Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.07.2011, Qupperneq 18
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is RAGNAR ARNALDS fyrrverandi ráherra er 73 ára. „Ég hef alltaf sagt að menn ættu ekki að vera allt of lengi í sama starfinu í pólitík, og hef hvatt mjög til endurnýjunar innan flokksins.“ Ljóðasetur Íslands á Siglufirði verð- ur formlega vígt í dag. Athöfnin hefst klukkan 15 og vígir Vigdís Finnboga- dóttir fyrrverandi forseti setrið. Þá munu ljóðskáld lesa upp úr verkum sínum og boðið verður upp á léttar veitingar. Ljóðasetrið er til húsa að Túngötu 5. Þar var um árabil rekin hattaverslun og saumastofa Guð rúnar Rögnvaldsdóttur en húsið er nú í eigu Þórarins Hannessonar, sem er for- stöðumaður safnsins. „Ég fékk hugmyndina fyrir þremur árum en þá vantaði mig eitthvert hlut- verk fyrir húsið. Ég hafði haldið hér nokkur ljóðakvöld og síðar ljóða hátíð á haustin með ýmsum ljóð- og tón- skáldum landsins. Upp úr því spratt Ljóðasetrið,“ segir Þórarinn. Sjálfur hefur hann gefið út tvær ljóðabæk- ur en er hógvær þegar talið berst að eigin afrekum í skáldaheimum. „Ég kalla mig nú ekki ljóðskáld, en ljóðlistin hefur gripið mig síðustu ár. Það var þörf á safni þar sem hægt er að kynna sér sögu ljóðlistar á Íslandi frá A til Ö. Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi.“ Á Ljóðasetri Íslands er að finna hátt á annað þúsund íslenskar ljóða- bækur bæði gamlar og nýjar. Þá er saga íslenskrar ljóðlistar frá því land byggðist sögð á veggspjöldum og bæði myndir og munir tengdir sögunni til sýnis. Hægt verður að kaupa ljóða- bækur á setrinu en einnig að tylla sér niður og lesa. „Bækurnar hafa mér borist að gjöf síðustu ár. Í dag mun ég meðal ann- ars gera grein fyrir góðri gjöf upp á 900 bækur. Gestir geta svo fengið sér kaffi og kleinur og gluggað í bækurn- ar,“ segir Þórarinn, en safnið verður opið alla daga í sumar. Boðið verður upp á lifandi viðburði á hverjum degi, upplestur eða tónlist, barnadagskrá og skáld koma í heimsókn. „Þórarinn Eldjárn, gestur opnunar- innar í dag, mun lesa upp úr sínum verkum hér á morgun. Ég hef fund- ið fyrir miklum áhuga og stuðningi víða og nú er þetta allt að komast á leiðarenda,“ segir Þórarinn og þakkar stuðning þeirra sem hafa lagt honum lið en að verkefninu standa einnig Menningarráð Eyþings og Menningar- sjóður Sparisjóðs Siglufjarðar. „Ljóða- setrið verður enn ein rósin í hnappa- gatið hjá Siglufjarðarbæ.“ heida@frettabladid.is LJÓÐASETUR ÍSLANDS Á SIGULUFIRÐI: VÍGT VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN Í DAG Rós í hnappagat Siglufjarðar ÞÖRF FYRIR SAFN LJÓÐABÓKA Þórarinn Hannesson hefur sett á fót Ljóðasetur Íslands á Siglufirði. Safnið verur vígt í dag við hátíðlega athöfn. 73 Minning Elsku grallaraspóinn okkar og gleðigjafi Vilhelm Þór Guðmundsson var tekinn frá okkur í einni svipan. Spurningum sem aldrei verður svarað og „efin“ brjótast upp á yfir- borðið hjá okkur öllum, ekkert fær hann afturkallað og sorg okkar og söknuður er mikill. Tilgangurinn enginn. Þegar stórfjölskyldan lá harmi slegin og orkaði engu voru margar hendur tilbúnar að létta undir í hinu daglega lífi, matur var borinn heim til okkar ásamt hlýju þéttu faðmlagi í forrétt sem gaf okkur öllum orku til þess að takast á við næstu klukkutímana. Megið þið öll eiga þakkir fyrir. Sóknarprestur okkar Selfyssinga, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, fær frá okkur sérstakar þakkir fyrir sitt hlutverk í lífi okkar síðustu vikurnar. Nærvera þessa manns er engu öðru lík. Kristni Jósepssyni og konu hans Guðnýju Sölvadóttur hjá Fylgd sendum við einnig einstakar þakkir fyrir þeirra vinnu og hlýhug. Yndislegri einstaklinga en ykkur þrjú er vart hægt að hugsa sér þegar fólk stendur í raunum sem þessum að kveðja ungan son sinn, bróður og barnabarn. Sjúkraflutningamönnum, lögreglumönnum, slökkvi- liðsmönnum, björgunarsveitarmönnum og læknum sem hlúðu að drengnum okkar strax í upphafi verðum við ævinlega þakklát, ef ykkar hefði ekki notið við hefðum við aldrei átt þennan dýrmæta sólarhring sem við fengum til að knúsa, kyssa og kveðja. Læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sendum við einnig þakkir fyrir allt ykkar. Hjörtu ykkar eru stór, viljinn mikill en máttur okkar allra er takmarkaður. Við þökkum ykkur kærlega fyrir alla ykkar vinnu og hlýju. Til ykkar allra sem hafið gefið af ykkur á einhvern hátt, hvort sem það er vinna ykkar, eyra til að hlusta á, öxl til að gráta á, armur til að styðjast við, faðmlag til að hughreysta, það megið þið vita vinir okkar, ættingjar, kunningjar og bláókunnugt fólk að öll hafið þið hjálpað okkur á þessum tíma og öll erum við þakklát ykkur. Við sem eftir lifum höldum minningunni um glókollinn okkar á lofti og munum glaðværa, brosmilda prakkarann sem söng allan daginn. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig yndislegi drengur þó endirinn hafi verið snöggur. Við hittumst aftur síðar. Elísa Björk Jónsdóttir Guðmundur Friðmar Birgisson Íris Rán Símonardóttir Guðný Sigurðardóttir Halldór Ág. Morthens María Svava Andrésdóttir Birgir Sigurfinnsson og systkini Vilhelms Þórs. Yndislegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, sonur og bróðir, Einar Skagfjörð Sigurðsson húsasmíðameistari, Fögruhlíð 3, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 2. júlí. Jarðsungið verður frá Garðakirkju fimmtu- daginn 14. júlí. kl. 15.00. Jarðsett verður í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Erla Sveinsdóttir Telma Rut Einarsdóttir Linda Björg Reynisdóttir Þórir Gunnarsson Einar Örn Reynisson Kolbrún Ósk Elíasdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurður Skagfjörð Birna Baldursdóttir Eyjólfur Guðni Björnsson Jóna Björk Sigurðardóttir Steindór Árnason Bogi Sigurðsson Borga Harðardóttir Auður Bryndís Sigurðardóttir G. Brynja Sigurðardóttir Anna Sólveig Sigurðardóttir Þórður Úlfar Ragnarsson Aðalheiður Drífa Sigurðardóttir Guðmundur Björn Sigurðsson Natalia Vico Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Sigríður V. Jóhannesdóttir Breiðuvík 18, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 11. júlí kl. 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Líney Ólöf Sæmundsdóttir Álfabyggð 15, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, hinn 28. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Furu- og Víðihlíðar fyrir góða umönnun. Hermann Jónsson Erna Pétursdóttir Hallmann Óskarsson Auður Björk Hermannsdóttir Jón Snorrason Sæmundur Jón Hermannsson Sigrún Sigurgeirsdóttir Brynjar Hermannsson Þóra Björk Kristjánsdóttir Erla Hermannsdóttir og ömmubörnin. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing þennan dag fyrir 89 árum. Hún var fyrst kvenna til að setjast á þing og tók sæti á Alþingi hinn 15. febrúar árið 1923 fyrir sérstakt kvennaframboð. Ingibjörg var þá 53 ára og skólastjóri Kvenna- skólans í Reykjavík. Ingibjörg gekk síðar í Íhaldsflokkinn, sem varð Sjálfstæðisflokkurinn, og sat á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn til ársins 1930. Hún þótti hafa svikið málstaðinn þegar hún gekk til liðs við karla- flokk en barðist þó alltaf fyrir réttindum kvenna. Ingibjörg lauk kvennaskólaprófi í Reykjavík árið 1882 og fór til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar. Hún lauk leikfimikennaraprófi fyrst Íslendinga árið 1892. Ingibjörg var ein tólf kvenna sem samdi frumvarp sem flutt var á Alþingi árið 1915 um þörf þess að byggja Landspítala og var formaður Landspítalasjóðs Íslands.Hún var einnig einn stofnenda Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. Þegar Ingibjörg lést árið 1941 arfleiddi hún Kvennaskólann í Reykjavík að öllum eigum sínum. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 8. JÚLÍ 1922 Fyrsta konan kosin á þing

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.