Fréttablaðið - 08.07.2011, Page 19

Fréttablaðið - 08.07.2011, Page 19
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 F eðgarnir Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Frið- geir Ingi Eiríksson hjá Gallery Restaurant á Hótel Holti tóku þátt í japönskum raunveruleikaþætti, sem tuttugu milljón manns horfa á, á dögun- um. Þeir feðgar voru fengnir til að elda á Fimmvörðuhálsi og var þátturinn sýndur síðasta sunnu- dag í Japan. Friðgeir Ingi, sem er yfir- matreiðslumeistari á Gallery Restaurant, segist ekki hafa vita hvað hann var að fara út í þegar tökur hófust. „Fyrst hélt ég að ég ætti bara að elda fyrir þá því þeir væru að taka upp sjónvarpsþátt. Svo kom í ljós að ég átti að elda, bera matinn til borðs og kynna hann,“ segir Friðgeir Ingi og bætir við að þátturinn fjalli um adrenalínferðamennsku. Friðgeir Ingi segir að gaman hafi verið að vinna með Japön- unum að gerð þáttarins. „Nema hvað, þegar við komum að eld- stöðinni þá vildu þeir að ég eld- aði á eldfjallinu,“ útskýrir Frið- geir Ingi, sem tók vel í það. „Við fundum holu þar sem allt var rauð glóandi.“ Friðgeir Ingi segir að hann hafi eldað lambafillet, humar og humarsúpu. „Ég gerði allt úr ekta íslensku hráefni.“ MYND/ÚR EINKASAFNI Friðgeir eldaði meðal annars lambafillet og með því. Keðjuverkun heitir vísinda- og listasmiðja fyrir börn sem stendur opin í Verksmiðjunni á Hjalteyri frá 13-17 á laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Byggðar verða risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðju- verkun annarra hluta. Nánar á Facebook. Friðgeir Ingi Eiríksson á Gallery Restaurant er tilbúinn að elda fyrir fleiri Japani á Fimmvörðuhálsi. Ævintýri með Japönum 2 N ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.