Fréttablaðið - 08.07.2011, Qupperneq 22
2 föstudagur 8. júlí
núna
✽ Útilegur og bálkestir
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Haraldur Guðjónsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður
Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
MARKAÐUR OG TÓNLIST
Útiskemmtun verður á nýjum svölum
Iðuhússins í Lækjargötu klukkan 14 á
morgun. Í boði verður hönnunarmarkaður,
lifandi tónlist og ljúffengar sumarveitingar.
FRÆÐSLA - HEILBRIGÐI - FEGURÐ
Viltu læra að verða snyrtifræðingur?
Viltu læra að verða förðunarfræðingur?
Viltu læra að verða naglafræðingur?
Þá er Beautyworld fyrir þig!
Allar nánari upplýsingar í síma 510 8080
www.beautyworld.is
H
e l g a L i l j a
Magnús dóttir
og Berglind
Árna dóttir,
f a t a h ö n n u ð i r, h a f a
ákveðið að opna saman
verslun og vinnustofu
við Bergstaðastræti 4.
Verslunin hefur hlot-
ið nafnið Work Shop og
verður aðeins starfrækt
út ágúst.
Helga Lilja og Berglind
kynntust í gegnum Pop
Up markaðinn vinsæla
í júní og ákváðu í kjöl-
farið að koma á laggirn-
ar sameiginlegri versl-
un og vinnustofu. Stúlk-
urnar tóku við húsnæði
verslunarinnar Royal
Extreme og munu opna
búðina með pompi og
prakt í dag.
„Við hittumst á Pop
Up markaðnum í júní og
fórum að tala um hvað
okkur langaði að opna
búð svona yfir hásum-
arið. Við æstum hvor
aðra svolítið upp í þess-
um pælingum og á end-
anum ákváðum við að
demba okkur út í þetta,
einn, tveir og bingó,“ út-
skýrir Helga Lilja.
Stúlkurnar tóku við
húsnæði Royal Extreme
og verða með vinnu-
stofu á efri hæðinni en
verslun á þeirri neðri.
„Önnur hvor okkar, eða
báðar, verður hér alla
daga nema sunnudaga.
Við munum selja flíkur
úr sumarlínum okkar
og svo verða einnig til
sölu mjög falleg spænsk
barnaföt sem vinkona
Berglindar hannar. Við
ætlum að reka búðina
út ágúst en Berglind fer
aftur út til Spánar í byrj-
un september. Það er þó
ekki útilokað að ég haldi
áfram með húsnæðið og
þá í samfloti við annan
hönnuð,“ segir Helga
Lilja.
Í tilefni opnunarinn-
ar verður efnt til gleð-
skapar milli klukkan
17 og 22 í dag. Að auki
verður veittur tíu pró-
senta afsláttur á öllum
vörum í versluninni. - sm
Hönnunarbúðin Work Shop opnuð í dag:
SUMARVERSLUN
Í MIÐBÆNUM
Ný verslun Helga Lilja Magnúsdóttir og Berglind Árnadóttir
munu reka verslunina Work Shop í sumar. Búðin verður opnuð
í dag og verður starfrækt út ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Nicola Formichetti, hönnuður hjá
Thierry Mugler og stílisti Lady
Gaga, sagði í viðtali við tímaritið
W að hann ynni helst ekki með
feitu fólki. Ummæli hans hafa
vakið hörð viðbrögð bæði innan
og utan tískuheimsins.
Í v i ð t a l i nu v i ð W s ag ð i
Formichetti að hann væri vanur
að klæða fyrirsætur og grann-
vaxið fólk og kynni ekki við að
vinna með feitu fólki. „Ég kom á
staðinn og þá biðu mín þrír feitir
karlmenn. Ég gekk út. Þetta var
í síðasta sinn sem ég vann með
feitu fólki, þetta var svo lágkúru-
legt,“ sagði Formichetti. Eftir
fjölmiðlastorminn í kringum
orð Formichetti skrifaði hann á
Facebook-síðu sína og sagði W
hafa mistúlkað orð sín. Hann
sagðist einnig hafa unnið með
feitu fólki og nefndi í því sam-
hengi söngkonuna Beth Ditto. - sm
Ummæli Formichetti gagnrýnd harðlega:
Vill ekki vinna
með feitu fólki
UMDEILDUR Nicola Formichetti
sagði í blaðaviðtali að hann ynni
helst ekki með feitu fólki.
NORDICPHOTOS/GETTY
HAMINGJUSÖM BRÚÐHJÓN
Ofurfyrirsætan Kate Moss gekk í
það heilaga með tónlistarmanninum
Jamie Hince helgina sem leið. Moss
klæddist kjól úr smiðju Johns Gal-
liano og þótti glæsileg brúður.
NORDICPHOTOS/GETTY