Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 T.G.I. Friday´s í Vetrargarðin-um í Smáralind fagnar 10 ára afmæli í ár. Að sögn fram- kvæmdastjórans, Ævars Olsen, tóku landsmenn samstundis vel í afslappað andrúmsloftið og þann góða og fjölbreytta matseðil sem staðurinn státar af. Þótt nú sé lið- inn áratugur virðist ekkert lát ætla að verða á góðri aðsókn. „Satt best að segja stefnir nú í metár þar sem tíu þúsund manns hafa verið í mat í hverjum mán- uði síðan við ákváðum að lækka öll verð á matseðli í janúar á þessu ári. Gestum hefur því fjölgað um einhver 29 prósent frá því í fyrra,“ segir Ævar léttur í lund og þakkar ekki síður framúrskarandi matseld en breyttu verðlagi góðar viðtökur. „Enda alkunn staðreynd að amer- ísk matargerð er landsmönnum að skapi.“ Ævar vísar þar í matseðil- inn sem samanstendur af rjóman- um í bandarískri matseld, steikum, hamborgurum og sívinsælum rifj- um þar á meðal. „Hráefnið er aftur allt íslenskt enda höfum við verið hörð á því að leggja okkar af mörk- um til að styðja íslenskan iðnað,“ segir hann og útilokar ekki að sú ákvörðun hafi átt sinn þátt í því að T.G.I. Friday ś hélt velli á Íslandi á meðan keppinautarnir lögðu niður laupana hver á fætur á öðrum. „Enda rándýrt að flytja inn allt hrá- efni og í raun sérkennilegt þar sem hér er úr miklu og góðu að moða.“ Ævar segir stöðuga endurnýjun á matseðli T.G.I Friday ś sömuleið- is hafa tryggt staðnum viðvarandi vinsældir. „Við endurskoðum hann reglulega og skiptum út réttum sem hafa lítið hreyfst síðustu fjóra mánuði. Þannig reynum við stöð- ugt að greina og koma til móts við þarfir gesta okkar,“ útskýrir hann og getur þess að á næstu dögum verði einmitt nýr og spennandi matseðill tekinn í notkun. „Ljúf- fengar kökur, dísæt súkkulaðikaka og ostakaka sem bráðnar í munni, eru aðeins brotabrot af því lostæti sem verður boðið upp á.“ Spurður hvort eitthvað sérstakt standi svo til í tilefni af afmælinu, segir Ævar stefnt að því að slá upp heljarinnar veislu á daginn sjálfan, tíunda október. „Afmælið ber upp á tíu ára af- mæli Smáralindar og við ætlum að vera með veislu fyrir öll skilning- arvitin, sælkeramat, feikinóg af til- boðum sem ekki hafa sést hérlend- is, tónleika og óvæntan glaðning,“ segir hann. Alltaf fullt út úr dyrum Ferskleiki og fjölbreyttur matseðill er aðalsmerki T.G.I. Friday ś sem hefur í áratug rekið vinsælan veitingastað hérlendis. Starfsfólk T.G.I. Friday´s tekur ávallt vel á móti gestum. MYND/VILHELM GUÐI SÉ LOF FYRIR FÖSTUDAGA Saga T.G.I. Friday´s hefst árið 1965 þegar ungur og ókvæntur ilmvatns- sali ákvað að kaupa niðurníddan bar í New York, flikka upp á hann og selja veitingar. Hann réð unga og hressa þjóna og nefndi staðinn því skemmtilega nafni Thank God It´s Friday, eða Guði sé lof fyrir föstudaga. T.G.I. Friday´s varð samstundis vinsælt veitingahús og upp frá því fjölgaði eigandinn stöðum. Nú rekur veitingahúsakeðjan 930 staði í 61 landi. Samhliða veitingarekstri hefur T.G.I. Friday´s haldið úti veisluþjónustu sem hefur notið fádæma vinsælda hérlendis. „Við bjóðum partýbakka sem eru settir saman úr réttum af matseðli fyrir veislur og partý af öllu tagi,“ segir Ævar Olsen, hjá T.G.I. Friday´s og tekur fram að auðvitað sé hægt að semja um breytingar. „Það samræmist einkunnarorðum T.G.I. Friday´s „óskum gestanna er aldrei neitað“ útskýrir hann og bætir við að lítið mál sé að skutla matnum á staðinn þegar um stærri veislur er að ræða. PARTÝMATUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI Alltaf föstudagur - alltaf fjör! T.G.I. Friday’s Smáralind ULTIMATE DOUBLE JACK DANIEL’S® BURGER MEÐ FRÖNSKUM OG VISKÍGLJÁA 2.190

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.