Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. júlí 2011 11 FERÐAMÁL Gera þarf átak í öryggismál- um ferðamannastaða hér á landi og setja hverasvæði í sérstakan forgang. Þetta er niðurstaða starfshóps sem nýverið skilaði skýrslu til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðar- ráðherra um málefnið. Meðal tillagna sem settar eru fram í skýrslunni má nefna að útbúa þurfi leið- beiningar um öryggismál ferðamanna- staða og gerð öryggisáætlana. Sums stað- ar þurfi að bæta mannvirki og merkingar. Einnig er lagt til að öryggismál vinsæl- ustu ferðamannastaða landsins verði rannsökuð nánar af sérfræðingum og í kjölfarið lagðar fram tillögur til úrbóta. Starfshópurinn birtir lista yfir um 30 svæði, sem þurfi að vera í forgangi þegar ráðist verður í aðgerðir. Gert verði hættu- mat á fjölförnustu svæðunum og viðhlít- andi ráðstafanir gerðar í kjölfarið. Lagt er til að hverasvæði fái sérstakan forgang. Þar á meðal eru Geysissvæðið, Deildartunguhver, hverir við Námafjall, Hveragerði, Krýsuvíkursvæðið og Hvera- vellir. Meðal annarra fjölfarinna ferða- mannastaða sem taldir eru upp eru Látra- bjarg, Dettifoss, Dyrhólaey, Víkurfjara, Reynisfjara, Gullfoss, Esjan, Glymur, gönguleiðin um Laugaveg, Fimmvörðuháls, Seljalandsfoss og Helgustaðanáma. - mþl Bæta þarf öryggi á ferðamannastöðum og gera hættumat samkvæmt nýrri skýrslu fyrir ráðherra: Hverasvæðin fái sérstakan forgang FALLEGT EN HÆTTULEGT Hveravellir eru á meðal háhitasvæða þar sem gera þarf frekari öryggisráðstafanir að mati höfunda skýrslunnar. BANDARÍKIN, AP Wrenella Pierre, sprelllifandi kona í Flórída, segist hafa lent í margvíslegum fjár- hagsvandræðum vegna þess að viðskiptabanki hennar tilkynnti öðrum fjármálafyrirtækjum að hún væri látin. Þetta gerðist í nóvember. Bank- inn, sem er Chase Bank USA, sendi einnig samúðarbréf til fjöl- skyldu hennar og sagði að einhver frá bankanum myndi hafa sam- band vegna veðláns, sem hún og eiginmaður hennar tóku þegar þau byggðu sér hús árið 2007. Konan hefur nú kært bankann, en starfsmenn hans eru að reyna að finna út úr því hvernig þeim gátu orðið á þessi mistök. - gb Kona í vandræðum: Bankinn segir hana vera látna SALERNI BURÐARDÝRA Þannig lítur hin nýlega aðstaða út. LÖGREGLUMÁL Tvær breytingar urðu í starfsemi fíkniefnahóps rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Nú eru meint burðardýr fíkni- efna einungis sett í sneiðmynda- töku á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja í stað röntgenmynda áður. Þetta þýðir mun betri myndgæði og að niðurstöður berast oftast í beinu framhaldi af myndatöku. Þá hefur það þrívegis komið fyrir að greinst hafa innanmein hjá þeim sem leitað hefur verið á. Hin breytingin felst í nýrri salernisaðstöðu sem útbúin var á lögreglustöðinni í Keflavík. - jss Breytingar á Suðurnesjum: Burðardýrin send í sneið- myndatöku Of mikið af joði Matvælastofnun hefur fengið upp- lýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur um stöðvun sölu og innköllun á fæðubótarefninu Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti er of mikið af stein- efninu joði. HEILBRIGÐISMÁL Svæði A lokað fyrir veiðar Svæði A er lokað fyrir strandveiðum frá og með deginum í dag fram í byrjun ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu. Svæðið nær yfir Snæfellsnes og stærstan hluta Vestfjarða. SJÁVARÚTVEGUR J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA 15. júlí landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sæktu um skuldalækkun strax í dag Skuldalækkun Landsbankans er í boði til 15. júlí. Sæktu strax um að lækka skuldir þínar áður en frestur rennur út. Skilmála og nánari upplýsingar um skuldalækkun Landsbankans Lækkun annarra skulda LÖGREGLUMÁL Lögreglan leitar enn manns sem réðst á starfsmann Samkaupa í Búðardal að kvöldi 5. júlí síðastliðins. Greint er frá þessu á vef Skessuhorns. Maðurinn réðst á starfsstúlku skömmu eftir lokun verslunarinn- ar og veitti henni áverka með gos- dós, en höggin ollu því að stúlkan fór úr kjálkalið. Þá reif hann föt hennar áður en hann lagði á flótta. Þeir sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Borgarfirði og Dölum. - kh Árás í Búðardal: Enn leitað að árásarmanni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.