Fréttablaðið - 08.07.2011, Page 24

Fréttablaðið - 08.07.2011, Page 24
4 föstudagur 8. júlí Edda Sif Pálsdóttir sló í gegn sem annar stjórnenda Skólahreysti í vetur. Hún starfar nú sem íþróttafréttamaður á fréttadeild Sjónvarps- ins og líkar vel. Ljósmyndir: Haraldur Guðjónsson Viðtal: Sara McMahon Förðun: Helena Konráðsdóttir hjá MAC E dda Sif er Garðbæing- ur í húð og hár en ólíkt öðrum Garðbæingum heldur hún ekki bara með liði Stjörnunnar í fótbolta. „Pabbi minn er úr Vest- mannaeyjum og hefur dregið mig á ÍBV-leiki frá blautu barnsbeini svo ég er gallharður ÍBV-ari þegar kemur að fótbolta, annars er ég mikill Garðbæingur í mér og get eiginlega ekki hugsað mér betri stað til að búa á.“ Edda Sif starfar sem íþrótta- fréttamaður hjá Sjónvarpinu í sumar og þykir standa sig vel sem slíkur. Hún hóf fyrst störf hjá RÚV þegar hún var í framhaldsskóla og vann þá við að afrita sjónvarps- og útvarpsefni fyrir viðskipta- vini. „Ég vann á föstudögum og laugar dögum við að brenna þætti á geisladiska. Ég var sem sagt á söludeildinni og einnig á safn- adeild þar sem ég raðaði meðal annars spólum í hillur. Næst sótti ég um starf skriftu og vann við það bæði á sumrin og með skóla. Hlutverk skriftunnar er að halda utan um fréttatímana og passa upp á að allar tímasetningar passi og allt gangi vel fyrir sig. Ég held að þetta sé mjög góður grunn- ur fyrir önnur störf á fréttastof- unni því maður lærir að temja sér ákveðinn hugsunarhátt og skilur betur hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Góðar skriftur eru mjög mikilvægar,” segir hún og brosir. EINA STELPAN Á DEILDINNI Edda Sif er eini kvenkyns íþrótta- fréttamaðurinn á deildinni en starfið þykir henni skemmtilegt. „Þetta er rosalega skemmtileg vinna. Það hefur þó komið fyrir að ég biðji íþróttamenn og þjálf- ara að tala ekki við mig eins og stelpu, örfáir áttu það til að tala mjúklega til mín og nota annan orðaforða. Annars hefur þetta bara gengið nokkuð vel og ég er ánægð í starfinu.“ Aðspurð segist Edda Sif hafa verið virk í íþróttum á sínum yngri árum og æfði bæði hand- bolta og dans. „Ég æfði handbolta, fóltbolta, dans og golf þannig að ég hef ágætan bakgrunn en ég hef líka þurft að lesa mér til um ýmsar íþróttir. Um leið og ég hef gert eina frétt um íþrótt sem ég vissi ekki mikið áður um er fram- haldið samt fljótt að koma.“ Edda Sif er dóttir Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra og því vakti ráðning hennar í sumarafleysing- ar á fréttastofu RÚV mikla athygli á sínum tíma. Hún viðurkennir að hún hafi búist við þessum sterku viðbrögðum en ákveðið að láta þau ekki á sig fá heldur láta verk- in tala. „Ég reyndi að taka þetta ekki of nærri mér þó að þetta hafi auðvitað verið óþægilegt, það eina í stöðunni var bara að standa sig vel. Pabbi vissi ekkert af umsókn minni, ég sótti bara um starfið, skilaði inn ferilskrá, tók frétta- mannaprófið og fór að lokum á fund með yfirmönnum. Ég held að það hefði bara orðið mér til ama að fara að blanda pabba í þetta.“ Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig gangi að vinna undir foreldri sínu? „Við leiðumst ekk- ert um vinnustaðinn,“ segir hún í gamansömum tón. „Ég sé hann voða lítið í vinnunni, það er helst að maður rekist á hann í matar- hlénu.“ ÚTVARPIÐ HEILLAR Edda Sif stundar nám í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands og hyggst ljúka því námi um jólin. Hún er þó svo heilluð af fjölmiðlastarfinu að hún gæti vel hugsað sér að starfa áfram innan þess geira eftir út- skrift. „Þetta er rosalega skemmti- leg vinna og ég væri mikið til í að halda áfram að starfa við þetta. Íþróttafréttamennskan er spenn- andi, maður þarf alltaf að vera á tánum, en ég væri líka til í að prófa eitthvað annað, kannski eitthvað mannlífstengdara.“ Aðspurð hvort hún gæti hugs- að sér að vinna við útvarpsþátta- gerð svarar hún játandi og segir útvarpið bæði rómantískt og van- metið. Innt eftir því um hvað út- varpsþátturinn mundi fjalla er hún fljót til svars. „Ég er með mjög „pervertískan” áhuga á kirkju- görðum og sögu fólksins sem þar hvílir. Ég vann í kirkjugarði í nokkur ár og þar hvíldi til dæmis fjölskylda sem hafði öll dáið sama dag, á afmælisdaginn minn. Ég hætti ekki fyrr en ég komst að því hvað hefði gerst, en þau höfðu lát- ist í flugslysi. Ég held að leyndar- málin og sögurnar sem leynast í kirkjugörðum séu mjög áhugavert efni í útvarpsþátt ... ég vona að þetta hljómi ekki of undarlega?“ VÍSITÖLUFJÖLSKYLDA Í REYKJAVÍK Edda Sif hefur verið á föstu með Árna Má Þrastarsyni í fjögur ár og kynntust þau á sínum tíma í gegn- um sameiginlegan vin. Parið hefur deilt heimili undanfarin tvö og hálft ár ásamt hundinum Fróða og kettinum Vampa. „Við erum nán- ast vísitölufjölskylda, já, enda lít ég á dýrin sem börnin mín,“ segir VIL EKKI AÐ TALAÐ VIÐ MIG EINS OG STE Þetta er rosalega skemmtileg vinna. Það hefur komið fyrir að ég biðji íþróttamenn og þjálfara að tala ekki við mig eins og stelpu, örfáir áttu það til að tala mjúklega til mín og nota annan orðaforða.” Mamma hélt að ég myndi aldrei flytja að heiman en það gerðist nú samt og mér líkar það vel. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 FLOTT FÖT – FLOTT VERÐ – ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR OPNAÐU AUGUN ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ AÐ VERA TÖFF

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.