Fréttablaðið - 08.07.2011, Síða 13

Fréttablaðið - 08.07.2011, Síða 13
FÖSTUDAGUR 8. júlí 2011 13 Íslenski keppnishópurinn á alþjóðaleikum Special Olympics í Grikklandi hefur nú snúið heim með fjölda verðlaunapeninga og góðar minningar um einstakan viðburð. Íslandsbanki hefur verið bakhjarl Special Olympics á Íslandi frá árinu 2000. Við óskum öllum keppendum til hamingju með frábæran árangur. Við óskum íslensku sveitinni á Special Olympics til hamingju H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 1 - 1 5 6 0 Reyndar veit ég að forseti Norður- Kóreu sendi Gaddafí bréf þar sem hann segir: „Þú varst nú meiri bjáninn að hætta við efnavopnaáætlunina þína. Þú ættir ekki í þessum vanda ef þú hefðir haldið þessari áætlun til streitu.“ Það er sorglegt en sá kóreski á kollgátuna. Suður-Afríku í formi SANYA- samningsins. Þessi lönd geta skotið Kananum ref fyrir rass en þó ekki á meðan Bandaríkjamenn hafa yfirráð yfir flestum olíuauðlindum heimsins.“ Vilja stöðugleika en ekki lýðræði Gulzad segir að til að tryggja sig í sessi sem heimsveldi verði Banda- ríkin að viðhalda utanríkisstefnu sem hann hafi andstyggð á. „Það er í raun yfirskin að segjast vilja koma á og tryggja lýðræði í þriðja heiminum eins og Bandaríkjastjórn er sífellt að tönnlast á. Það sem Bandaríkjamenn vilja er stöðug- leiki en ekki lýðræði. Þeir hafa sýnt það í öðrum löndum eins og Afgan- istan, Níkaragva og víða í Afríku að þeir styðja þau öfl sem þeir getað stjórnað eins og strengjabrúðu, frekar en þau öfl sem vilja tryggja lýðræði.“ Al-kaída innan um menntafólkið Hann segir ungt fólk í arabaheim- inum orðið mun víðsýnna en áður og það geri Bandaríkjunum erfitt fyrir. „Þetta unga fólk sættir sig ekki við strengjabrúður nýlendu- herranna deginum lengur. En þetta er þó ekki einsleitur hópur. Veröld- in er flóknari en svo að hægt sé að draga víglínur og segja þarna megin við hana eru vondu menn- irnir og þeir góðu eru hérna megin. Það er nú svo að fólk frá öllum ríkj- um múslima fylkir sér í hóp upp- reisnarmanna hvar sem er. Þarna inn á milli upplýsts ungs fólks eru menn úr Al-kaída og fleiri samtaka sem varhugavert er að styðja.“ Vill ekki vopnbúa andspyrnuna Gulzad er minnugur þess þegar Bandaríkjamenn studdu afgönsku frelsishreyfinguna gegn Sovét- mönnum á sínum tíma en þá var hornsteinninn að samtökum talib- ana lagður. „Það eru því að mínu viti hræðileg mistök að vopnbúa mótspyrnuhreyfingar, til dæmis í Líbíu, því það er aldrei að vita hvert byssu hlaupinu verður snúið að byltingu lokinni. Það er ávís- un á langvarandi hörmungar þar sem innviðir samfélagsins verða lagðir í rúst. Þá fer líka mikilvæg- asti auðurinn til spillis en það er mannauðurinn; menntafólkið flyt- ur í burtu. Í minni stórfjölskyldu eru einar þrettán konur sem starfa sem læknar, þar á meðal ein sem er með færustu skurðlæknum í heimi. Þetta er allt saman mannauður sem Afganistan, okkar heimaland, er að fara á mis við því stríðsástandið hefur hrakið okkur öll í burtu.“ Efnavopn eina vörnin Það er margt sem Gulzad gremst í alþjóðastjórnmálum. Til dæmis er það sár trú hans að efnavopn séu eina leið nokkurra þjóða til að verjast yfir ráðum Bandaríkjanna. „Ég er alls ekki hlynntur efnavopn- um en svona er þetta þó. Reyndar veit ég að forseti Norður-Kóreu sendi Gaddafí bréf þar sem hann segir: „Þú varst nú meiri bjáninn að hætta við efnavopnaáætlunina þína. Þú ættir ekki í þessum vanda ef þú hefðir haldið þessari áætlun til streitu.“ Það er sorglegt en sá kóreski á kollgátuna.“ Þáði ekki sæti í ríkisstjórninni Hamid Karzai, forseti Afganist- an, bauð Gulzad sæti í ríkisstjórn sinni. „Ég þekki hann Karzai vel og hann þekkir vel til minnar fjöl- skyldu sem var reyndar nokkuð þekkt í Afganistan. Faðir minn var í ríkisstjórn landsins sem og föður- bróðir minn. Já, það er satt hann vildi að ég tæki þátt í uppbygginu landsins en ég tel það ekki vera í þágu þjóðarinnar að sitja í ríkis- stjórn sem í raun er stjórnað eins og strengjabrúðu. Karl Eikenberry, sendiherra Bandaríkjanna, er í raun sá sem stýrir landinu.“ Obama vill vel en ... „Ég ber mikla virðingu fyrir Obama en það væri barnalegt að halda að hann geti breytt því hlut- verki sem Bandaríkin hafa tekið að sér. Þau eru í eðli sínu heims- veldi og þau hafa verið mótuð til að viðhalda sínum sess sem slíkt, einn maður getur ekki breytt því, jafnvel þó hann sé forseti. Ég veit til dæmis að Obama gerir allt sitt til að draga herlið sitt frá Afgan- istan en það á eftir að slá veru- lega á puttana á honum. Við eigum líka við annan vanda að etja en það eru nágrannar okkar í Pak- istan. Í Pakistan er samstaðan af skornum skammti enda búa þarna margar þjóðir. Til þess að við- halda samstöðu nota þeir sama bragð og Bandaríkjamenn, það er að segja að búa til óvin og ein- blína á hann, leika síðan hlutverk hins mikla verndara sem passar upp á lýðinn. Þessi óvinur er Ind- land og síðan er verið að vekja upp ógn gagnvart Afganistan. Reyndar fékk ég óþægilega áminningu um það hversu víða þetta tengslanet herskárra Pakistana dreifist. Það var verið að handtaka einn pakist- anskan og dagfarsprúðan nágranna minn fyrir skömmu. Þetta var ekki vinur minn, en svona „halló vinur“. Ég frétti það síðar að hann hefði tengst hryðjuverkaárásinni á Taj Mahal-hótelinu í Mumbai árið 2008. Það er sem ég segi, þetta er ekki eins og í seinni heimsstyrjöldinni þegar hægt var að draga eina víg- línu og segja þeir vondu eru hinu megin og þeir góðu hérna megin.“ MEÐ OBAMA Á GÓÐRI STUND Gulzad telur að Obama vilji vel en sé þó um megn að breyta hlutverki Bandaríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.