Fréttablaðið - 02.08.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 02.08.2011, Síða 20
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 form fá þeir að keppa í bardaga og þá taka við erfiðari æfingar. Bæði Gísla og Ívari hlotnaðist sá heiður að berjast við bardagamenn úr öðrum æfingabúðum. „Bardagamennirnir taka allt mjög alvarlega og ákvað ég að gera hálfgert grín að því. Sem dæmi brosti ég í stað þess að vera alvarlegur í myndatökum fyrir bardagana og fyrir lokabardagann rakaði ég hárið á mér á sama máta og Georg Bjarnfreðarson og barðist þannig. Þrátt fyrir upp- átækin gekk sá slagur mjög vel og ég vann með rotsparki í annarri lotu.“ Frá heimkomu hefur Ívar unnið á fullu en ólíkt honum hefur Gísli æft af kappi. Síðasta sunnudag keppti hann í Ironman í Eng- landi. Ironman er keppni sem haldin er um heim allan og er heimsmeistara mót haldið að lokum á Hawaii. Þar mun hann reyna að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa heilt maraþon á innan við tólf klukku- stundum. Stefnir hann á að ferðast heimshorna á milli og stunda ýmsar íþróttir. „Ég hleyp mara- þon í Berlín í september næstkom- andi. Eftir það fer ég til Brasilíu að læra Jiu Jitsu í hálft ár, síðan er stefnan tekin á Kína að læra Kung Fu í hálft ár og þaðan langar mig mikið að fara til Indlands að stunda jóga,“ segir Gísli, sem þarf að innbyrða sjö þúsund kaloríur á hverjum degi vegna þrotlausra æfinga. hallfridur@frettabladid.is Gísli stefnir á að æfa alls kyns bardaga- listir og íþróttir í öllum heimshornum. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing „Það er yndislegt að sameina hug- leiðslu og göngu í íslenskri nátt- úru,“ segir Arnbjörg Kristín Kon- ráðsdóttir jógakennari, sem býður upp á námskeið í gönguhugleiðslu í Öskjuhlíðinni næstu fjórar vikurn- ar. Hún segir bæði líkamlegan og andlegan ávinning af gönguhug- leiðslu sem birtist í endurnýjaðri orku og betra jafnvægi, virkari hugsun og mildara skapi. Námskeiðin standa í fjórar vikur og kosta átta þúsund krón- ur. Þau eru á miðvikudögum og hver tími er ein klukkustund. Hægt er að velja um tvo hópa. Fyrri hópurinn hittist á bílaplan- inu við Perluna klukkan 16.30 og seinni hópurinn klukkan 17.30. Fyrstu tímarnir eru á morgun 3. ágúst og skráning og nánari upp- lýsingar eru í akk@samana.is Út að hugleiða Arnbjörg Kristín í jógastöðunni Trénu sem er tekin klesst upp við tré. MYND/HRAFNHILDUR REYKJALÍN VIGFÚSDÓTTIR Hávaxnar konur eru líklegri en lágvaxnar til að fá krabbamein, að því er kemur fram í nýrri rannsókn. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var við Oxford- háskóla í Bretlandi aukast líkur á krabbameini hjá konum um sextán prósent með hverjum tíu sentimetrum umfram 1,53 metra hæð. Efni sem hafa áhrif á hæð fólks virðast einnig geta haft áhrif á myndun krabbameina, samkvæmt rannsókninni, sem náði til yfir milljón kvenna. Krabbameinsrannsóknaráð í Bretlandi hefur þó bent á að hávaxnar konur þurfi ekkert að óttast. Jane Green, sem fór fyrir rannsókninni, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að hæðin sjálf hefði ekki áhrif á krabbamein en gæti hins vegar verið merki um eitthvað annað. Rannsakendurnir telja að vaxtar- hormón geti haft áhrif á krabba- mein. Mikið magn vaxtarhormóna leiðir til þess að fleiri frum- ur geta stökkbreyst og orðið að krabbameini. Green viðurkennir þó að rann- sakendur geti ekki fullkomlega skýrt þessa tengingu á milli hæðar og krabbameins. - mmf Háar konur fá frekar krabbamein Hávaxnar konur eru líklegri til að þróa með sér krabbamein en skýringin er nokkuð á huldu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.