Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 40
28 8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR
Rokksöngvarinn Jon Bon
Jovi dvaldi á Íslandi í vik-
unni ásamt fjölskyldu sinni,
eins og fram hefur komið
í fjölmiðlum. Hann var
gríðar lega ánægður með
dvölina, samkvæmt skipu-
leggjanda ferðalagsins.
„Þetta er eitt skemmtilegasta verk-
efni sem ég hef tekið þátt í,“ segir
Þorbjörg Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Visitor, sem skipu-
lagði ferðir söngvarans Jons Bon
Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi.
Jon Bon Jovi kom til landsins
ásamt eiginkonu sinni, fjórum börn-
um, aðstoðarmanni og eiginkonu
hans um síðustu helgi. Þau dvöldu
á Hótel Borg, en ferðuðust mikið
um Suðurland. Hópurinn skoðaði
meðal annars Gullfoss, Geysi og
Vestmannaeyjar ásamt því að
ferðast vestur í Borgarfjörð.
Þorbjörg, eða Obbý eins og
hún er ávallt kölluð, segir
Bon Jovi og fjölskyldu hafa
kunnað gríðarlega vel við
sig á Íslandi.
„Þau eiga ekki til orð.
Þau héldu að þau væru
búin að sjá allt, en
þetta var algjör upp-
lifun. Þeim fannst
hver dagur ótrú-
legur,“ segir Obbý.
„Þetta var rosalega
skemmtilegt verk-
efni og fjölskyldan
er alveg frábær. Það
eru engir stjörnu-
stælar í þeim.“
Obbý segir að hann
hafi að mestu verið lát-
inn í friði á Íslandi, þó
að nokkrir hafi stokkið
á hann og fengið mynd
af sér með goðinu. „Þetta var
mjög hefðbundið, allt sem var
gert og þau voru eins og hverj-
ir aðrir túristar,“ segir Obbý.
„Þau fóru um bæinn og fæst-
ir þekktu þau. Hann var mjög
hissa á því hvað hann fékk
mikinn frið.“
Bon Jovi fór til
Tyrklands eftir að
Íslandsdvöl hans
lauk, en hann kemur
fram á tónleikum í
Istanbúl í kvöld ásamt
hljómsveit sinni.
Obbý segir hann ekki
hafa útilokað að koma
aftur til landsins og að
hann sé kominn í hóp
svokallaðra Íslandsvina.
„Allt sem við gerðum sló
í gegn og var það stór-
kostlegasta sem þau
hafa lent í,“ segir hún.
atlifannar@frettabladid.is
Bon Jovi og fjölskylda
orðlaus yfir Íslandsdvölinni
FLUGU UM Í ÞYRLU Bon Jovi og fjölskylda ferðuðust um í þyrlu á Íslandi og flugu meðal annars til Vestmannaeyja.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tónlist ★★★★
Bara ég
Emmsjé Gauti
Fersk innkoma hjá
Gauta
Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta
kosti ef við dæmum út frá útgefnum
plötum, spilun og sölu. Gauti Þeyr
Másson, betur þekktur sem Emmsjé
Gauti, er búinn að vera lengi að, var til
dæmis valinn efnilegasti rapparinn á
Rímnaflæði 2003, 14 ára gamall. Hann
hefur sent frá sér nokkur lög undanfarin
ár, en vakti fyrst verulega athygli í fyrra
fyrir lagið Við elskum þessar mellur sem hann gerði með BlazRoca og var á
plötunni Kópacabana. Nú er Gauti kominn með sína fyrstu sólóplötu, Bara
ég. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út, en Geimsteinn virðist vera
eina stóra plötuútgáfan sem sinnir rappinu.
Emmsjé Gauti er fínn rappari. Hann hefur ágæta rödd og lipurt flæði.
Textarnir eru sjálfhverfir eins og hjá fleiri röppurum, en Gauti kann að koma
fyrir sig orði og á oft fína spretti. Tónlistin er mjög poppuð og dansvæn á
köflum. Á meðal bestu laganna má nefna Dusta rykið sem Gnúsi Yones
gerði taktinn við og Berndsen og Rósa Sometime koma fram í, Blikk blikk
sem Ljósvaki samdi, Steinstjarna og Hemmi Gunn sem eru gerð af Redd
Lights og Kæra Ester sem fyrrnefndur Gnúsi á heiðurinn af. Á meðal gesta á
plötunni eru Blaz Roca sem fer á kostum í laginu Hemmi Gunn, Friðrik Dór
sem syngur í Okkar leið og Smári Tarfur sem lætur gítarinn tala í Blikk blikk.
Á heildina litið er Bara ég fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda
af poppi og rappi.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Emmsjé Gauti kemur ferskur inn á poppaðri rappplötu.
Emma Watson segir að hún hræði
reglulega ung börn sem halda að
hún hafi galdrakrafta Hermione
Granger í alvörunni og að hún
muni leggja á þau álög. Watson,
sem farið hefur með hlutverk
Hermione Granger í öllum Harry
Potter-kvikmyndunum, finnst
þessi hræðsla þó skondin. „Sum
börn eru hrædd við mig því þau
halda að ég kunni að galdra í
alvörunni. Mér hefur alltaf fund-
ist þetta mjög fyndið og ég reyni
að segja við þau: „Ég ætla ekki
að gera neitt við ykkur. Þetta er
allt í lagi“.“
Börn hræð-
ast Emmu
EKKI GÖLDRÓTT Í ALVÖRU Emma
Watson lendir stundum í því að hræða
ung börn.
EKKI TALA VIÐ DÝRIN...NEMA ÞAU TALI VIÐ ÞIG FYRST!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
-.T.V., SÉÐ & HEYRT
„FRÁBÆR!“
B.G. - MBL.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
ZOOKEEPER KL. 6 - 8 - 10 L
BAD TEACHER KL. 8 14
BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 10 12
ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
ZOOKEEPER Í LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 L
TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 8 - 11 12
TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 8 - 11 12
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L
5%
„...MIKIL ÁGÆTIS
SKEMMTUN FYRIR
FJÖLSKYLDUNA“
B.B. - MBL.
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
12
12 12
12
12
12
12
12
12
10
10
10
10
10
L
L
L
L
L
L
V I P
AKUREYRI
12
12
12
KRINGLUNNI
SELFOSS
TRANSFORMERS 3 í 3D kl. 5 - 8 - 10
TRANSFORMERS 3 í 2D kl. 5 - 8
BEASTLY kl. 8
SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 4 - 6
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 2D kl. 4 - 6
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 í 2D kl. 5 - 8 - 10:40
TRANSFORMERS 3 kl. 5 - 8 - 11:10
SUPER 8 kl. 6 - 8 - 10:20
TRANSFORMERS 3 3D kl. 4.45 - 6.45 - 8 - 10
SUPER 8 kl. 8 - 10.30
MR. POPPER’S PENGUINS kl. 5.30
HANGOVER PART II kl. 8 - 10.20
KUNG FU PANDA 2 3D ísl tal kl. 4.45
PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5
E.T WEEKLY
HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
Jaw“ dro- ppingly Amazing 3D!!!”
Harry Knowles, A ntItCool.comi
T“ he b st 3D s ‘ A ar’e ince vat ”
Sc ott Ma tz, A ywl d n ccess Hol oo
isoibMSA .
t þér miða á gðu ygr
TRANSFORMERS 3 í 3D kl. 5 - 8 - 9
BEASTLY kl. 7 - 10:20
SUPER 8 kl. 5:50 - 8
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 5
TRANSFORMERS 3 kl. 5 - 8
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali kl. 4
BRIDESMAIDS kl. 8
SUPER 8 kl. 10:30
ZOOKEEPER 4, 6 og 8
TRANSFORMERS: DARK OF THE MOON 4, 7 og 10
BRIDESMAIDS 4, 6.30, 9 og 10.10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
T.V. - kvikmyndir.is
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar