Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 10
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR10
FRÉTTASKÝRING: Hver er staða ríkisfjármálanna?
Nokkuð hefur verið rætt
undanfarið um skulda-
stöðu íslenska ríkisins
og árangur stjórnvalda í
glímunni við fjárlagahalla
ríkissjóðs. Hefur því verið
haldið fram að hér hafi
náðst betri árangur en víð-
ast hvar annars staðar en
einnig að íslenskum stjórn-
völdum hafi gengið verr
en öðrum að ná jafnvægi í
ríkisfjármálunum.
Eins og kunnugt er var staða ríkis-
sjóðs mjög góð í alþjóðlegum sam-
anburði um miðjan síðasta áratug.
Var sú staðreynd talin meðal helstu
styrkleika íslenska hagkerfisins
þar sem hið opinbera hefði mikið
olnbogarými til að koma til dæmis
íslensku bönkunum til hjálpar ef
eitthvað færi úrskeiðis. Skuld-
ir ríkissjóðs tóku að aukast á ný
tveimur árum fyrir fall bankanna
og má tengja það aðdraganda fjár-
málakreppunnar, segir í riti Seðla-
bankans frá því í febrúar: Hvað
skuldar þjóðin?
Hrunið haustið 2008 hefur vald-
ið ríkissjóði miklum kostnaði og
hefur skuldastaðan versnað sem
því nemur. Þá drógust tekjur ríkis-
sjóðs verulega saman vegna minni
umsvifa í hagkerfinu sem olli veru-
legum halla á fjárlögum.
Ástæðulaust er að fara nánar út í
ástæður skuldsetningar ríkissjóðs
hér. Hugmyndin er frekar að skoða
hvernig gengur að koma á sjálf-
bærni í ríkisfjármálunum og jafn-
framt bera stöðu Íslands saman
við stöðu nokkurra Evrópuríkja
sem einnig fóru illa út úr alþjóð-
legu fjármálakreppunni.
Fjárlagahallinn enn ansi hár
Ríkisreikningur ársins 2010 var
gefinn út í síðustu viku. Þar kom í
ljós að halli ríkissjóðs á árinu 2010
jafngilti 8 prósentum af lands-
framleiðslu. Til samanburðar var
hallinn 9,3 prósent árið 2009 og
14,6 prósent árið 2008. Ríkissjóð-
ur skilaði hins vegar afgangi árið
2007 sem nam 6,8 prósentum af
landsframleiðslu.
Ríkisreikningurinn er gerður
upp á rekstrargrunni en erfitt er
að nálgast gögn fyrir önnur ríki á
rekstrargrunni úr helstu gagna-
grunnum. Því er varhugavert að
bera þessar tölur hrátt saman við
tölur frá öðrum ríkjum.
Séu tölur Eurostat yfir fjárlaga-
halla í ríkjum Evrópu skoðaðar
kemur í ljós að meðalfjárlagahalli í
ESB á árinu 2010 var 5,4 prósent af
landsframleiðslu. Ísland er í þeim
tölum skráð með fjárlagahalla upp
á 6,2 prósent af landsframleiðslu
árið 2010 en sú tala er að öllum
líkindum of lág þótt Eurostat gefi
reyndar upp tölur á öðrum bók-
haldsgrunni en notast er við í rík-
isreikningnum.
Fjárlagahalli Íslands virðist því
vera nokkuð yfir meðaltali í ESB.
Samkvæmt tölum Eurostat var
fjárlagahalli Íslands árið 2008 hins
vegar 13 prósent af landsfram-
leiðslu samanborið við 2,5 prósent
að meðaltali í ESB þannig að nokk-
uð virðist hafa áunnist. Markmið
um hallalaus fjárlög árið 2013, eins
og stefnt var að, er þó ólíklegt til
að nást.
Góðar horfur með frumjöfnuð
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í
apríl síðastliðnum út skýrslu sem
nefnist Shifting Gears: Tackling
Challenges on the Road to Fiscal
Adjustment. Í skýrslunni er fjallað
um stöðu ríkisfjármála víða um
heim og gefur hún nokkra innsýn í
stöðu íslenska ríkisins samanborið
við önnur ríki.
Í skýrslu AGS má finna tölur um
frumjöfnuð opinbera geirans, það
er ríkis og sveitarfélaga. Frum-
jöfnuður er skilgreindur sem jöfn-
uður tekna og gjalda ríkisins að
fjármagnstekjum og -gjöldum und-
anskildum. Frumjöfnuður er því
mælikvarði á hinn eiginlega rekst-
ur ríkisins. Gefur jákvæður frum-
jöfnuður því til kynna að rekstur
ríkisins sé á sjálfbærum grunni.
Það er, að ríkið sé ekki að eyða um
efni fram í rekstur.
Samkvæmt ríkisreikningi ársins
2010 var frumjöfnuður neikvæður
um 5,5 prósent af landsframleiðslu.
Árið 2009 var hann neikvæður um
6,6 prósent. Samkvæmt spám AGS
ætti frumjöfnuður opinbera geir-
ans að verða jákvæður á árinu
2011 en óvíst er hvort það mark-
mið næst. AGS spáði því að frum-
jöfnuður opinbera geirans yrði 2,5
prósent á árinu 2010 en það virðist
ekki hafa náðst. AGS virðist samt
sem áður vera bjartsýnn á horfurn-
ar hér og spáir ríflegum afgangi á
frumjöfnuði eftir 2011. Takist það
er það árangur sem fá lönd munu
geta státað af.
Skuldastaðan viðráðanleg
Fjárlagahalla og stöðu frumjöfn-
uðar ber alltaf að skoða í ljósi
skuldastöðu ríkisins. Ríki með
miklar skuldir má vitaskuld síður
við miklum fjárlagahalla en ríki
með litlar skuldir. Að sama skapi
ALLIR SAMAN NÚ
TIL GÓÐS
HLAUPUM
... og svo tek ég við
og tek næstu tíu...
Ég tek fyrstu tíu
í boðhlaupinu ...
... gaman að ná heilu
maraþoni með félögunum ...
Prósent af landsframleiðslu
Heimild: AGS
Frumjöfnuður
-30 -25 -20 -15 -10 -5 0% 5 10
Ísland
Ítalía
Þýskaland
Belgía
Grikkland
Portúgal
Frakkland
Spánn
Bretland
Írland
2007
2008
2009
2010
2011 (Spá AGS
2012 (Spá AGSFjárlagahalli samkvæmt
ríkisreikningi
9
6
3
0%
-3
-6
-9
-12
-15
2007
2008
2009
2010
Prósent af landsframleiðslu
Ríkisfjármálin hægt og rólega að komast í ja