Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGHamborgarar MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20116 Nachos-flögur og lauk- hringir Fyrir einn 1 hamborgari, brauð og kjöt djúpsteiktir laukhringir kálblöð að eigin vali 1/2 tómatur, þunnt skorinn 1/5 rauðlaukur, þunnt skor- inn 4-5 nachos-flögur 1 msk. salsasósa 1 msk. majónes Smyrjið sundurskorið ham- borgarabrauð með majónesi. Raðið djúpsteiktum laukhringj- um, tveimur til þremur, á hvert brauð. Þar ofan á fara kálblöð, tómatur og rauðlaukur. Komið steiktu kjötinu fyrir á þessari breiðu og stráið nachos-flögum ofan á. Gott er að setja salsa- sósu á topp alls þessa áður en brauðinu er lokað. Tilraunir með álegg Margir bregða aldrei út af vananum í hamborgaramatreiðslu og velja alltaf sama áleggið. Gaman getur verið að flippa örlítið og prófa að breyta til, þótt ekki sé nema að bæta beikoni eða nýrri grænmetistegund á borgarann. Nachos-flögur og laukhringir Ástralskur hamborgari Avókadóást Ástralskur hamborgari Fyrir einn 1 hamborgari, brauð og kjöt 1 egg 2 beikonsneiðar 2-3 sneiðar af osti 1 stór tómatsneið, þykkt eftir smekk 1 stór rauðrófusneið, þykkt eftir smekk 1 ananashringur kálblöð að eigin vali tómatsósa 1 msk. smjör Smyrjið sundurskorið ham- borgarabrauð með tómat- sósu. Steikið beikonið um leið og kjötið og bræðið ostinn á kjötinu. Mýkið laukinn og rauðrófuna á pönnu við væg- ari hita. Spælið egg. Raðið káli og tómatsneið neðst ofan á brauðið og setjið kjötið þar ofan á. Þar næst kemur an- anasinn, rauðrófan, beikon- ið og laukurinn. Eggið setur lokapunktinn og er komið fyrir ofan á þessu öllu saman. Avókadóást Fyrir einn 1 hamborgari, brauð og kjöt 1/2 avókadó, skorið langs- um í þykkar sneiðar kálblöð 2 msk. rautt mauk að eigin vali, til dæmis rautt pestó eða salsasósa 1 stór ostsneið, ekki brædd Smyrjið sundurskorið ham- borgarabrauð með salsa- sósu eða rauðu pestói. Raðið kálblöðum á brauð- ið og setjið kjötið þar ofan á. Setjið ostinn ofan á kjötið þegar það er komið í brauð- ið því hann á ekki að vera bræddur. Ofan á ostinn fara avókadósneiðarnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.