Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 2
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR2
NÁTTÚRA Vegna E. colimengunar
sem uppgötvaðist í sumar hefur
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
bannað fólki að baða sig í Laugar-
vatni. Sveitarstjóri segir orsökina
vera mengun úr holræsakerfi frá
þéttbýlinu í kringum vatnið.
„Það kom heitt vatn inn á
hreinsikerfið hjá okkur, sem gerði
það að verkum að gerlamyndun
eyðilagðist,“ segir Valtýr Valtýs-
son, sveitarstjóri Bláskógabyggðar,
í samtali við Fréttablaðið.
„Við þurfum að byggja upp
ákveðna gerlaflóru í hreinsi-
mannvirkinu og erum búin að panta
hluti í búnaðinn sem skemmdist.
Við erum að reyna að bjarga mál-
inu eins hratt og hægt er.“
Valtýr segir að erfitt sé að
segja hvenær von er á að úr ræt-
ist en viðgerð á búnaðinum verði
vonandi lokið á næstu dögum eða
vikum.
Baðstaðurinn Fontana var opn-
aður nýlega við Laugarvatn og þó
að allt sé til reiðu þar, fara for-
svarsmenn staðarins að tilmælum
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og
eru ekki með opið fyrir gesti sína
að vatninu.
Anna G. Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fontana, sagði í
samtali við Fréttablaðið að málið
hefði ekki tafið undirbúning bað-
staðarins. Önnur aðstaða, líkt og
gufubað, sé opin gestum og rekst-
ur hafi gengið vel. Hún vísaði
annars á heilbrigðiseftirlitið.
Sigrún Guðmundsdóttir, heil-
brigðisfulltrúi á matvæla- og heil-
brigðissviði Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands, segir í samtali við
Fréttablaðið að um öryggisatriði
sé að ræða.
„Við höfum ekki veitt leyfi til að
hleypa gestum ofan í vatnið vegna
þess að við teljum það ekki öruggt.
Það er þó verið að vinna að lausn
á þessu máli í samvinnu margra
aðila.“
Sigrún segir að saurgerla-
mengun ina megi einnig rekja til
þess að hluti af fráveitulögnum sé
kominn til ára sinna. Unnið sé að
því að koma lögnum í rétt horf og
nokkuð hafi unnist í þeim efnum.
„En því miður tókst það ekki að
fullu áður en Fontana opnaði.“
Sigrún bætir því þó við að það
jákvæða í málinu sé að virkt eftir-
lit sé til staðar.
„Við hleypum fólki ekki í vatnið
nema það sé öruggt.“
thorgils@frettabladid.is
Banna böð í Laugar-
vatni vegna saurgerla
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur bannað böð í Laugarvatni vegna E. coli-
mengunar. Mengunin orsakast af bilun í fráveitukerfi, en viðgerð stendur yfir.
Baðstaðurinn Fontana opnaði nýlega við vatnið og hefur gengið vel.
FRÁ LAUGARVATNI Baðgestum er meinað að synda í Laugarvatni sökum ekolígerla
sem fundist hafa í vatninu. Uppruna mengunarinnar er að finna í skólpkerfi byggða-
kjarnans við vatnið, en vonast er til að úr rætist áður en langt um líður. Myndin
tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Við hleypum fólki
ekki í vatnið nema
það sé öruggt.
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
HEILBRIGÐISFULLTRÚI
Svanhildur, gekk umsóknar-
ferlið eins og í sögu?
„Já, svo sannarlega og ljóst að við
íslenskri menningu blasir ævintýra-
leg framtíð.“
Reykjavík hefur verið útnefnd menningar-
borg UNESCO. Hópur öflugs bókmennta-
fólks vann að umsókn um titilinn.
SLYS Litlu mátti muna að illa færi þegar
rúta með ellefu tékkneska ferðamenn inn-
anborðs sökk niður á margra metra dýpi
í Blautulónum á Fjallabaksleið nyrðri í
Vatnajökulsþjóðgarði síðdegis á laugardag.
Ferðamennirnir sluppu naumlega úr
rútunni og náðu að synda í land í átta
gráðu köldu vatni. Það tók minna en mín-
útu frá því að bifreiðin byrjaði að sökkva
og þar til hún fór alveg í kaf. Talið er að
hún liggi nú á um 10 til 15 metra dýpi í
lóninu. Verið er að kanna hvernig verður
hægt að ná henni upp.
Björgunarsveitir frá Vík, Kirkjubæjar-
klaustri, Skaftártungu og Álftaveri
voru kallaðar út, en tilkynning um
slysið barst um klukkan 17 á laugardag.
Flugbjörgunar sveit Hellu var fyrst á stað-
inn þar sem hún var á hálendisvakt björg-
unarsveita á svæðinu þegar kallið barst.
Fólkið var flutt til Víkur í Mýrdal þar sem
að fólk frá Rauða krossinum tók á móti
því. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglu-
stjóra köfuðu svo niður að rútunni í nótt
og náðu í farangur ferðamannanna.
Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékk-
landi voru í rútunni en ellefu af þeim
höfðu farið úr til að taka myndir áður en
áætlað var að keyra yfir lónið. Bílstjóri
rútunnar virðist hafa farið út af slóðanum
sem átti að fylgja á leiðinni, með þessum
afleiðingum. - sv
Ellefu tékkneskir ferðamenn hætt komnir þegar rúta sökk á kaf í Blautulón í Vatnajökulsþjóðgarði:
Höfðu eina mínútu til að flýja rútuna
DEKKIÐ UPP ÚR Í BLAUTULÓNUM Hér sést eitt dekk rútunnar
sem sökk á 10 til 15 metra dýpi á laugardag. MYND/ODDUR EIRÍKSSON
BANDARÍKIN, AP Viðbragða fjár-
festa við lækkun á lánshæfis-
mati Bandaríkjanna er að vænta
í dag. Matsfyrirtækið Standard
& Poor´s lækkaði Bandaríkin úr
efsta flokki, AAA, í AA+. Þetta er í
fyrsta skipti síðan slíkt mat komst
á árið 1917 að Bandaríkin verma
ekki efsta flokk.
Matið átti ekki að koma mönn-
um á óvart, en engu að síður hefur
verið bent á tveggja milljarða dala
skekkju í reikningum fyrirtækis-
ins. Það hefur viðurkennt þau mis-
tök, en stendur engu að síður við
matið.
Alan Greenspan, fyrrum seðla-
bankastjóri, segist búast við
áframhaldandi lækkun á hluta-
bréfamörkuðum í kjölfar matsins.
Lækkunin er ekki eini hvati hluta-
bréfaeiganda til sölu. Í síðustu
viku féll Dow Jones hlutabréfa-
vísitalan um sex prósent, eða 700
punkta. Fjárfestar hafa áhyggj-
ur af versnandi stöðu bandarísks
efnahags.
Ríkisstjórn Obama tilkynnti 29.
júlí um horfur á minnkandi vexti á
fyrsta ársfjórðungi. Reiknað hafði
verið með 1,3 prósenta vexti á árs-
grundvelli, en sú tala var lækkuð
niður í 0,4 prósent.
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hefur hvatt þingið til að
leggja pólitískan ágreining til hlið-
ar og taka höndum saman við að
skapa störf.
„Okkar verkefni er að gera það
sem við getum til að hjálpa fólki að
fá atvinnu, að skapa umhverfi þar
sem fyrirtæki geta auglýst eftir
fólki og þar sem tekjur fólks fara
hækkandi á ný,“ sagði Obama.
Nokkuð hefur áunnist í þeim
efnum og 117 þúsund störf hafa
verið sköpuð að undanförnu.
Atvinnuleysið í Bandaríkjunum
er nú 9,1 prósent. - kóp
Standard & Poor´s lækka lánshæfismat Bandaríkjanna um einn flokk:
Viðbragða við mati að vænta í dag
ERFIÐIR TÍMAR Obama forseti hefur
kallað eftir samstöðu stjórnmálamanna
um að skapa fleiri störf og rétta efnahag
Bandaríkjanna við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVALBARÐI Leiðangursstjóri hóps-
ins á Svalbarða, þar sem hvíta-
björn réðst á hóp skólastráka í
vikunni, reyndi að skjóta á björn-
inn áður en hann réðst til atlögu,
en byssa hans stóð á sér.
Einn lést í árásinni og þrír
særðust og var leiðangursstjórinn
einn þeirra. Maðurinn náði þó að
laga byssuna og tókst að skjóta
björninn til bana.
Sprengjuvír átti að hræða dýr
frá svefnstaðnum ef þau nálguð-
ust. Hann sprakk hins vegar ekki
og þar sem enginn næturvörður
var á svæðinu varð enginn var við
björninn fyrr en hann var kominn
að tjöldum hópsins. - sv
Banvæn árás hvítabjarnar:
Byssan og vír-
inn klikkuðu
SVANGUR Krufning á hræi hvítabjarnar-
ins leiddi í ljós að hann var sársoltinn
þegar hann réðst á ferðamennina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Ekki er rætt um að
hækka tekjuskatt á almenning í
vinnu fjárlagahóps stjórnarflokk-
a n na . Þ et ta
sagði Oddný G.
Harðardóttir,
formaður fjár-
laganefndar
Alþingis, í sam-
tali við frétta-
stofu RÚV í
gær.
Fjárlagahóp-
urinn skilar til-
lögum á þriðju-
dag en honum er ætlað að leggja til
leiðir um hvernig hægt er að brúa
fjárlagagat ríkissjóðs. Í hópnum
eiga sæti þrír fulltrúar frá hvorum
stjórnarflokki, þar á meðal Oddný
fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Oddný sagði jafnframt að farin
yrði blönduð leið skattahækkana
og niðurskurðar. - mþl
Fjárlagahópur stjórnarflokka:
Tekjuskattur
ekki hækkaður
ODDNÝ G.
HARÐARDÓTTIR
Maðurinn sem lést við köfun
við Eyrarsundsbrú síðastliðinn
fimmtudag hét
Gunnar Hrafn
Hrafnbjargar-
son. Hann var
35 ára gamall.
Gunnar var
við köfun við
Eyrarsundsbrú
ásamt tveimur
félögum sínum en varð við-
skila við þá og fannst látinn
eftir nokkra leit. Hann var
búsettur í Svíþjóð og starfaði
við Háskólann í Lundi, en hann
lauk doktorsprófi í málvísind-
um árið 2004. Gunnar lætur
eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Lést við köfun
í Danmörku
SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai,
forsætisráðherra Simbabve,
sakar her landsins um að ráðast
á þorp stuðningsmanna hans.
Tsvangirai hefur verið aðal-
andstæðingur
Mugabe forseta
um árabil, en
deilir nú með
honum völdum.
„Herinn ætti
að vera í farar-
broddi við að
verja fólkið, en
ekki að ráðast
á það og mis-
þyrma,“ sagði
forsætisráðherrann. Árásirnar
ber upp á tveggja daga hátíð í
landinu sem er haldin til að minn-
ast skæruliðaárása sem stig-
mögnuðust í frelsisstríð. Landið
öðlaðist sjálfstæði árið 1980. - kóp
Forsætisráðherra Simbabve:
Herinn sagður
ráðast á þorp
MORGAN
TSVANGIRAI
SPURNING DAGSINS
Nautasteikarsamlokan er með
bearnaise-sósu, sveppum, lauk,
salati, hvítlaukssósu og frönskum.
Kaldur bjór fylgir einnig með.
Uppsalir - Bar & Cafe, Aðalstræti 16.
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
1.390 kr.
2.750 kr.
Verð
51%
Afsláttur
1.360 kr.
Afsláttur í kr.
GILDIR 24 TÍMA
50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið