL Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur boðið Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráð- herra til fundar við sig í næstu viku. Jóhanna heldur utan til fundarins eftir helgi. Þetta staðfestir Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður ráðherrans. Hrannar segir að þær Jóhanna og Merkel muni eiga tvíhliða fund í Berlín á mánudag og muni þar ræða ýmis sameiginleg mál- efni landanna, án þess að vilja fara nánar út í það. Þýskaland er eitt helsta við- skiptaríki Íslands í Evrópu, hefur mikil ítök í Evrópusamband- inu og auk þess verður Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í haust. - sh Jóhanna heldur utan: Til fundar við Merkel í Berlín JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SVEITARSTJÓRNARMÁL Menningar- nótt í Reykjavík verður haldin í sextánda sinn 20. ágúst næst- komandi. Þema hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ Þemað er sagt vísa til gestgjafa- hlutverks miðborgarinnar þennan dag um leið og gestir séu hvattir til að ganga í bæinn. „Reykjavíkurborg býður systur- borg sinni Seattle að vera gesta- sveitarfélag Menningarnætur í ár og fjölbreytt dagskrá frá Seattle verður í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. - óká Sextánda Menningarnóttin: Yfirskriftin er Gakktu í bæinn DANMÖRK Níu ungir menn hafa verið handteknir vegna skot- og stunguárásar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Árásin átti sér stað í bakaríi á þriðjudag. Fórnarlambið, 26 ára karlmaður, var skotinn þremur skotum í rass, læri og ökkla. Þá var hann stunginn í brjóstkassa. Hann lifði árásina af og er á spít- ala. Talið er að árásin sé hluti af gengjastríðum í Kaupmanna- höfn. Bíll sem flúið var á eftir árásina fannst á miðvikudags- morgun. Hann stóð þá í ljós- um logum ásamt fötum af þeim grunuðu. - þeb Níu handteknir á Norðurbrú: Lifði skot- og stunguárás af EFNAHAGSMÁL Evrópski seðla- bankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðla- bankans síðan í apríl. Hækkunin er í takt við vænt- ingar greiningaraðila upp á síð- kastið enda hefur verðbólga og peningamagn í umferð aukist á evrusvæðinu. Ráðgjafafyrirtækið IFS Grein- ing segir vaxtahækkunina ekki koma á besta tíma, efnahagsbati í Evrópu sé á mjög viðkvæmu stigi og megi ekki við miklum áföllum. Þá geti hækkunin komið Evrópu ríkjum í skuldavanda illa ef vaxtastig hækkar. - jab Vextir hækka á evrusvæðinu: Getur komið evruríkjum illa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.