Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 6
13. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR6 kynning fimmtudaginn 14. júlí milli kl. 14 og 17 20% afsláttur af vítamínunum. Mest seldu vítamínin í Bretlandi Austurbæjarapóteki Ögurhvarfi STÓRBRUNI VIÐ SUNDAHÖFN LANGÞRÁÐ HVÍLD Það getur tekið sinn toll að sinna slökkvistörfum klukkustundum saman. Þessir slökkviliðsmenn voru því hvíldinni fegnir þegar þeir tylltu sér í nálæga brekku og fengu sér nesti. Það á svo eftir að koma í ljós hvort eiturgufurnar frá eldinum valda þeim beinlínis veikindum, eins og raunin varð eftir eldsvoðann 2004. Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Kletta- garða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðju- dags. Engan sakaði í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið á höfuð- borgarsvæðinu og aukamann- skapur var kallaður út til að berj- ast við eldinn og tókst loksins að ráða niðurlögum hans um klukkan átta í morgun. Lögreglan fór yfir upptökur úr öryggismyndavélum í kjölfarið ásamt forsvarsmönnum Hringrás- ar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sést á þeim hvar bílar koma akandi upp að girðingunni umhverfis lóðina og nokkrir menn stíga út. Þeir aðhafast þar eitthvað í nokkra stund áður en einhverju sést kastað yfir girðinguna og í dekkjahauginn. Talið er að þar hafi verið um bensínsprengju að ræða. Mennirnir aka svo á brott í snatri og skömmu síðar er tilkynnt um eldinn. Það sem þykir renna stoðum undir að mennirnir hafi verið með eldfiman vökva meðferðis er að á grasbletti utan við girðinguna er sviðin jörð. Þar hefur einnig kviknað í, að því er talið er vegna þess að eldfimi vökvinn helltist niður. Mennirnir voru ófundnir í gær- kvöldi. Stórbruni varð í dekkjahrúgu á sömu lóð árið 2004. Slökkvistarf- ið nú gekk talsvert betur. „Því miður fór reynslan frá því síð- ast í bankann, það hefði nú verið ágætt að vera laus við hana. En hún nýtist okkur núna,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri þegar Fréttablaðið náði tali af honum á vettvangi í fyrrinótt. „Svo er líka búið að gera ákveðnar lagfæringar á svæð- inu, steypa veggi sem hólfa þetta aðeins og það hjálpar til,“ segir Jón Viðar. Skilyrði fyrir því hversu mikið magn dekkja mátti geyma á lóðinni hafi alltaf verið fyrir hendi og nú hafi þau verið virt, en það sama var ekki uppi á teningnum 2004. Það varð íbúum í hverfinu til happs að vindáttin í fyrrinótt var hagstæð. Vindur úr suð-suðaustri gerði það að verkum að reykinn lagði á haf út, ólíkt því sem var árið 2004 þegar reykinn lagði að hluta yfir íbúðabyggð og rýma þurfti fjölda húsa. „Það væri skelfilegt ef mökk- urinn færi yfir íbúðahverfi, að ég tali nú ekki um yfir á dvalarheim- ilið [Hrafnistu],“ sagði Jón Viðar á vettvangi. Reykurinn hafi að geyma eiturgufur sem fari mjög illa í fólk. „Það er hrikalega mik- ill skítur sem kemur úr þessum reyk. 2004 voru menn lengi að ná sér, voru að hósta þessu úr sér og voru veikir, bæði hjá okkur og lög- reglunni, og voru frá í töluverðan tíma.“ Hann sagði jafnframt að á tíma- bili hefði verið hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi skemmur. Þótt eldurinn hafi verið slökktur í gærmorgun var slökkvilið þar að störfum í allan gærdag og var með vakt fram eftir gærkvöldinu enda þarf ekki miklar glæður til að eldur komi upp að nýju í erfiðum eldsmat eins og dekkjum og dekkjakurli. Við þetta má bæta að eldsvoðinn raskaði starfsemi nokkurra fyrir- tækja við Sundahöfn í gær, meðal annars Eimskips, vegna mengunar. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Lögregla leitar að brennuvörgum Lögregla rannsakar nú hvort hópur manna hafi tekið sig saman um að kveikja í dekkjahaug Hringrásar með bensínsprengju eins og ráða má af upptöku úr öryggismyndavél. Hagstæð vindátt varð íbúum í nágrenni Sundahafnar til happs því að reykinn lagði á haf út. MÆDDUR SLÖKKVILIÐSSTJÓRI Jón Viðar Matthíasson vill helst ekki þurfa að mæta nokkru sinni aftur í Hringrás. Gríðarlegur bruni árið 2004 leiddi til lagabreytinga Bruninn mikli í Hringrás í nóvember 2004 var gríðar- legur. Tvo daga tók að slökkva eldinn, sem kviknaði í dekkjahaug sem var miklum mun stærri en sá sem nú varð eldi að bráð. Á þriðja hundrað manns komu að slökkvi- og björg- unarstarfinu og á sjötta hundrað íbúum í nágrenninu var gert að yfirgefa heimili sín tímabundið, enda lagði eitraðan reykinn yfir hverfið og barst inn um allar glufur. Athuganir leiddu fljótlega í ljós að kviknað hefði í út frá hleðslutæki fyrir lyftara, sem geymt var í ósam- þykktu húsnæði á lóðinni. Þá kom líka í ljós að eftirlits- aðilar höfðu varað forsvarsmenn Hringrásar sterklega við hættunni af of stórum dekkjahaugnum á lóðinni án þess að brugðist hefði verið við. Þrátt fyrir það endur- nýjaði Heilbrigðiseftirlitið starfsleyfi fyrirtækisins eftir brunann að þröngum skilyrðum uppfylltum. Umhverfisráðherra kallaði í kjölfarið eftir sérstakri úttekt Brunamálastofnunar á málinu og tillögum til úrbóta til að tryggja að eitthvað þvílíkt endurtæki sig ekki. Þetta leiddi til þess að lögum um brunavarnir var breytt og heimildir eftirlitsaðila auknar. LAGT Á ELDHAFIÐ Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að dreifa dekkjunum í haugnum svo auðveldara væri að slökkva eldinn. Fjöldi fólks kom að slökkvistarfinu, þótt það hafi ekki verið eins torsótt og í brunanum árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.