Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 12
12 8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Sá er þetta ritar lýsti þeirri skoðun sinni umbeðinn á vettvangi alls- herjarnefndar Alþingis að í framhaldi af ákvörðun Hæstaréttar frá 25. janúar sl. um ógildingu kosninga til stjórnlaga- þings væru fyrirætlanir um að skipa þá í stjórnlagaráð, sem fremstir voru í kjör- inu, byggðar á ótraustum grundvelli. Sú leið var hins vegar farin og sam- þykkti Alþingi þingsályktun um skip- an stjórnlagaráðs. Var ráðinu falið að semja tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þær tillögur liggja nú fyrir og hafa verið afhentar forseta Alþingis. Enginn getur haldið því fram að ráðsmenn hafi ekki gert sitt allra besta til að sinna því mikil- væga verkefni sem ráðinu var falið. Valdið til að breyta stjórnarskránni er í höndum Alþingis, sbr. 79. gr. stjórnar- skrárinnar, en ekki hjá stjórnlagaráði sem stendur að fyrirliggjandi tillögum. Hvað sem því líður verða þingmenn að gefa tillögum stjórnlagaráðs gaum og fjalla um þær með opnum huga. Aðdrag- andi málsins má ekki fyrirfram girða fyrir opinskáa og gagnrýna umræðu um tillögurnar á vettvangi þingsins og á meðal almennings. Að sjálfsögðu er á hinn bóginn ekki hægt að ætlast til þess að á tillögurnar verði fallist umræðulaust. Málefnalegar umræður um grundvöll stjórnskipun- arinnar eru bæði eðlilegar og nauðsyn- legar í lýðræðisríki. Ástæða er til að nota það tilefni sem tillögur stjórnlaga- ráðs gefa til að efna til upplýstrar sam- ræðu um íslenskt samfélag og hvernig stjórnarskrá við Íslendingar viljum búa við til næstu framtíðar. Tillögur stjórnlagaráðs Ný stjórnar- skrá Róbert R. Spanó prófessor og forseti lagadeildar HÍ Valdið til að breyta stjórnarskránni er í höndum Alþingis, sbr. 79. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki hjá stjórnlagaráði sem stendur að fyrirliggjandi tillögum. Hvað sem því líður verða þingmenn að gefa tillögum stjórnlagaráðs gaum og fjalla um þær með opnum huga. Finna lítið fyrir því Lilja Mósesdóttir, þingkona utan flokka, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Margt áhugavert bar þar á góma en sérstaka athygli vakti tillaga Lilju um 10 prósenta skatt á útflutningsverðmæti. Lilja sagði að þannig væri hægt að styrkja gengi krónunnar og verja fjár- munum á skynsamlegri hátt en nú er gert. Lilja nefndi töluna 80 milljarða í þessu sambandi en sagði líka að þetta væri hægt að gera án þess að fyrirtækin fyndu mikið fyrir því. Vandséð er hvernig þessar tvær fullyrðingar passa saman. Fáguð umræðuhefð Eyjan.is birti í gær aðsenda grein frá Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi ráðherra. Þar fjallar Sighvatur um íslenska umræðuhefð og kvartar undan illmælgi og gífuryrðum. Sighvatur er ekki fyrstur til að vekja máls á þessu undanfarið en samt má taka undir brýninguna. Það var hins vegar áhugavert að fylgjast með athugasemdum Eyverja við frétt um greinina. Þær voru nefnilega flestar góð dæmi um einmitt þá umræðuhefð sem Sighvatur var að gagnrýna. Mannréttindi Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræð- ingur hefur síðustu daga gagnrýnt tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á kosningakerfinu. Haukur segir að með þeim sé opnað á að kjördæmi verði lögð niður í heild eða hluta sem geti jafnvel verið mannréttindabrot. Þá hefur hann varið misvægi atkvæða í landinu með þeim rökum að styðja þurfi landsbyggðina sem hafi veikari stöðu en höfuðborgin. Það er einkennilegur skilningur að flokka kjördæmaskiptingu í hóp mannrétt- inda en ekki réttinn til að hafa jafn mikið um gang lýðræðisins að segja og aðrir. Sínum augum lítur hver silfrið. magnusl@frettabladid.isU ppsögn Elínar Jónsdóttur, forstjóra Bankasýslu ríkisins, í síðustu viku hefur vakið nokkra athygli. Þegar uppsögnin er sett í samhengi við nýlega skýrslu Bankasýslunnar um starfsemina á síðasta ári, fer varla á milli mála að forstjórinn var mjög ósáttur við að stofnuninni skyldi ekki hafa verið gert kleift að hefja undirbúning að sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eins og henni ber að gera. Í inngangi sínum að skýrslu Bankasýslunnar benti Elín þannig á að tímasetning og framkvæmd sölunnar hefði margþætt áhrif. Hún skipti máli fyrir ávöxtun ríkisins af fjárfestingunni, hefði bein áhrif á fjármálafyrirtækin sjálf og samsetningu eigenda- hóps þeirra og skipti miklu máli um þróun íslenzks hlutabréfa- markaðar. Forstjórinn taldi sig hins vegar hvorki hafa fengið starfsfólk né fjárveitingar til að kaupa að erlenda sérfræðiaðstoð vegna undir- búnings sölunnar. Sú uppbygging hefði þurft að eiga sér stað á síðasta ári, en fjármögnun stofnunarinnar ekki gefið svigrúm til þess. Nú er út af fyrir sig skiljanlegt að Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sé tregur til að veita mikla peninga til reksturs nýrrar ríkisstofnunar, nú þegar ríkisstjórnin er í miðju því verkefni að skera niður ríkisreksturinn og leggja niður og sameina stofnanir. Sömuleiðis er hugsanlegt að fjármálaráðherrann hafi engan sér- stakan áhuga á að selja eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjunum. Það verður þó að teljast ólíklegt; þessar eignir tók ríkið í fangið nauð- ugt viljugt og eins og ríkisfjármálin standa um þessar mundir vill fjármálaráðherrann líkast til ná einhverjum peningum í kassann með því að selja hlutabréfin. En þótt menn séu að spara, er þeim peningum sem veittir verða til faglegs og vandaðs undirbúnings sölunnar vel varið. Nafnverð hluta- og stofnfjár ríkisins í bönkum og sparisjóðum er 137 milljarð- ar króna. Það skiptir miklu hvernig til tekst með ávöxtun þess fjár. Margt fleira hangir á spýtunni, eins og Elín Jónsdóttir benti á í skýrslu Bankasýslunnar. Flestir eru sammála um að einkavæðing ríkisbankanna í kringum síðustu aldamót hafi verið misheppnuð og stuðlað meðal annars að of þröngu eignarhaldi, sem var ein orsök bankahrunsins. Það skiptir gífurlegu máli að læra af mistökunum og komast hjá því að þau verði endurtekin. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til er hvort hlutir ríkisins verði seldir kjölfestufjárfestum eða í hlutafjárútboði þar sem almenningur kemst að borðinu. Eftir er að ákveða hvort lög verða sett sem tak- marka eignarhald og dreifa því. Ákveða þarf hvort ríkið haldi eftir hlut t.d. í Landsbankanum eða selji allt hlutaféð. Taka þarf afstöðu til í hversu stórum áföngum og á hve löngum tíma eigi að selja hlutina. Núverandi stjórnarflokkar vilja sennilega selja að minnsta kosti eitthvað af því hlutafé sem ríkið á nú í fjármálastofnunum. Þeir hljóta að vilja vanda til verksins og fá til þess færustu sérfræðinga, vegna þess að þetta er þeirra tækifæri til að sýna hvernig á að standa að einkavæðingu. Gagnrýni forstjóra Bankasýslu vekur athygli. Hvernig á að einkavæða banka?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.