Fréttablaðið - 08.07.2011, Qupperneq 8
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR8
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
STANGVEIÐI-
DAGAR
30%
afsláttur af
Loop Classic Spey
og Loop Evotec
tvíhendum
20%
afsláttur
af öðrum
veiði vörum
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
17
22
MENNING Fyrsti eþíópíski veitinga-
staðurinn hér á landi var opnaður
á Flúðum á sjálfan þjóðhátíðardag
Íslendinga í júní síðastliðnum.
Einn eigendanna, Azeb Kahssay,
segir að Íslendingar hafi tekið
þessari nýbreytni afar vel.
„Margir hafa komið og fólk er
bara ánægt með matinn,“ segir
hún. Hún segist hafa orðið vör við
að margir gestanna séu fólk sem
búið hafi í lengri eða skemmri
tíma í Afríku og vilji greinilega
finna þefinn af afrískri matar-
gerð á ný. En þeir sem eru að
bragða í fyrsta sinn virðast taka
matargerðinni vel. „Það er einna
helst kryddið sem er ólíkt því sem
Íslendingar eiga að venjast,“ segir
Azeb. Þó er ekki allt jafn framandi
því unnið er úr íslensku hráefni,
en Azeb er til dæmis afar hrifin
af íslenska lambakjötinu.
Hún hefur búið hér á landi í þrjú
ár og segir dvölina fara síbatnandi
en það var vitanlega mikil raun
fyrir hana að koma úr ys og þys
milljónaborgarinnar Addis Ababa
og fara í kuldann og fámennið á
Íslandi. Hún vann á gróðrarstöð
áður en hún og systir hennar Lem-
lem ákváðu að koma veitingastaðn-
um Minilik á koppinn. Minilik var
keisari í Eþíópíu um þarsíðustu
aldamót og er enn hampað sem
þjóðhetju þar í landi. - jse
Fyrsti eþíópíski veitingastaðurinn á Íslandi á Flúðum:
Afrískur matur heillar
SYSTURNAR Í MINILIK Azeb og Lemlem Kahssay sitja hér í Minilik á Flúðum til
þjónustu reiðubúnar.
EFNAHAGSMÁL Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram til-
lögu á síðasta borgarráðsfundi
um úttekt á áhrifum fyrirhug-
aðra breytinga á fiskveiðistjór-
nunarkerfinu fyrir Reykjavík.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins,
segir það skyldu borgaryfir-
valda að skoða áhrif umræddra
breytinga og koma niðurstöðu
slíkrar úttektar til ríkisstjórnar
og Alþingis áður en gengið er til
breytinga á gildandi lögum.
- shá
Sjálfstæðismenn í borginni:
Vilja úttekt
fyrir Reykjavík
STJÓRNSÝSLA Nefnd um endurskoð-
un á lánastarfsemi Byggðastofn-
unar leggur til að kannaðir verði
kostir þess að fjármálastarfsemi
Byggðastofnunar verði sameinuð
starfsemi sparisjóðanna í kjölfar
endurskipulagningar á spari-
sjóðakerfinu. Þá verði samstarf
við sjóði á borð við Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins og Frumtak
einnig könnuð.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segir margt gott í tillögum
nefndarinnar. Vinnan sé liður í
úttekt á stjórnsýslunni svo hægt
sé að bæta þjón-
ustuna. Hún
segir að til-
lögurnar verði
skoðaðar og
niðurstöður
kynntar með
haustinu.
„Markmiðið
er að styðja
betur við verk-
efni stofnunar-
i n n a r. Hú n
hefur skýrt hlutverk samkvæmt
lögum, en hefur ekki alveg haft
tækin og tólin til að sinna þeim.“
Nefndin telur að lög og reglugerð
um stofnunina verði að endur-
skoða í heild út frá starfsemi
hennar, en ekki eingöngu lána-
starfsemi. Þá vill hún að athug-
að verði hvort hægt sé að undan-
skilja stofnunina frá þeim kröfum
sem gerðar eru til eiginhlutfalls
fjármálafyritækja.
Stjórn stofnunarinnar hefur
heimild til að veita ábyrgðir, en
nýtir þær í litlum mæli í dag.
Nefndin vill að skoðað verði hvort
slíkt eigi að auka. - kóp
Vilja endurskoða lög um Byggðastofnun en telja hana enn mikilvæga:
Sameining við sparisjóði könnuð
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Sterk, samtök gegn
vændi og mansali, hafa fengið
styrki frá Reykjavíkurborg og
innanríkisráðuneytinu til að
setja á fót forvarnaverkefni gegn
vændi. Verkefnið er myndbands-
keppni og fer í gang í haust. Allir
undir 35 ára aldri geta tekið þátt.
Kristbjörg Kona Kristjáns-
dóttir, forsvarskona Sterk, segir
samtökin leita eftir forvarna-
auglýsingum gegn vændi og man-
sali sem sýna megi í auglýsinga-
tímum sjónvarps. - sv
Forvarnaverkefni um vændi:
Keppt um besta
myndbandið
UMHVERFISMÁL Prentmet í Reykja-
vík hefur fengið vottun Norræna
umhverfismerkisins Svansins.
„Svansvottun prentsmiðjunnar
tryggir að Prentmet er í fremstu
röð hvað varðar lágmörkun nei-
kvæðra áhrifa á umhverfi og
heilsu,“ segir í tilkynningu fyrir-
tækisins. Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra afhenti Svans-
leyfið í gær.
Prentmet er sjötta íslenska
prentsmiðjan sem hlýtur Svans-
vottun og um leið með sautjánda
Svansleyfið sem gefið hefur verið
út hér á landi. - óká
Prentmet fær Svansvottun:
Sjötta prent-
smiðjan vottuð
SAMGÖNGUMÁL Kristján Möller,
fyrrverandi samgönguráðherra,
er ósáttur við þær áætlanir
Ögmundar Jónassonar innanríkis-
ráðherra og Jóns Gnarr borg-
arstjóra að hætta við byggingu
nýrrar samgöngumiðstöðvar í
Vatnsmýrinni.
„Ég harma það ef á að hætta við
þessar framkvæmdir líka, ofan á
allt annað,“ segir Kristján. „En
það kemur svo sem ekki á óvart.
Ég var búinn að hafa þetta lengi á
tilfinningunni.“ Kristján segir að
borgarfulltrúar í Reykjavík hafi
sagt sér að undirbúningsfram-
kvæmdir væru í ferli.
„Vorið fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar í fyrra lögðum við
okkur fram við að breyta ýmsu
í áætlanagerð eftir óskum borg-
arinnar, og það gekk ekki eftir,“
segir hann. „Það má segja að
þetta hafi ekki komið manni neitt
á óvart, er varðar ákvarðanir hjá
borginni.“
Kristján segist einnig hafa
fyrir vara á því að ríkið sé að gefa
eftir af landi sínu til borgarinnar.
„Af fenginni reynslu set ég,
vegna þess að brennt barn forðast
eldinn, fyrirvara um hvað verið
sé að semja um,“ segir hann. „Að
ríkið sé ekki að gefa af sínum
eigum fyrir einhverja skamm-
tímasamninga.“
Kristján undirstrikar þó að
hann vilji halda Reykjavíkurflug-
velli í Vatnsmýrinni.
„Ég er alveg glerharður á því að
völlurinn eigi hvergi annars stað-
ar að vera en í Vatnsmýri,“ segir
hann. „En það má svo sem gera
einhverjar breytingar á honum.“
Páll Hjaltason, formaður
skipulags ráðs Reykjavíkur, segir
umræðu undanfarinna daga á
misskilningi byggða. Aldrei hafi
staðið til að halda flugvellinum í
Vatnsmýri til frambúðar. Verið sé
að vinna nýtt aðalskipulag fyrir
allt Reykjavíkursvæðið sem gildi
fram til ársins 2030 og verði það
kynnt í haust.
„Í núgildandi deiliskipulagi er
gert ráð fyrir því að fyrri braut-
in fari 2016 og sú seinni árið
2024. Það hefur ekkert breyst
við vinnslu nýs aðalskipulags,“
segir Páll og bætir við að engar
aðrar hugmyndir liggi fyrir um
Ósáttur við nýtt samkomulag
Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, harmar áætlanir um aflýsingu byggingar samgöngu-
miðstöðvar í Vatnsmýri. Formaður skipulagsráðs segir flugvöllinn ekki munu vera á svæðinu til frambúðar.
VATNSMÝRIN Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir hag borgarinnar betur
borgið ef íbúðarbyggð rísi í Vatnsmýrinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KRISTJÁN MÖLLER
Isavia (áður Flugstoðir) hefur greitt 55 milljónir króna vegna undirbúnings
við framkvæmdir samgöngumiðstöðvarinnar sem átti að rísa í Vatnsmýri.
Þar sem nokkur óvissa og breytingar á miðstöðinni voru gerðar jókst
kostnaðurinn, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia.
Kostnaðarliðirnir voru meðal annars þarfagreining á verkinu, frumhönnun,
könnun á hljóðvistun og greining á umferðarskipulagi.
Kostnaður Flugstoða var 55 milljónir
PÁLL HJALTASON
framtíðar veru flugvallarins, en
Keflavík eða Hólmsheiði. Páll
telur Keflavík ágætis kost, verði
þar góðar tengingar.
„Við erum að skipuleggja fram-
tíðarbyggð í Reykjavík,“ segir
hann. „Ástæðan er ekki sú að
okkur sé eitthvað illa við flugvöll-
inn, heldur sjáum við hag borgar-
innar betur borgið með íbúðar-
byggð í Vatnsmýrinni,“ segir Páll.
sunna@frettabladid.is
1. Hvaða þýska flutningafyrirtæki
var að opna skrifstofu í Reykjavík?
2. Hvaða verslanakeðja rekur nú
tjaldstæði í Garðabæ?
3. Hvar mun hljómsveitin Quarashi
halda sína síðustu tónleika?
SVÖR:
1. DB Schenker 2. IKEA 3. Á Nasa
VEISTU SVARIÐ?